4. júlí 2009
Útungunin hjá arnarparinu misfórst
Nú er orðið ljóst að útungunin í arnarhreiðrinu breiðfirska þar sem vefmyndavélin er hefur misfarist þetta árið. Kristinn Haukur Skarphéðinsson sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sem ár hvert fylgist með öllum arnarhreiðrum sem vitað er um, hefur staðfest þetta eftir könnunarferð sem hann fór um arnarslóðir og skoðaði sérhvert hreiður úr lofti. Eggin tvö verða tekin úr hreiðrinu við hentugleika og rannsökuð. Kristinn Haukur kveðst vita um 26 arnarhreiður með ungum en sumum að vísu mjög litlum þannig að brugðið geti til beggja vona með árangur.
...
Meira
...
Meira