Tenglar

Séð til Reykhóla úr Karlsey.
Séð til Reykhóla úr Karlsey.
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um miðársmannfjölda hefur fjölgað í Reykhólahreppi um 14 manns eða um liðlega 5% frá 1. júlí í fyrra til jafnlengdar í sumar. Um mitt sumar í fyrra voru íbúarnir skráðir 271 en núna í sumar 285. Körlum hefur fjölgað um fjóra eða úr 143 í 147 en konum hefur fjölgað um tíu eða úr 128 í 138. Ef aðeins er litið á þéttbýlið á Reykhólum hefur fjölgað þar um tvo eða úr 132 í 134, körlum úr 69 í 70 og konum úr 63 í 64.
...
Meira
Hlaupaleiðin frá Flókalundi að Reykhólum, alls um 140 km.
Hlaupaleiðin frá Flókalundi að Reykhólum, alls um 140 km.
Brottfarartímar í Haustlitahlaupinu fyrri dag hlaupsins, föstudaginn 28. ágúst, hafa allir verið færðir fram um tvo klukkutíma frá því sem í upphafi var áformað. Þannig hefst 70 km hlaupið kl. 12 á hádegi, 42 km hlaupið kl. 16 og 21 km hlaupið kl. 18. Tímasetningar seinni daginn eru hins vegar óbreyttar.
...
Meira

Ekið var á átta kindur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum um síðustu helgi. „Svo virðist sem hraði ökumanna sé eitthvað að aukast eða þá að ökumenn taki ekki lengur eftir kindunum í vegkantinum", segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, í samtali við svæðisfréttir Vestfjarða og Vesturlands. Hann segir það óvenjulegt að svo mörg búfjárslys verði í umdæminu á ekki lengri tíma.


 

...
Meira
Gæsastofnarnir hérlendis eru í góðu ástandi, að mati dr. Arnórs Þóris Sigfússonar fuglafræðings. „Ég á von á góðu gæsahausti hér, eins og í fyrra," segir Arnór. Gæsaveiðitímabilið hefst á Íslandi á morgun. Á síðasta hausti var grágæsastofninn áætlaður um 100 þúsund fuglar, sem er svipað og haustið 2007. Arnór segir að svo virðist sem stærð grágæsastofnsins sé yfirleitt vanáætluð.
...
Meira
Íturvaxnir hrútar verða metnir.
Íturvaxnir hrútar verða metnir.
1 af 3
Það verður stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum á laugardag, 22. ágúst. Þá verður haldið í sjöunda skipti Landsmót í hrútadómum en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Um kvöldið verður síðan haldin Bændahátíð og Þuklaraball fram á rauða nótt. Reyndir og óreyndir þuklarar hvaðanæva af landinu eru boðnir innilega velkomnir á þessa miklu hátíð.
...
Meira
Sýslumaðurinn á Patreksfirði, Úlfar Lúðvíksson, verður til viðtals með hefðbundnum hætti á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum í dag, þriðjudaginn 18. ágúst, milli kl. 12 og 13.
...
Meira
Hlaupaleiðin frá Flókalundi að Reykhólum, alls um 140 km.
Hlaupaleiðin frá Flókalundi að Reykhólum, alls um 140 km.
1 af 3
Haustlitahlaup Umf. Aftureldingar í Reykhólahreppi verður eftir tvær vikur eða 28. og 29. ágúst (föstudag og laugardag). Seinni dagurinn þegar komið er í mark á Reykhólum er hinn árvissi Reykhóladagur, þegar margt er til skemmtunar og afþreyingar á svæðinu fyrir unga jafnt sem gamla og alla þar á milli. Haustlitahlaupið var þreytt í fyrsta sinn um svipað leyti í fyrra, reyndar með óformlegum hætti. Þá hljóp ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson á tveimur dögum alla leiðina frá Flókalundi í Bjarkalund eða um 125 km en fjórir aðrir hlauparar hlupu hluta leiðarinnar. Núna verður allt með formlegri hætti og endamarkið verður á Reykhólum, þannig að heildarvegalengdin er rétt um 140 km. Ýmsir kostir eru í boði hvað vegalengdir varðar og jafnframt er fólki í sjálfsvald sett hvort það hleypur annan daginn eða báða. Óvíða ef nokkurs staðar eru haustlitirnir ríkulegri eða fegurri en í Reykhólasveitinni. Ekki síst er Barmahlíðin innan við Reykhóla rómuð fyrir blómfegurð og litaskrúð. Um hana orti Jón Thoroddsen frá Reykhólum ljóðið sem hefst á orðunum Hlíðin mín fríða ...
...
Meira
Símaskrá Flateyjar 2009 er komin út í sjöunda sinn, stærri og efnismeiri en fyrr og stútfull af áhugaverðum upplýsingum og lesefni sem allir unnendur Flateyjar og Breiðafjarðareyja yfirleitt verða að lesa. Ef til vill kemur einhverjum á óvart að gefin skuli vera út sérstök símaskrá fyrir eyju þar sem einungis fimm manns á tveimur heimilum búa árið um kring, í Læknishúsinu og Krákuvör. Og það með meira en 700 símanúmerum og rúmlega 300 netföngum, en þau tengjast húsum og fólki í Flatey, Hvallátrum, Svefneyjum, Sviðnum og Skáleyjum. Naumast þarf að taka fram, að allar þessar eyjar og eyjaklasar tilheyra Reykhólahreppi eins og langmestur hluti Breiðafjarðareyja.
...
Meira
Um þessar mundir er unnið af kappi að undirbúningi Reykhóladagsins sem að þessu sinni verður laugardaginn 29. ágúst. Forsmekkurinn að honum verður spurningakeppni dagana á undan eins og hér hefur verið greint frá. Óskað er eftir skemmtilegum atriðum til þess að sýna í hléum í keppninni. Kolfinna Ýr í síma 861 3761 tekur á móti þeim sem hafa áhuga og eiga sér draum um að koma fram.
...
Meira
Hafsteinn Guðmundsson. Ljósmynd:  Skessuhorn.
Hafsteinn Guðmundsson. Ljósmynd: Skessuhorn.
Hafsteinn Guðmundsson er oft nefndur Flateyjarjarl. Hann hefur búið í Flatey ásamt Ólínu Jónsdóttur konu sinni samfellt frá árinu 1965. Þar hefur hann stundað búskap og sjósókn auk þess sem hann var oddviti Flateyjarhrepps í áratugi. Nú er Hafsteinn 74 ára gamall, er með 60 kindur og sér um að taka á móti flóabátnum Baldri aðra hverja viku. Fiskveiðar eru eingöngu stundaðar til að eiga í soðið en grásleppuveiðar eru árvissar. Hafsteinn er mjög ósáttur við að mega ekki stunda fiskveiðar sér til framfærslu. Þegar kvótakerfinu var komið á hafði hann lítið stundað sjóinn á þeim viðmiðunarárum sem setning kvótans byggðist á.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30