Tenglar

Landbúnaðarráðherra hefur samið við Bændasamtök Íslands um hvernig niðurskurði á greiðslum til bænda verður háttað. Stuðningur við bændur minnkar um 800 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti segir, að vegna efnahaghrunsins verði bændur að færa umtalsverða fórn í tvö til þrjú ár. Í staðinn verði samningarnir framlengdir um tvö ár, að mestu á óbreyttum forsendum, þegar ætla megi að ástandið hafi batnað. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra segir í tilkynningu, að með samkomulaginu sé stigið mikilvægt skref í átt að þjóðarsátt um nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við erfiða tíma.
...
Meira
Frá afhendingu hæstu styrkjanna í dag.
Frá afhendingu hæstu styrkjanna í dag.
Þaraböð á Reykhólum eru meðal þeirra viðskiptahugmynda sem fá úthlutað úr sjóði félagsmálaráðuneytis til atvinnumála kvenna að þessu sinni. Verkefnið fær 1,5 milljónir króna og er eitt þeirra fimm sem hæstu styrkina hljóta. Að hugmyndinni að þaraböðunum og útfærslu hennar standa þær Sólrún Sverrisdóttir og Svanhildur Sigurðardóttir á Reykhólum. Tvö af hinum verkefnunum fjórum sem hæstu styrkina fá eru einnig ekki allfjarri Breiðafirði. Annars vegar þróun hugmyndar um rjómabú á Erpsstöðum í Dölum til að framleiða ýmsar vörutegundir eins og ís, eftirrétti og osta (1,8 milljónir) og hins vegar baðhús sem nýtir heilsuvatnið í Stykkishólmi (1,5 milljónir).
...
Meira
Jón Pétur Líndal húsasmiður í Borgarnesi skipar efsta sætið á lista Lýðræðishreyfingarinnar (P-lista) í Norðvesturkjördæmi. Frestur til framboðs er runninn út og þar með er ljóst að sjö listar verða í boði í öllum kjördæmum. Að gerð framboðslista Lýðræðishreyfingarinnar var staðið með óhefðbundnum hætti og vafðist lögmæti þess fyrir yfirkjörstjórnum í sumum kjördæmum en landskjörstjórn tók í gær af skarið og voru þeir allir teknir gildir.
...
Meira
Þannig vinna menn alvarleg spjöll á náttúru Íslands.
Þannig vinna menn alvarleg spjöll á náttúru Íslands.
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum vill koma því á framfæri við ökumenn sem hyggjast ferðast um hálendið, að þeir taki tillit til þess að snjó er farið að leysa og frost að fara úr jörðu. Vakin er athygli á því að bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vegar í náttúru Íslands. Þó er heimilt að aka þeim á jöklum, svo og snævi þakinni og frosinni jörð, svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum.
...
Meira
Norðvesturkjördæmi.
Norðvesturkjördæmi.
Kjörskrá Reykhólahrepps vegna Alþingiskosninganna 25. apríl liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, frá og með deginum í dag og fram til kjördags. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-15. Kjörgengir eru þeir sem voru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá fimm vikum fyrir kjördag. Kjósendum sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt fram á kjördag gert leiðréttingar á kjörskrá, ef við á. Sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna frá Hagstofu Íslands en enginn getur neytt kosningaréttar nema nafn hans sé á kjörskrá þegar kosning fer fram.
...
Meira
Jón Jónsson á Kirkjubóli, menningarfulltrúi Vestfjarða.
Jón Jónsson á Kirkjubóli, menningarfulltrúi Vestfjarða.
Frestur til að sækja um styrki við fyrri úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á þessu ári til menningarverkefna á Vestfjörðum rennur út á miðnætti í kvöld. Reynslan hefur verið sú, að um 60% umsókna kemur á síðasta degi. Rafrænt umsóknarblað, leiðbeiningar og úthlutunarreglur að finna á vef Menningarráðs Vestfjarða.
...
Meira
Breiðfirðingafélagsfólk í heimsókn á Reykhólum í sumarferð sinni í fyrra.
Breiðfirðingafélagsfólk í heimsókn á Reykhólum í sumarferð sinni í fyrra.
Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk var endurkjörinn formaður Breiðfirðingafélagsins á aðalfundi þess sem haldinn var fyrir nokkru. Auk hans var öll aðalstjórnin endurkjörin, en hana skipa Hörður Rúnar Einarsson, Hrönn Harðardóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Bjarnheiður Magnúsdóttir, Inga Hansdóttir og Sigríður Karvelsdóttir. Í varastjórn eru Alvilda Þóra Elíasdóttir, Sturlaugur Eyjólfsson og Einar Pétursson.
...
Meira
Nóturnar að Litlu flugunni sem gefnar voru út 15. mars 1952.
Nóturnar að Litlu flugunni sem gefnar voru út 15. mars 1952.
1 af 2
„Í hverri götu suðar hún Litla flugan hans Sigfúsar Halldórssonar, þessi, sem hann kom með að vestan í vetur. Strákarnir blístra lagið undir berum himni, húsmæðurnar raula það við eldhúsborðið, og barnfóstran syngur hvítvoðunginn í svefn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem þessi vinsæli dægurlagahöfundur vinnur hvers manns hug og hjarta. Þótti á sínum tíma mörgum keyra úr hófi dálætið á Tondeleyó, og enn lifir sums staðar í þeim gömlu glæðum.“
...
Meira
Skrifstofur Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum.
Skrifstofur Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum.
Fjölmörg mál liggja fyrir hreppsnefnd Reykhólahrepps á fundi hennar sem hefst kl. 15 í dag, fimmtudag. Fyrir utan fundargerðir nokkurra nefnda sveitarfélagsins sem lagðar verða fram til samþykktar eru tólf mál til umræðu og afgreiðslu og átta erindi til kynningar, auk annarra mála sem fram kunna að koma. Meðal dagskrárliða er uppbygging atvinnu á Reykhólum og iðngarðar.
...
Meira
Bændasamtök Íslands vilja gera sáttmála sem tryggi fæðuöryggi Íslendinga til framtíðar. Búvörusamningum vilja forsvarsmenn bænda breyta úr því að vera framleiðsluletjandi í það að tryggja næga framleiðslu um ókomin ár. Í bæklingi sem Bændasamtök Íslands hafa gefið út undir yfirskriftinni Landbúnaður skiptir máli (pdf-skjal) eru settar fram hugmyndir um sáttmála um fæðuöryggi.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30