Tenglar

Einar Þór Gunnlaugsson.
Einar Þór Gunnlaugsson.
Kvikmyndabiblían Variety fer lofsamlegum orðum um íslensku kvikmyndina Heiðina sem leikstýrt er af hinum breiðfirskættaða Einari Þór Gunnlaugssyni frá Hvilft í Önundarfirði. Myndin fór nánast með veggjum í kvikmyndahúsum hér á landi en gagnrýnandinn Derek Elley telur hana hafa allt til brunns að bera til að geta gert góða hluti á kvikmyndahátíðum úti í heimi. Með helstu hlutverk í myndinni fara þeir Gunnar Eyjólfsson, Gísli Pétur Hinriksson og Jóhann Sigurðarson. Heiðin var tekin upp á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári, að mestu leyti í Reykhólahreppi.
...
Meira
Blindhæð og holur á leiðinni um Dynjandisheiði. Ljósm. Laélie.
Blindhæð og holur á leiðinni um Dynjandisheiði. Ljósm. Laélie.
Áhugahópur fólks á Vestfjörðum hefur ákveðið að efna til hátíðahalda vegna þeirra tímamóta, að 50 ár verða í haust síðan vegur var lagður um Dynjandisheiði og akvegasamband komst á milli byggðarlaga á Vestfjörðum og milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Jafnframt er vakin athygli á því að þörf er á áframhaldandi framförum í vegagerð til þess að tengja saman byggðir með fullnægjandi hætti miðað við kröfur nútímans. Ætlunin er að koma saman á Dynjandisheiði af þessu tilefni fimmtudagskvöldið 16. júlí milli kl. 19 og 21. Það er einlæg von hópsins að sjá helst alla sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum og auðvitað sem flesta Vestfirðinga og aðra landsmenn við þessi tímamót.
...
Meira
Nú er í undirbúningi er að færa vefmyndavél Arnarseturs Íslands í Reykhólahreppi og setja hana upp við annað hreiður þar sem ungi er að komast á legg. Eins og fram hefur komið misfórst fjölgunin hjá arnarhjónunum í hreiðrinu þar sem myndavélin er núna. Ekki er enn vitað hvenær hægt verður að flytja vélina en það verður væntanlega áður en langt um líður. Búið er að fjarlægja eggin tvö úr hreiðrinu til að rannsaka þau. Engin ummerki voru um að þar hefði þriðja eggið verið sem ungi hefði komið úr eins og margir töldu sig hafa séð. Ef svo hefði verið hefðu að minnsta kosti átt að finnast brot úr skurn þó ekki væri annað.
...
Meira
Báturinn Vinfastur nýsmíðaður á planinu við Bátasafnið á Reykhólum.
Báturinn Vinfastur nýsmíðaður á planinu við Bátasafnið á Reykhólum.
Eins og nú horfir er veðurútlit ákaflega gott fyrir Bátadagana breiðfirsku um komandi helgi, en þeir voru haldnir í fyrsta sinn á síðasta sumri. Farið verður á laugardagsmorguninn á enn óvissum fjölda súðbyrtra báta frá höfninni á Stað á Reykjanesi, nokkurn spöl utan við Reykhóla, og komið við í eyjum á leiðinni til Flateyjar, þar sem gist verður um nóttina. Að Bátadögum stendur hópurinn sem undanfarin ár hefur unnið að uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum. Vonast er til þess að sem flestir sem hafa yfir súðbyrtum sjófærum trébátum að ráða, gömlum sem nýjum, komi og verði með í ferðinni.
...
Meira
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Kristján Möller samgönguráðherra að gæta hagsmuna Vestfirðinga í hvívetna þegar kemur að forgangsröðun verkefna í vegaframkvæmdum á landinu. Leggur ráðið höfuðáherslu á að þjóðvegi 60, Vestfjarðavegi frá Flókalundi í Bjarkalund, ásamt Dýrafjarðargöngum, verði ekki slegið á frest. Báðar þessar framkvæmdir munu að mati bæjarráðs rjúfa vetrareinangrun milli byggða á Vestfjörðum.
