Tenglar

Magga og Beggi á Gróustöðum við kjörkassann í Bjarkalundi.
Magga og Beggi á Gróustöðum við kjörkassann í Bjarkalundi.
Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins, að nokkuð væri um að eldra fólk kæmi sparibúið á kjörstað. Þetta með spariklæðnað og eldra fólk er þó ekki einhlítt. Fer að vísu eitthvað eftir skilgreiningu og skilningi á hugtakinu „eldra fólk“. Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi kom á kjörstaðinn í Bjarkalundi í þjóðbúningi íslenskra karla. Er hann þó ekki orðinn hálffimmtugur.
...
Meira
Kristján Gauti, Kristján Sigurðsson og Ásta Sjöfn að unnum sigri.
Kristján Gauti, Kristján Sigurðsson og Ásta Sjöfn að unnum sigri.
1 af 7
Sameiginlegt lið Reykhólahrepps og Hólmvíkinga sigraði í Útsvari litlu sveitarfélaganna, spurningakeppni sem var eitt af fyrstu atriðunum á Jörfagleði Dalamanna sem stendur yfir þessa dagana. Sigurliðið skipuðu þau Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Kristján Gauti Karlsson úr Reykhólahreppi og Kristján Sigurðsson frá Hólmavík. Spyrill var sjálfur Davíð Þór Jónsson en Eyjólfur Bjarnason var dómari og María Ágústsdóttir stigavörður. Keppnin var haldin í félagsheimilinu Árbliki á Kvennabrekku í Dölum. Gestir voru hátt á annað hundrað og skemmtu sér greinilega hið besta.
...
Meira
Hjólaskoðun lögreglunnar við skólann.
Hjólaskoðun lögreglunnar við skólann.
1 af 2
Það voru fleiri á stjái með myndavélina sína á Barmahlíðardeginum á Reykhólum á sumardaginn fyrsta en Þórarinn Ólafsson. Meðfylgjandi myndir tók Eygló Kristjánsdóttir og hefur þeim og fleiri nú verið bætt inn í myndasyrpuna sem finna má undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Barmahlíðardagurinn 2009 í valmyndinni hér vinstra megin.
...
Meira
Reykhólahreppur er víðlendur.
Reykhólahreppur er víðlendur.
Ein kjördeild verður í Reykhólahreppi við Alþingiskosningarnar í dag og verður kjörstaður í Hótel Bjarkalundi. Kjörstaður verður opinn í átta klukkutíma eða frá kl. 10 til 18. Kjósendur athugi, að  skylt er að hafa með sér persónuskilríki. Á kjörskrá í Reykhólahreppi eru 206 manns, þar af 111 karlar og 95 konur. Í Norðvesturkjördæmi eru 21.294 manns á kjörskrá, þar af 5.100 í vestfirskum sveitarfélögum.
...
Meira
Frá Barmahlíðardeginum 2009. Ljósmyndir Þórarinn Ólafsson.
Frá Barmahlíðardeginum 2009. Ljósmyndir Þórarinn Ólafsson.
1 af 6
Mikið var um að vera og margt við að fást á Barmahlíðardeginum á Reykhólum í gær, sumardaginn fyrsta, jafnvel þó að veðrið vissi ekki alveg hvort það ætti að tilheyra vetrinum eða sumrinu. Reyndar þurfti ekki að kvarta neitt innanhúss yfir köldum gustinum sem lék um héraðið þegar leið á daginn. Þórarinn Ólafsson var á ferðinni með myndavélina og tók fjölda mynda af ýmsum viðburðum dagsins. Nokkrar fylgja hér en miklu fleiri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Barmahlíðardagurinn 2009 í valmyndinni hér til vinstri. Smellið á myndirnar til að stækka þær.
...
Meira
Skjáskot af forsíðu vefseturs Barðstrendingafélagsins.
Skjáskot af forsíðu vefseturs Barðstrendingafélagsins.
Barðstrendingafélagið í Reykjavík hefur opnað fallegt vefsetur - um Barðstrendinga, fyrir Barðstrendinga, eins og þar segir. Vefstjóri er Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu í Reykhólasveit en formaður félagsins er Snorri Jóhannesson. Lítið inn á Barðstrendingavefinn. Sjón er sögu ríkari!
...
Meira
Yfirbragðið er grænt eins og ásýnd héraðsins - með bláleitum blæ sjávarins.
Yfirbragðið er grænt eins og ásýnd héraðsins - með bláleitum blæ sjávarins.
Núverandi vefur Reykhólahrepps er orðinn ársgamall. Hann var opnaður á sumardaginn fyrsta í fyrra, sem þá bar upp á 24. apríl. Áður en hann „fór í loftið“ höfðu verið settar inn á hann fréttir í nokkrar vikur til prófunar meðan jafnframt var verið að safna inn á hann fundargerðum og ýmsum öðrum þarflegum upplýsingum, þannig að fólk kæmi ekki að tómum kofa þegar opnað væri.
...
Meira
Séð yfir Reykhóla í apríl á síðasta ári. Mynd: Árni Geirsson.
Séð yfir Reykhóla í apríl á síðasta ári. Mynd: Árni Geirsson.
Barmahlíðardagurinn á Reykhólum er í dag, sumardaginn fyrsta, með fjölbreyttri dagskrá fyrir unga sem aldna. Meðal atriða má nefna handavinnusýningu á dvalarheimilinu Barmahlíð, vöfflur og kaffi á borðum hjá unglingunum í Reykhólaskóla, skólagól (hvað sem það nú er) og skemmtidagskrá með Jógvan Hansen og fyrirtækjakeppni á sparkvellinum. Lögreglan verður með hjólaskoðun og brunabíllinn verður til sýnis. Grillmeistarar Lionsklúbbsins taka til hendinni í kvöld og frítt verður í Grettislaug.
...
Meira
23. apríl 2009

Sumarkveðja

Reykhólahreppur og vefur Reykhólahrepps þakka fólkinu í sveitarfélaginu fyrir liðinn vetur og óska farsældar á komandi sumri. Megi mannlíf og atvinnulíf og náttúran sjálf í þessu undurfagra héraði dafna sem best.
...
Meira
Dalabyggð, vagga landafundanna. (dalir.is)
Dalabyggð, vagga landafundanna. (dalir.is)
Þessa dagana og allt fram á sunnudag stendur yfir árleg Jörfagleði Dalamanna. Dagskráin er fjölbreytt á hverjum degi og má telja að þar höfði sitthvað til grannsveitunga í Reykhólahreppi. Ekki síst má þar nefna markaðsdaginn sem haldinn verður í Búðardal á laugardag, kosningadaginn sjálfan, og handverkssýningu eldra fólks úr Dölum og Reykhólahreppi sama dag. Ólafsdalsþing verður haldið í Dalabúð í dag, sumardaginn fyrsta, og má finna dagskrá þess hér. Reykhólahreppur var meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins á síðasta sumri. Jafnframt skal minnt á kaffihlaðborðið hjá Dóru á Skriðulandi í Saurbæ á sunnudag, þar sem Þorrakórinn syngur fyrir gesti. Dagskrá Jörfagleðinnar í heild er að finna hér.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30