Tenglar

Nú er orðið ljóst að útungunin í arnarhreiðrinu breiðfirska þar sem vefmyndavélin er hefur misfarist þetta árið. Kristinn Haukur Skarphéðinsson sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sem ár hvert fylgist með öllum arnarhreiðrum sem vitað er um, hefur staðfest þetta eftir könnunarferð sem hann fór um arnarslóðir og skoðaði sérhvert hreiður úr lofti. Eggin tvö verða tekin úr hreiðrinu við hentugleika og rannsökuð. Kristinn Haukur kveðst vita um 26 arnarhreiður með ungum en sumum að vísu mjög litlum þannig að brugðið geti til beggja vona með árangur.
...
Meira
Sviðalappasprettur.
Sviðalappasprettur.
1 af 3
Sauðfjársetur á Ströndum gengst fyrir hinum árlegu Furðuleikum á morgun, sunnudag. Þeir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru jafnframt lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík, en þetta er í sjötta skipti sem Furðuleikarnir fara fram. Leikarnir hefjast kl. 13 og standa fram eftir degi ásamt því sem veitingar eru í boði og margt annað við að vera til skemmtunar og afþreyingar.
...
Meira
Ólafsdalur við Gilsfjörð. Myndin var tekin á Ólafsdalshátíð sumarið 2008.
Ólafsdalur við Gilsfjörð. Myndin var tekin á Ólafsdalshátíð sumarið 2008.
Átaksdagar eins og kallaðir eru verða í Ólafsdal við Gilsfjörð tvær næstu helgar. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til starfa við skemmtileg verkefni í fögrum dal. Um næstu helgi (4. og 5. júlí) verður safnað efni til endurreisnar á heimreiðartröðinni í Ólafsdal sem rutt var í burtu um 1970. Um aðra helgi (11. og 12. júlí) verður síðan gert átak við að endurhlaða tröðina. Hópur af Veraldarvinum (erlendir sjálfboðaliðar í heimsókn) verður einnig til aðstoðar.
...
Meira
Sjávarútvegsklasi Vestfjarða er samstarfsvettvangur sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum þar sem unnið er að sameiginlegum hagsmunamálum, svo sem markaðsmálum, þróunarstarfi, nýsköpun, menntun, innkaupum o.s.frv. Klasinn efnir nú til samkeppni um hönnun á merki fyrir Sjávarútvegsklasa Vestfjarða. Merkið verður notað í kynningar- og almannatengslastarfi í kringum störf sjávarútvegsklasans. Merkið þarf að vera hannað með það fyrir augum að það geti nýst á alþjóðlegum vettvangi og með sérstaka áherslu á helstu útflutningssvæði fyrir vestfirskar sjávarafurðir. Það þarf líka að vera hannað með það fyrir augum að hægt sé að nota það jöfnum höndum í innlendu markaðs- og kynningarstarfi. Þar af leiðandi mætti horfa á merkið sem hefðbundið fyrirtækjamerki varðandi notkun, þannig að það gæti verið á umbúðum, birst í auglýsingum og verið sett á bréfsefni, á vefsíður og annað kynningarefni.
...
Meira
Bergsveinn á Gróustöðum með sýnishorn af kræklingnum sínum.
Bergsveinn á Gróustöðum með sýnishorn af kræklingnum sínum.
Kræklingarækt á eftir að verða græn stóriðja við Ísland og gæti skapað mörg hundruð störf. Þetta fullyrðir Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi og segir aðstæður hérlendis afar góðar. Fyrirtækið Norðurskel í Hrísey er komið lengst í því að þróa kræklingaræktina hérlendis en þar byrjuðu menn fyrir nærri áratug. Bergsveinn á Gróustöðum við Gilsfjörð er meðal þeirra sem farnir eru af stað en hann stundar ræktina utan við Króksfjarðarnes. Hann segir tíu aðra byrjaða og enn aðrir tíu séu að hugsa sér til hreyfings.
...
Meira
21. júní 2009

Hákon Árnason kvaddur

Hákon Árnason.
Hákon Árnason.
Hákon Árnason var jarðsunginn frá Reykhólakirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Þorpið litla á Reykhólum er svipminna núna þegar hann er fallinn frá. Hákon heitinn var á nítugasta aldursári þegar hann lést en var óþreytandi á gönguferðum nánast á hverjum degi fram til þess síðasta. Hann var minnugur og fróður og skemmtilegur í viðræðu, léttur í lund og gamansamur. Hákon átti tólf alsystkini og þrjá hálfbræður og lifði systkini sín öll. Hann var í elli sinni búsettur á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum og líkaði það ákaflega vel.
...
Meira
Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands er í dag, laugardaginn 20. júní, tuttugasta árið í röð. Formlegir hlaupastaðir á landinu munu vera yfir áttatíu, þar á meðal á Reykhólum, þar sem lagt verður af stað frá Grettislaug klukkan 11. Fjórar vegalengdir eru í boði, 2, 5, 7 og 10 kílómetrar. Frítt er í sund í Grettislaug að hlaupi loknu. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að hvetja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar, ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta daga ársins.
...
Meira
Sjá myndaskýringar í meginmáli.
Sjá myndaskýringar í meginmáli.
1 af 9
Á næstsíðasta degi yfirreiðar sinnar um Vestfjarðaprófastsdæmi, laugardaginn síðasta, vísiteraði herra Karl Sigurbjörnsson biskup Skálmarnesmúla í Múlasveit, vestasta hluta Reykhólahrepps. Þar embættaði hann ásamt sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur, sóknarpresti í Reykhólaprestakalli. Drjúgur hópur fólks sótti þennan viðburð á afskekktum stað í Múlahreppi hinum gamla, þar sem langt er liðið frá því að byggð árið um kring lagðist af.
...
Meira
Sjá skýringu í fréttinni sjálfri.
Sjá skýringu í fréttinni sjálfri.
Allar líkur virðast núna vera á því að ekki sé ungi eða ungar þetta árið í arnarhreiðrinu sem vefmyndavélin sýnir frá. Þetta er skoðun þess fólks sem einna kunnugast má telja, þeirra Bergsveins og Möggu á Gróustöðum í Reykhólahreppi og Kristins Hauks Skarphéðinssonar sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur um langt árabil fylgst með breiðfirskum örnum.
...
Meira
Örninn ungi í öruggum höndum.
Örninn ungi í öruggum höndum.
Ferðafólk í útilegu tilkynnti lögreglu um örn í vanda í Nátthaga við Berserkjahraun á Snæfellsnesi á föstudagskvöldið. Starfsmaður Náttúrustofu Vesturlands fór á staðinn og handsamaði örninn, sem reyndist vera grútarblautur. Grúturinn eyðileggur einangrunargildi fiðursins og gerir fuglinum jafnframt erfitt um flug. Fuglinn bar merki og hafði verið merktur á síðasta ári sem ungi á eyju í Hvammsfirði.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30