Breiðfirðingakórinn í Bjarkalundi á sunnudag
...
Meira
Vestfirðir verða kynntir á ferðaþjónustusýningunni „Ferðalög og frístundir“ sem verður um helgina í Laugardalshöll, en Markaðsstofa Vestfjarða verður með bás á sýningunni. Jafnframt fer fram Matreiðslukeppni landshlutanna, en verkefnið Veisla að vestan er þátttakandi í báðum þessum viðburðum. Í matreiðslukeppninni mun Guðmundur Helgason matreiðslumeistari á Hótel Núpi keppa fyrir hönd Vestfjarða og hefur verið settur fram glæsilegur matseðill þar sem nánast eingöngu er stuðst við hráefni frá Vestfjörðum. Má þar nefna lambakjöt, lostalengjur, bláskel, reykta tindabikkju, plokkfisk, ber, krydd, sultur, ábrystir, rjóma og plómur. Framleiðendur í Veislu að vestan leggja til hráefni í keppnina. Þátttakendur í því verkefni eru um þrjátíu talsins og eiga það sameiginlegt að vinna með vestfirskt hráefni. Það kom aðstandendum verkefnisins skemmtilega á óvart hversu mikið er í boði hérna fyrir vestan og hefði hæglega verið hægt að búa til nokkra matseðla úr því afbragðshráefni sem framleitt er á svæðinu.
...Sauðfjár- og kúabændur taka á sig 1,6 til 2,4 milljarða króna eða meira í skerðingar á næstu fjórum til sex árum skv. samkomulagi við ríkisvaldið. Atkvæði um þetta verða greidd meðal bænda í lok mánaðarins. Garðyrkjubændur standa utan við samkomulagið. Þeir vilja að hækkun raforkuverðs frá 1. febrúar verði tekin aftur. Forysta Bændasamtaka Íslands og Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, skrifuðu 18. apríl undir samkomulag um breytingar á starfsskilyrðum sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu. Samkomulagið hefur í för með sér umtalsverðar skerðingar á framlögum ríkisins til búgreinanna eða um eða yfir 200 milljónir króna í hvorri grein á ári.
...