19. ágúst 2009
Jafnt og þétt fjölgar í Reykhólahreppi og á Reykhólum
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um miðársmannfjölda hefur fjölgað í Reykhólahreppi um 14 manns eða um liðlega 5% frá 1. júlí í fyrra til jafnlengdar í sumar. Um mitt sumar í fyrra voru íbúarnir skráðir 271 en núna í sumar 285. Körlum hefur fjölgað um fjóra eða úr 143 í 147 en konum hefur fjölgað um tíu eða úr 128 í 138. Ef aðeins er litið á þéttbýlið á Reykhólum hefur fjölgað þar um tvo eða úr 132 í 134, körlum úr 69 í 70 og konum úr 63 í 64.
...
Meira
...
Meira