Æfðu sig á útihúsunum á Tindum á Skarðsströnd
...
Meira
Málþing undir heitinu „Sókn í eflingu atvinnulífs á suðursvæði Vestfjarða" verður haldið í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal þriðjudaginn 5. maí 2009 kl. 17-20. Það eru atvinnumálanefndir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem efna til þingsins. Þangað eru boðaðir fulltrúar starfandi fyrirtækja og fulltrúar lögbýla á suðursvæðinu. Meðal annarra hafa eftirtaldir fulltrúar stjórnmálaflokkanna þegar staðfest komu sína á málþingið: Ásbjörn Óttarsson og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum, Jón Bjarnason frá Vinstri grænum, Guðbjartur Hannesson frá Samfylkingunni og Gunnar Bragi Sveinsson frá Framsóknarflokknum.
...Í Reykhólahreppi var kosið í einni kjördeild í Bjarkalundi. 139 manns greiddu atkvæði á kjörstað. Þangað bárust einnig 5 atkvæði sem áður höfðu verið greidd utan kjörfundar hjá sýslumanni á skrifstofu Reykhólahrepps. Þannig kusu alls 144 í Reykhólahreppi eða 69,9% af þeim 206 sem voru á kjörskrá. Þetta segir þó ekki alla söguna vegna þess að eflaust höfðu einhverjir kosið utan kjörfundar annars staðar og þau atkvæði farið beint til yfirkjörstjórnar í kjördæminu.
...