Ungviðið naut sín við Gufudalsvatn í blíðunni á sunnudagsmorguninn.
Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir nýtur útsýnisins ásamt öðrum göngugörpum og hvílir lúin bein.
Systurnar Jóna Kristín, Bergþóra Lilja og Ingibjörg frá Gufudal njóta þess að horfa yfir sveitina sína ásamt Ásdísi Örnu Fen Bergsveinsdóttur með Gufufjörðinn í baksýn.
Börn Bergsveins og Kristínar saman í Gufudal 2009. Frá vinstri: Finnur, Guðmunda, Kristinn, Ólafur og Reynir. Rebekku vantar á myndina.
Fólk lét fara vel um sig í brekkunni og saug í sig fróðleik frá þeim eldri.
Þröstur og Einar gleðja frændgarðinn með fróðleik og sögusögnum.
Föngulegur hópur afkomenda þeirra Kristínar og Bergsveins í Gufudal leggur af stað á Gufudalshálsinn frá Galtará í Kollafirði.
Veðrið lék við mannskapinn.
Komin á brúnina.
Á niðurleið. Fallegt útsýni yfir Gufudalsbæina.
Kristinn Bergsveinsson miðlaði fróðleik til yngri kynslóða við setningu ættarmótsins.
Margt var sér til gamans gert í einmuna blíðunni sem lék við mannskapinn.
Systkinin frá Gufudal ásamt mökum á góðri stundu.
Nú er tími ættarmóta og gætir þess mjög í Reykhólahreppi. Bæði er þar á ferð fólk sem á rætur í héraðinu og aðrir sem nýta sér frábæra aðstöðu á Reykhólum og í Bjarkalundi eða bara þar sem ræturnar liggja. Þannig kom fjöldi fólks saman í Gufudal við Gufufjörð um síðustu helgi, dagana 27. og 28. júní, afkomendur Kristínar Petreu Sveinsdóttur og Bergsveins Finnssonar búenda í Gufudal á sinni tíð. Þar á meðal voru öll börn þeirra hjóna sem eru á lífi, sex talsins.