Tenglar

Stund milli stríða.
Stund milli stríða.
1 af 4
Fyrir skömmu héldu slökkviliðsmenn úr Reykhólahreppi og Búðardal sameiginlega æfingu á eyðibýlinu Tindum á Skarðsströnd og kveiktu að þessu sinni í útihúsunum og sköpuðu jafnframt sem mestan reyk til að fást við. Í síðasta mánuði voru menn búnir að æfa sig rækilega á íbúðarhúsinu þar á sama hátt. Frá Slökkviliði Reykhólahrepps tóku fjórir menn þátt í æfingunni að þessu sinni, varaslökkviliðsstjórinn Bjarni Þór Bjarnason á Reykhólum, Bjarki Stefán Jónsson á Gróustöðum, Hafliði Ólafsson í Garpsdal og Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.
...
Meira
Fuglaskoðarar á vettvangi.
Fuglaskoðarar á vettvangi.
Fundur þar sem stefnt er að stofnun Landssambands aðila í fuglaskoðunarferðamennsku verður haldinn í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 20. Sagt verður frá stöðu fuglaskoðunar og aðkomu Útflutningsráðs að þessu verkefni. Björn Reynisson fjallar um fuglaskoðun á Vesturlandi, Jóhann Óli Hilmarsson segir frá innsýn söluaðila í verkefnið og Hrafn Svavarsson hjá Gavia Travel heldur tölu, sem og Pétur Ágústsson hjá Sæferðum. Umræður verða að loknum fyrirspurnum.
...
Meira
Heiðlóa á sumardegi.
Heiðlóa á sumardegi.
Námskeið um fugla, bæði íslenska varpfugla og farfugla sem fara hér um, verður haldið í Þróunarsetrinu á Hólmavík á laugardag, 2. maí, frá kl. 10 til 16. Farið verður í greiningar á nokkrum tegundum, búsvæði fuglanna og hvar og hvenær ákveðnar tegundir er best að sjá. Einnig verður farið yfir stofnstærðir ákveðinna tegunda, lög, reglur og alþjóðlegar samþykktir. Að lokum verður farið í vettvangsferð á Hólmavík eða í nágrenninu. Leiðbeinandi verður Böðvar Þórisson náttúrufræðingur á Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík.
...
Meira
Útsendingar Svæðisútvarps Vesturlands og Vestfjarða á vegum Ríkisútvarpsins hefjast þriðjudaginn 5. maí. Um langt skeið hefur verið haldið úti öflugum svæðisútsendingum á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum. Ítrekað hafa komið fram óskir frá íbúum Vesturlands að njóta sömu þjónustu. Nú hefur verið ákveðið að verða við þessum óskum og koma á sameiginlegum svæðisútsendingum fyrir hluta Vesturlands og Vestfirði, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Í fyrsta áfanga ná útsendingarnar yfir norðanvert Snæfellsnes, þar með talið þéttbýlisstaðina Rif, Hellissand, Ólafsvík, Grundarfjörð og Stykkishólm, og alla Dalasýslu. Í framhaldinu verður hugað að því að breyta útvarpssendum þannig að útsendingin náist á sunnanverðu Snæfellsnesi og í Borgarfirði.
...
Meira
Skriðuland í Saurbæ.
Skriðuland í Saurbæ.
Konuhittingur verður á Skriðulandi í Saurbæ í kvöld, þriðjudagskvöld. Hann hefst kl. 20 og stendur eins lengi og hentar. Konur hafi með sér einhverja handavinnu. Karlar mega koma líka enda hafi þeir einnig með sér handavinnu og einbeiti athyglinni að henni. Léttar veitingar í boði. Þetta er síðasti hittingurinn á Skriðulandi að þessu sinni áður en sauðburður og vorverk í sveitum hellast yfir.
...
Meira

Málþing undir heitinu „Sókn í eflingu atvinnulífs á suðursvæði Vestfjarða" verður haldið í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal þriðjudaginn 5. maí 2009 kl. 17-20. Það eru atvinnumálanefndir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem efna til þingsins. Þangað eru boðaðir fulltrúar starfandi fyrirtækja og fulltrúar lögbýla á suðursvæðinu. Meðal annarra hafa eftirtaldir fulltrúar stjórnmálaflokkanna þegar staðfest komu sína á málþingið: Ásbjörn Óttarsson og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum, Jón Bjarnason frá Vinstri grænum, Guðbjartur Hannesson frá Samfylkingunni og Gunnar Bragi Sveinsson frá Framsóknarflokknum.

...
Meira
Íslensk (ekki sérvestfirsk) lopapeysa.
Íslensk (ekki sérvestfirsk) lopapeysa.
Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um vestfirskt lopapeysumynstur hjá nemendum í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Samkeppnin er samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Listaháskóla Íslands og Hönnunarmiðstöðvar Íslands og styrkt af Vaxtarsamningi Vestfjarða og Ístex. Markmiðið með keppninni er að hanna mynstur fyrir sérvestfirskar lopapeysur, sem stendur síðan til boða öllu prjónafólki og handverksfélögum sem selja lopapeysur til innlendra og erlendra ferðamanna, og auðvitað heimamanna. Sérstök dómnefnd mun svo velja sigurvegarann.
...
Meira
Aðalfundur Sambands breiðfirskra kvenna verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2009 í Grunnskólanum á Reykhólum og hefst kl. 20. Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál flytur Halldór Sig. Guðmundsson, félagsráðgjafi og lektor, erindi um félagsþjónustu sveitarfélaga og  barnaverndarmál, réttindi og skyldur. Umræður verða að því loknu. Allir, karlar jafnt sem konur, sem áhuga hafa eru velkomnir að hlýða á erindið, en það hefst kl. 21.
...
Meira
Yngsti þingmaðurinn,  Ásmundur Einar Daðason.
Yngsti þingmaðurinn, Ásmundur Einar Daðason.
Jafnræðið með fjórflokknum svokallaða í Norðvesturkjördæmi má telja nánast með ólíkindum. Aðeins munar 0,4 prósentustigum á þeim flokki sem flest atkvæði fékk í kosningunum í gær og þeim sem lenti í fjórða sætinu. Útdeiling jöfnunarsæta á landsvísu veldur því hins vegar að Vinstri græn, sem næstflest atkvæði fengu í kjördæminu, fá þrjá menn í kjördæminu á þing, en hinir flokkarnir þrír fá tvo menn hver. Frjálslyndi flokkurinn náði hins vegar ekki manni inn í þessu sterkasta vígi sínu og fellur þar með út af þingi. Mikið vantaði á kjörfylgi hjá Borgarahreyfingunni og Lýðræðishreyfingunni í kjördæminu til að koma fulltrúa á þing.
...
Meira
Kjörstjórnin að starfi í Bjarkalundi: Halldór (Venni), Steinunn og Arnór.
Kjörstjórnin að starfi í Bjarkalundi: Halldór (Venni), Steinunn og Arnór.

Í Reykhólahreppi var kosið í einni kjördeild í Bjarkalundi. 139 manns greiddu atkvæði á kjörstað. Þangað bárust einnig 5 atkvæði sem áður höfðu verið greidd utan kjörfundar hjá sýslumanni á skrifstofu Reykhólahrepps. Þannig kusu alls 144 í Reykhólahreppi eða 69,9% af þeim 206 sem voru á kjörskrá. Þetta segir þó ekki alla söguna vegna þess að eflaust höfðu einhverjir kosið utan kjörfundar annars staðar og þau atkvæði farið beint til yfirkjörstjórnar í kjördæminu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30