Tenglar

23. apríl 2009

Opið í Hólakaupum í dag

Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Þrátt fyrir almennan frídag verður verslunin Hólakaup á Reykhólum opin kl. 10-16 í dag, sumardaginn fyrsta. Þó að búðin sé lítil til að sjá, þá reynist hún mörgum öllu stærri þegar inn er komið.
...
Meira
Vestfjarðavegur í Vatnsfirði.
Vestfjarðavegur í Vatnsfirði.
Vegagerðin hefur gengið til samninga við Ingileif Jónsson ehf. um endurgerð tæplega 16 kílómetra kafla á Vestfjarðavegi frá Þverá í Kjálkafirði að slitlagsenda við Þingmannaá í Vatnsfirði. Fyrirtækið átti næstlægsta tilboð í verkið en 19 tilboð bárust. Tilboðið nam 385 milljónum króna en það eru tveir þriðju af kostnaðaráætlun sem var 580 milljónir króna. Verkinu skal lokið að fullu í lok nóvember 2010 eða eftir liðlega hálft annað ár.
...
Meira
Úr Hergilsey. Mynd fengin af vef Breiðafjarðarnefndar.
Úr Hergilsey. Mynd fengin af vef Breiðafjarðarnefndar.
Óskar Leifur Arnarsson fornleifafræðingur ætlar að kortleggja rannsóknastaði Snæbjarnar Kristjánssonar í Hergilsey, sem gróf og rannsakaði fornar minjar víða við norðanverðan Breiðafjörð undir lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Áhugi Snæbjarnar sneri aðallega að heiðnum gröfum og var hann m.a. fyrstur til að rannsaka kumlateiginn í Berufirði í Reykhólasveit, sem er einn stærsti heiðni grafreitur á Íslandi. Meðal annarra staða sem Snæbjörn gróf á má nefna Hergilsey, Brjánslæk og Svínanes. Staðsetning sumra þeirra staða sem Snæbjörn í Hergilsey rannsakaði er þekkt en annarra ekki og er ætlunin að staðsetja og kortleggja þá alla með yfirborðsathugunum og kanna tengsl þeirra við umhverfi sitt.
...
Meira
Sýslumaðurinn á Patreksfirði, Úlfar Lúðvíksson, verður til viðtals á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum í dag, miðvikudaginn 22. apríl, milli kl. 14 og 15. Athygli er vakin á því, að á sama tíma er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni.
...
Meira
Raflína á Vestfjörðum. Ljósm. af vef Orkubús Vestfjarða.
Raflína á Vestfjörðum. Ljósm. af vef Orkubús Vestfjarða.
Slæmt ástand í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum hamlar uppbyggingu nútíma atvinnulífs á Vestfjörðum. Hraða verður úrbótum sem gera flutningskerfið samkeppnishæft við aðra landshluta, er ályktun sem draga má af nýrri skýrslu Landsnets, sem ber heitið Bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fjallaði um efni skýrslunnar á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar og hefur í framhaldinu sent erindi til nefndar á vegum iðnaðarráðuneytisins, sem fjallar nú um endurskoðun raforkulaga....
Meira
Hvalá í Ófeigsfirði. © Mats Wibe Lund.
Hvalá í Ófeigsfirði. © Mats Wibe Lund.
Forsvarsmenn Fjórðungssambands Vestfirðinga, Orkubús Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar sendu í morgun ríkisstjórninni áskorun þess efnis, að kostnaðurinn við tengingu fyrirhugaðrar virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum við raforkuflutningskerfi Landsnets verði greiddur úr ríkissjóði. Að öðrum kosti eru litlar líkur á því að af virkjuninni verði á næstu árum. Með þessu verði komið til móts við kröfu íbúa á Vestfjörðum um að búa við öryggi í afhendingu raforku sambærilegt við aðra landshluta, auk þess sem virkjunin skapi mikilsverð tækifæri í atvinnuþróun á Vestfjörðum til lengri og skemmri tíma.
...
Meira
Vöfflur og kaffi í skólanum ...
Vöfflur og kaffi í skólanum ...
Barmahlíðardagurinn á Reykhólum er á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, með fjölbreyttri dagskrá fyrir unga sem aldna. Meðal efnisatriða má nefna handavinnusýningu í Barmahlíð, vöfflur og kaffi hjá unglingunum í Reykhólaskóla, skólagól og skemmtidagskrá með Jógvan Hansen og fyrirtækjakeppni á sparkvellinum. Lögreglan verður með hjólaskoðun og brunabíllinn verður til sýnis. Grillmeistarar Lionsklúbbsins taka til óspilltra málanna um kvöldið og frítt verður í Grettislaug.
...
Meira
Ein kjördeild verður í Reykhólahreppi við Alþingiskosningarnar á laugardag og verður kjörstaður í Hótel Bjarkalundi. Kjörstaður verður opnaður kl. 10 og verður lokað kl. 18 (sbr. þó 93. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 80/1987). Kjósendur athugi, að  nauðsynlegt er að hafa með sér persónuskilríki. Umrætt lagaákvæði er á þessa leið:
...
Meira
Svanhildur, Ásta Ragnheiður og Sólrún.
Svanhildur, Ásta Ragnheiður og Sólrún.
1 af 5
Eins og hér var greint frá eru þaraböð á Reykhólum meðal þeirra viðskiptahugmynda sem fá úthlutað úr sjóði félagsmálaráðuneytis til atvinnumála kvenna að þessu sinni. Verkefnið sem ber heitið „Úr brimi í bað" fær 1,5 milljónir króna og er eitt þeirra fimm sem hæstu styrkina hljóta. Að hugmyndinni og útfærslu hennar standa þær Svanhildur Sigurðardóttir og Sólrún Sverrisdóttir á Reykhólum. Styrkurinn er veittur til markaðssetningar og kynningarmála.
...
Meira
Sigurður Atlason, nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason, nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, var kjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Drangsnesi núna um helgina. Hann tekur við af Sævari Pálssyni í Flókalundi, sem gegnt hefur formennskunni undanfarin fjögur ár. Sævar verður hins vegar áfram í stjórninni. Ný inn í stjórnina komu Sigurður Arnfjörð á Núpi í Dýrafirði og Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs í Súðavík. Endurkjörin í stjórn voru Áslaug S. Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Ísafirði, Björn Samúelsson á Reykhólum (Eyjasigling), og Keran Stueland Ólason (Ferðaþjónustan Breiðavík).
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30