...
Meira
Þó að nú liggi fyrir að fjölgunin hjá arnarparinu í sjávarhólmanum ótilgreinda í Reykhólahreppi þar sem vefmyndavélin var sett upp í fyrra hafi misfarist þetta árið eru margir sem telja sig hafa séð þar unga eða vísbendingar um að össi og assa hafi verið að mata unga. Mörg símtöl og tölvupóstar hafa borist Reykhólavefnum þess efnis. Eins og fram hefur komið segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sem fylgist með öllum varpstöðum íslenska hafarnarins, að í hreiðrinu séu einungis tvö egg sem ekki hafi klakist út. Ekki verður fullyrt hér að svo stöddu að eggin hafi ekki verið þrjú og ungi komist úr einu þeirra og síðan drepist. Hins vegar telja fróðir menn það fremur ólíklegt.
...
Meira
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skorar á ríkisstjórnina, samgönguráðherra og þingmenn Norðvesturkjördæmis að fylgja eftir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Í ályktun sem stjórnin sendi frá sér segir að um brýnt öryggismál sé að ræða enda fari um tvær milljónir bíla um Kjalarnes og Hvalfjarðargöng árlega. Jafnframt sé framkvæmdin skynsamleg núna þegar þörf sé á atvinnuskapandi tækifærum.
...
Meira
Ungviðið naut sín við Gufudalsvatn í blíðunni á sunnudagsmorguninn.
Ungviðið naut sín við Gufudalsvatn í blíðunni á sunnudagsmorguninn.
1 af 13
Nú er tími ættarmóta og gætir þess mjög í Reykhólahreppi. Bæði er þar á ferð fólk sem á rætur í héraðinu og aðrir sem nýta sér frábæra aðstöðu á Reykhólum og í Bjarkalundi eða bara þar sem ræturnar liggja. Þannig kom fjöldi fólks saman í Gufudal við Gufufjörð um síðustu helgi, dagana 27. og 28. júní, afkomendur Kristínar Petreu Sveinsdóttur og Bergsveins Finnssonar búenda í Gufudal á sinni tíð. Þar á meðal voru öll börn þeirra hjóna sem eru á lífi, sex talsins.
...
Meira
Borgarverksmenn í kaffipásu í Hólakaupum á Reykhólum.
Borgarverksmenn í kaffipásu í Hólakaupum á Reykhólum.
1 af 2
Vinnuflokkur frá Borgarverki lagði fyrir helgina nýtt slitlag af olíumöl á Maríutröð. Það er vegurinn þaðan sem beygt er niður að Reykhólum og niður að Suðurbraut fyrir neðan Reykhólaþorp þar sem farið er inn á iðnaðarsvæðið og gámasvæðið. Þetta er um 1.200 metra spotti. Slitlagið nýja er þegar vel troðið enda hefur umferð verið geysimikil síðustu daga, ekki síst vegna ættamóta á Reykhólum og í Bjarkalundi.
...
Meira
Hamingjudagar á Hólmavík 2009.
Hamingjudagar á Hólmavík 2009.
1 af 8
Bæjarhátíðin góðkunna Hamingjudagar á Hólmavík hófst í gær en galdramaður Strandagaldurs var fenginn til að setja hana formlega. Dagskráin er fjölbreytt að venju en líklega ber einna hæst þátttöku Gunnars Þórðarsonar tónlistarmanns, sem er Hólmvíkingur að uppruna en kom nú fram á Hamingjudögum í fyrsta sinn. Í gærkvöldi hélt hann stórtónleika og síðan er talið að á fimmta hundrað manns hafi verið við varðeld og brekkusöng þar sem presthjónin Sigga og Gulli héldu uppi fjörinu ásamt Gunnari. Í dag hefur verið margþætt skemmtidagskrá sem lýkur síðan í kvöld á Hamingjudansleik með hljómsveitinni Von.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30