Tenglar

Eiríkur á Stað í heyskap í fyrra.
Eiríkur á Stað í heyskap í fyrra.
Grasið verður enn á ný grænt og gróskumikið í sveitum landsins þetta sumarið, ef marka má sprettuspá Páls Bergþórssonar veðurfræðings. Spáin byggist á meðalhita 7 mánaða í Stykkishólmi, en fylgni þessa vetrarhita við heyfeng sumarsins hefur gjarnan verið mjög mikil. Meðalhitinn nú var 1,3°C en var samt heldur meiri síðustu fjögur árin eða 1,5°. Þetta bendir til að lítið frost sé í jörðu. Á hlýindaskeiðinu 1931-1960 var vetrarhitinn 1,1°C að meðaltali en lægstur mínus 3° frostaveturinn 1918. Til að tryggja svipaða sprettu og undanfarið mætti auka ögn áburðargjöf, byrja sláttinn fyrr eða forðast að beita á túnin á vorin.
...
Meira
Ekki hefur ástand vegarins um Laxárdal milli Dalabyggðar og Stranda lagast með vori og hlýnandi veðri. Á vef Vegagerðarinnar í morgun eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát á þessari leið vegna vatnaskemmda. Fyrir nokkrum vikum fjallaði byggðarráð Dalabyggðar um þennan mikilvæga tengiveg og bókaði m.a.: „Vegurinn um Laxárdal er þjóðleið sem tengir Vesturland við Norðvesturland en er ekki boðlegur eins og ástand hans er í dag. [...] Færa þarf samgönguleiðir innan svæðisins frá því að vera moldarslóðar í það að geta talist boðlegar á 21. öldinni.“
...
Meira
Egill Sigurgeirsson, formaður Ungmennafélagsins Aftureldingar.
Egill Sigurgeirsson, formaður Ungmennafélagsins Aftureldingar.
1 af 2
Stjórn Ungmennafélagsins Aftureldingar í Austur-Barðastrandarsýslu auglýsir enn og aftur eftir hvers kyns gögnum, fróðleik, myndum og heimildum, rituðum eða munnlegum, sem tengjast félaginu og gamla sambandssvæðinu, Ungmennasambandi Norður-Breiðfirðinga (UMSNB) allt frá stofnun félaganna og til dagsins í dag. Til dæmis vantar gjörðabækur Umf. Aftureldingar frá 1928-1958. Þetta kemur fram í fundarboði vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður á mánudag.
...
Meira
Ferðamálastofa stendur fyrir þátttöku íslenskra ferðaþjónustuaðila í JATA-sýningunni í Japan í haust í samstarfi við Útflutningsráð Íslands. Sýningin er ein af þeim áhrifameiri í Asíu og heimsóttu hana á síðasta ári um 110 þúsund gestir. Þar af voru tæplega 40 þúsund fulltrúar ferðaþjónustuaðila og fjölmiðla. Sýnendur voru 763 frá 136 löndum eða svæðum.
...
Meira
Strandabyggð tók nýjan vef í notkun fyrr í mánuðinum. Honum er ætlað að geyma upplýsingar og gögn varðandi sveitarfélagið, rekstur þess og þjónustu, flytja fréttir úr héraðinu og vera gagnabrunnur varðandi náttúru og sögu héraðsins. Umsjónarmenn vefjarins eru Sigurður Marinó Þorvaldsson og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Til að vefurinn verði lifandi og fjölbreyttur er vonast til að fólkið í sveitarfélaginu sem og aðrir veiti liðsinni og bendi á atburði sem telja má fréttnæma eða frásagnarverða á þessum vettvangi.
...
Meira
Fjögur af göngu- og útivistarkortunum sjö frá Ferðamálasamtökunum.
Fjögur af göngu- og útivistarkortunum sjö frá Ferðamálasamtökunum.
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa undanfarin þrjú ár unnið að gerð veglegra göngu- og útivistarkorta fyrir Vestfirði og Dali. Fyrstu fjögur kortin komu út árið 2007 og nú eru síðustu þrjú kortin farin í dreifingu. Nýju kortin ná yfir Hornstrandir, Ísafjarðardjúp ásamt fjörðunum suður af því og Strandir norðan Hólmavíkur. Áður komu út kort sem náðu yfir sunnanverðar Strandir og Dali, Reykhólasveit og Breiðafjarðareyjar og Vesturbyggð og Tálknafjörð. Kortin verður vonandi hægt að nálgast á sem flestum ferðamannastöðum á svæðunum. Þetta er langviðamesta verkefni sem Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa ráðist í og heildarkostnaður vegna þess er um 12 milljónir króna. Góðir styrkir hafa fengist frá Ferðamálastofu og Pokasjóði.
...
Meira
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður lokuð á hátíðisdegi verkalýðsins föstudaginn 1. maí.
...
Meira
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós heldur vortónleika sína í Hólmavíkurkirkju á morgun, föstudaginn 1. maí, og hefjast þeir kl. 14. Kaffiveitingar fyrir tónleikagesti verða í félagsheimilinu að tónleikunum loknum. Miðaverð er 2.000 kr. fyrir fullorðna en 1.000 kr. fyrir 6-13 ára. Frítt er fyrir börn á leikskólaaldri. Hljómdiskur kvennakórsins verður til sölu og kostar hann 2.000 kr. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason.
...
Meira
Sigríður Björnsdóttir, formaður samtakanna Blátt áfram, færði í vikunni fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum viðurkenningu samtakanna fyrir samstarfsvilja og hugrekki. Sveitarfélög á Vestfjörðum voru fyrst á landinu til að ná þeim áfanga að fræða 5% allra þeirra sem starfa með börnum og unglingum í byggðarlaginu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Var það liður í vitundarvakningu forvarnasamtakanna Blátt áfram og Sólstafa Vestfjarða, sem ber yfirskriftina Verndarar barna. Á hálfu ári náðu Sólstafakonur að fræða um 250 starfsmenn stofnana og fyrirtækja sem starfa með börnum í fjórðunginum. „Þetta er frábært fordæmi fyrir allt landið“, segir Sigríður.
...
Meira
Sigurður Atlason.
Sigurður Atlason.
Sigurður Atlason, nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og framkvæmdastjóri Strandagaldurs, segir afar brýnt að hefja nú þegar vinnu við að undirbúa stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu, enda sé nú loksins litið á ferðaþjónustu sem alvöru atvinnugrein. Sigurður sér fyrir sér að ferðaþjónustan fyrir vestan taki miklum breytingum á næstu árum. Menningartengd ferðaþjónusta muni eflast og hann telur enga sérstaka þörf á fleiri hamborgarastöðum.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30