Tenglar

Byggingaframkvæmdir við Breiðafjörð: Endurbætur gerðar á hreiðrinu.
Byggingaframkvæmdir við Breiðafjörð: Endurbætur gerðar á hreiðrinu.
Að sögn Bergsveins Reynissonar á Gróustöðum í Reykhólahreppi hefur aðsóknin að vefmyndavélinni við arnarhreiðrið frá því að útsendingin „fór í loftið“ á föstudag verið langtum meiri en búist var við. Þannig voru yfir fjögur hundruð gestir inni á henni samtímis síðdegis í dag. Minnt skal á tengilinn neðarlega í dálkinum hér vinstra megin - borði með áletruninni Arnarsetrið, smellið á vefmyndavél. Líka birtist öðru hverju af handahófi stór sams konar borði neðan við efstu frétt á forsíðunni.
...
Meira
Ekki fékkst nægileg þátttaka í ferð austur á land í sumar sem Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi auglýsti fyrir páska. Væntanlega hefur einhverjum þótt sú ferð nokkuð löng og ströng. Nú er í staðinn áformuð tveggja daga ferð suður á land 30. júní til 1. júlí með gistingu eina nótt á Laugarvatni. Farið verður um Njáluslóðir og víðar. Allir eldri borgarar eru velkomnir í ferðina, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki.
...
Meira
Frá tjaldsvæðinu neðan við Grettislaug á Reykhólum síðasta sumar.
Frá tjaldsvæðinu neðan við Grettislaug á Reykhólum síðasta sumar.
Ferðamálaráð er að láta gera könnun um ferðaáform Íslendinga innanlands á komandi sumri, en verulega auknar líkur eru taldar á að Íslendingar verji stærri hluta sumarfrísins á Íslandi þetta árið en verið hefur undanfarin ár. Í framhaldi af því hefur Ferðamálaráð beint þeim tilmælum til þeirra sem reka tjaldstæði að huga sérstaklega að þörfum þess hóps sem ferðast á húsbílum eða með hjólhýsi og fellihýsi.
...
Meira
Málþingið Sókn í eflingu atvinnulífs á suðursvæði Vestfjarða, sem haldið var á Bíldudal í síðustu viku, vekur athygli stjórnvalda á því að suðursvæði Vestfjarða hefur ekki notið sambærilegrar uppbyggingar á opinberum sviðum síðustu áratugi og ýmis önnur svæði, einkum á suðvesturhorni landsins. Má í því sambandi t.d. nefna samgöngumannvirki, vegi og flugvelli, raforkuframleiðslu- og raforkuflutningskerfi, flutning opinberra starfa o.fl. Þetta hefur leitt til hjöðnunar í hagvexti, rýrt tekjur heimila og fyrirtækja, verðfellt fasteignir og orðið þess valdandi að fólk hefur flust af svæðinu, segir í ályktun þingsins.
...
Meira
Bjargtangaviti. Mynd: bb.is.
Bjargtangaviti. Mynd: bb.is.
Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur í vor og sumar að óhefðbundnum listsýningum í fjórum vitum hringinn í kringum landið, einni í hverjum landsfjórðungi. Á Vestfjörðum sýnir Curver Thoroddsen í vitanum á Bjargtöngum, vestasta odda Íslands. Sýningin ber heitið SLICELAND - vestustu pizzur Evrópu. Auk Curvers sýnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir í Kópaskersvita við Öxarfjörð, Gjörningaklúbburinn í Garðskagavita á Suðurnesjum og Unnar Örn í Dalatangavita á Austfjörðum. Yfirskrift sýninganna í heild er Brennið þið vitar.
...
Meira

Frumkvöðlum, fulltrúum fyrirtækja og einstaklingum með góðar viðskiptahugmyndir gefst á morgun einstakt tækifæri til að kynna sér stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi, allt frá ráðgjöf og fjármögnun til Evrópusamstarfs og tengslamyndunar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Útflutningsráð og Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningunni í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni, SME WEEK '09. Kynningin verður á Grand Hóteli í Reykjavík kl. 13 þriðjudaginn 12. maí en á meðal þeirra sem kynna þjónustu sína eru:

...
Meira
„Reynslan í nágrannalöndunum er sú að svona framleiðsla bætist bara ofan á annað. Þetta er virðisaukning á búinu sjálfu. Bændurnir halda áfram að senda á afurðastöðvar. Að mínu mati er umhverfið í landbúnaðinum breytt. Bændur vilja hafa meira með sölu og markaðssetningu á sínum vörum að gera“, segir Hlédís Sveinsdóttir, formaður samtaka heimavinnsluaðila, Beint frá býli.
...
Meira
Ráðstefnan Menningarlandið 2009 verður haldin á Hótel Stykkishólmi á mánudag og þriðjudag, 11.-12. maí. Til hennar boða menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar. Allir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi eða ferðamálum eru hvattir til að mæta enda verða þær umræður sem þar fara fram grundvöllur að frekara samstarfi ríkis og sveitarfélaga um menningu og menningartengda ferðaþjónustu.
...
Meira
Fjórar námsbrautir hefjast í haust hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, en þar verður kennt jafnhliða í staðnámi og fjarnámi. Þrjár þeirra eru á grunnstigi háskóla. Í fyrsta lagi leiðsögunám á háskólastigi, sem hófst haustið 2008 hjá Endurmenntun og hefur fengið frábærar viðtökur. Í öðru lagi mannauðsstjórnun og í þriðja lagi rekstrar- og viðskiptanám, en það eru námsbrautir sem hafa verið í mörg ár hjá Endurmenntun en hófust í fjarnámi haustið 2005. Á meistarastigi býður Endurmenntun svo nýja námsbraut um málefni innflytjenda, en þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem boðið er upp á þverfaglegt nám á þessu sviði.
...
Meira
Arnarhjónin á setri sínu.
Arnarhjónin á setri sínu.
Nú eiga loksins tæknimálin varðandi útsendinguna frá arnarhreiðinu margumtalaða að vera komin í lag. Borði með áletruninni Arnarsetrið hefur verið settur inn í tengladálkinn neðarlega vinstra megin á síðunni og jafnframt annar tímabundið fyrir neðan efstu frétt í miðdálki, sem birtist öðru hverju til skiptis við aðra borða. Fyrst um sinn er öllum frjáls aðgangur að útsendingunni frá hreiðrinu.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30