Tenglar

Breiðfirðingakórinn.
Breiðfirðingakórinn.
1 af 3
Breiðfirðingakórinn, sem er blandaður 50 manna kór, tekur lagið í Bjarkalundi í Reykhólasveit kl. 15 á sunnudag, 10. maí. Öllum íbúum Reykhólahrepps og nágrönnum er boðið að koma og heyra hvað kórinn hefur að bjóða af léttri og líflegri dagskrá sinni. Einsöngvari er Davíð Ólafsson bassi, undirleikari Helgi Már Hannesson og stjórnandi Hrönn Helgadóttir.
...
Meira
Útreiðartúr á sandinum í Örlygshöfn. Ljósm. Ágúst G. Atlason.
Útreiðartúr á sandinum í Örlygshöfn. Ljósm. Ágúst G. Atlason.

Vestfirðir verða kynntir á ferðaþjónustusýningunni „Ferðalög og frístundir“ sem verður um helgina í Laugardalshöll, en Markaðsstofa Vestfjarða verður með bás á sýningunni. Jafnframt fer fram Matreiðslukeppni landshlutanna, en verkefnið Veisla að vestan er þátttakandi í báðum þessum viðburðum. Í matreiðslukeppninni mun Guðmundur Helgason matreiðslumeistari á Hótel Núpi keppa fyrir hönd Vestfjarða og hefur verið settur fram glæsilegur matseðill þar sem nánast eingöngu er stuðst við hráefni frá Vestfjörðum. Má þar nefna lambakjöt, lostalengjur, bláskel, reykta tindabikkju, plokkfisk, ber, krydd, sultur, ábrystir, rjóma og plómur. Framleiðendur í Veislu að vestan leggja til hráefni í keppnina. Þátttakendur í því verkefni eru um þrjátíu talsins og eiga það sameiginlegt að vinna með vestfirskt hráefni. Það kom aðstandendum verkefnisins skemmtilega á óvart hversu mikið er í boði hérna fyrir vestan og hefði hæglega verið hægt að búa til nokkra matseðla úr því afbragðshráefni sem framleitt er á svæðinu.

...
Meira
Kemur ekki að samningunum.
Kemur ekki að samningunum.

Sauðfjár- og kúabændur taka á sig 1,6 til 2,4 milljarða króna eða meira í skerðingar á næstu fjórum til sex árum skv. samkomulagi við ríkisvaldið. Atkvæði um þetta verða greidd meðal bænda í lok mánaðarins. Garðyrkjubændur standa utan við samkomulagið. Þeir vilja að hækkun raforkuverðs frá 1. febrúar verði tekin aftur. Forysta Bændasamtaka Íslands og Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, skrifuðu 18. apríl undir samkomulag um breytingar á starfsskilyrðum sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu. Samkomulagið hefur í för með sér umtalsverðar skerðingar á framlögum ríkisins til búgreinanna eða um eða yfir 200 milljónir króna í hvorri grein á ári.

...
Meira
Börnin una sér vel á leikskólanum Hólabæ á Reykhólum og hafa alltaf nóg að iðja eins og vera ber. Þórarinn Ólafsson kom þar við í gær einhverra erinda við konu sína, Björgu Karlsdóttur leikskólastjóra, og tók þá meðfylgjandi myndir. Auk barnanna getur að líta Björgu á einni myndanna og á annarri er einhver sem er væntanlega hvorki leikskólanemi né starfsmaður.
...
Meira
Þeir Ingvar Samúelsson, Sveinn Ragnarsson og Þórarinn Ólafsson úr Reykhólahreppi skruppu saman vestur á Bíldudal á málþingið um atvinnulíf á suðursvæði Vestfjarða, sem þar var haldið í fyrrakvöld. Þórarinn segir að gaman hafi verið að skottast um holurnar á leiðinni. Hann tók nokkrar svipmyndir sem hér fylgja. Þeir félagarnir fóru í spássitúr um hafnarsvæðið á Bíldudal og má á fyrstu myndinni sjá þá Svein og Ingvar krunka saman og virða fyrir sér útsýnið yfir Bíldudalsvoginn. Á næstu mynd eru aðrir tveir að gera slíkt hið sama.
...
Meira
Ný mynd: Bóndinn hefur sig til flugs en frúin liggur á. Smellið á til að stækka.
Ný mynd: Bóndinn hefur sig til flugs en frúin liggur á. Smellið á til að stækka.
Svo fór eftir allt saman að assa tók sig til og verpti í hreiðrið þar sem vefmyndavél Arnarseturs Íslands var komið fyrir í breiðfirskum hólma í lögsögu Reykhólahrepps á síðasta ári. Frumkvöðlarnir að þessu framtaki eru hjónin Magga og Bergsveinn á Gróustöðum við Gilsfjörð. Fyrir rúmri viku voru þau nánast búin að afskrifa varp arnarhjónanna þetta árið enda hafði assan verið mjög lítið við hreiðrið. Ekki er óvenjulegt að ernir sleppi varpi öðru hverju. En örfáum dögum seinna var assan svo allt í einu búin að verpa. Bergsveinn segir að yfirleitt virðist arnarvarp heldur seinna á ferð að þessu sinni en venjulega.
...
Meira
Egill flytur skýrslu stjórnar.
Egill flytur skýrslu stjórnar.
1 af 2
Eftir aðalfund Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi í gær er stjórn þess eingöngu skipuð konum. Úr stjórninni gengu Egill Sigurgeirsson formaður og Hallfríður Valdimarsdóttir en inn komu í staðinn þær Björk Stefánsdóttir og Eygló Kristjánsdóttir. Áfram situr í stjórn Svanborg Guðbjörnsdóttir (Lóa á Kambi). Stjórnin hefur ekki enn skipt með sér verkum en gerir það fljótlega.
...
Meira
Útlendur ökumaður varð fyrir því óhappi að loka bíllyklana inni í bíl þar sem hann staddur á Klettshálsi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði var veður frekar leiðinlegt, rigning og talsverður vindur. Maðurinn var orðinn blautur og kaldur þegar lögregla kom til aðstoðar enda um langan veg að fara.
...
Meira
Íslensk lopapeysa.
Íslensk lopapeysa.
Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi er afar fámennt en hinir fáu virku félagar starfa hins vegar af krafti. Handverkið er einkum til sölu í Bjarkalundi yfir sumartímann og hefur salan gengið vel og farið stöðugt vaxandi síðustu ár. Einkum er um að ræða ullarvörur af ýmsu tagi, trémuni bæði útskorna og rennda, ýmsar glervörur, skartgripi, dúkkuföt og fleira og í fyrra bættust leðurvörur við.
...
Meira
Forsíða ferðablaðsins 2008.
Forsíða ferðablaðsins 2008.
Ferðablaðið Vestfirðir sumarið 2009 er í vinnslu. Þetta er fimmtánda árið í röð sem H-prent á Ísafirði (útgefandi Bæjarins besta og bb.is) gefur út fríblað til kynningar á Vestfjarðakjálkanum og því sem hann hefur að bjóða. Blaðið er allt litprentað í mjög stóru upplagi og látið liggja frammi á vel á þriðja hundrað stöðum um land allt. Hér með er óskað eftir því að vestfirskir ferðaþjónar og aðrir sem vilja koma á framfæri upplýsingum eða auglýsingum til birtingar í blaðinu hafi samband hið allra fyrsta eða í þessari viku. Ekki síst er óskað eftir upplýsingum um viðburði og hátíðir í sumar.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30