Tenglar

Reykhólakirkja.
Reykhólakirkja.
Helgistund verður á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kl. 13 á páskadag. Guðsþjónusta verður í Reykhólakirkju kl. 14 á páskadag. Guðsþjónusta verður í Staðarhólskirkju í Saurbæ kl. 14 annan páskadag. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir á Reykhólum.
...
Meira
Með Eyjasiglingu út í eyjaparadís Breiðafjarðar. Höfnin á Stað að baki.
Með Eyjasiglingu út í eyjaparadís Breiðafjarðar. Höfnin á Stað að baki.
Skipulags-, bygginga- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í vikunni fyrir sitt leyti óskir Eyjasiglingar ehf. á Reykhólum um framkvæmdaleyfi við höfnina á Stað á Reykjanesi, en þaðan siglir fyrirtækið á sumrin með farþega út í Breiðafjarðareyjar. Um er að ræða lagningu rafmagns niður á hafnarsvæðið, uppsetningu ljósastaurs og tenglakassa, uppsetningu á innsiglingarmerki, breikkun vegar fyrir bílastæði og vatnslögn frá Árbæ niður að höfn.
...
Meira
Þjóðfræðistofa blæs til vorþings á Hólmavík á morgun, laugardag, og kynnir ýmis verkefni sín og samstarfsmanna. Fjallað verður meðal annars um þjóðerni og íróníu. Sýnd verða sýnishorn úr heimildamyndum í framleiðslu Þjóðfræðistofu, svo sem Leitin að Gísla Suurinpojan, sem fjallar um ferð finnsks þjóðfræðings á slóðir Gísla sögu Súrssonar. Hannes Lárusson myndlistarmaður og forstöðumaður Íslenska bæjarins og Magnús Rafnsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldurs ræða íslenskan torfbæjararf. Þá mun dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson mannfræðingur og lektor í safnafræðum við Háskóla Íslands kynna þá nýju námsbraut.
...
Meira
Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.
Núna um bænadaga og páskahelgi eða frá skírdegi og fram á annan í páskum er Grettislaug á Reykhólum opin alla daga frá kl. 14 til 20. Þetta er rýmri tími en er að öðru leyti yfir veturinn auk þess sem þá er laugin jafnan lokuð á sunnudögum.
...
Meira
Það er spurningin ...
Það er spurningin ...
Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar á árinu 2009 til menningarverkefna á Vestfjörðum og er þegar nokkuð af umsóknum komið í hús. Um er að ræða styrki til afmarkaðra menningarverkefna og eru umsóknir bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að fara þurfa saman áhugaverð verkefni og góðar umsóknir til að líkur séu á að styrkur fáist.
...
Meira
Verslunin Hólakaup.
Verslunin Hólakaup.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og páskadag. Á laugardaginn verður opið kl. 9-16 og á annan í páskum verður opið kl. 9-14.
...
Meira
Kalkþörungar (mynd: vesturbyggd.is).
Kalkþörungar (mynd: vesturbyggd.is).
Fyrirtækið Hafkalk ehf. á Bíldudal hefur byrjað sölu og dreifingu á kalkþörungum framleiddum hjá Íslenska kalkþörungafélaginu. Um er að ræða jarðvegsbætiefni fyrir matjurtagarða og grasfleti og fæst varan í Bónusverslunum í 5 og 10 kg fötum. Hér er á ferðinni íslenskur steinefnaáburður af mestu gæðum fyrir garða og matjurtir, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
...
Meira
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stendur fyrir sýningu á handavinnu eldri borgara á svæðinu á Jörfagleði Dalamanna laugardaginn 25. apríl (kosningadaginn). Þá verður einnig kaffisala til styrktar félaginu. Æskilegt væri að fá muni sem hafa ekki verið sýndir áður og mega það alveg eins vera eldri munir. Tekið er fram að öllum eldri borgurum er heimil þátttaka í sýningunni, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki.
...
Meira
Séð yfir Reykhólaþorp.
Séð yfir Reykhólaþorp.
Aðeins tveimur kaupsamningum um fasteignir í Reykhólahreppi var þinglýst á síðasta ári. Til samanburðar voru þeir tíu á árinu 2007, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá ríkisins. Í sundurliðunum sem birtar eru á vef Fasteignaskrár er fasteignum skipt í fjóra flokka, þ.e. fjölbýli, sérbýli, atvinnuhúsnæði og annað. Þeir tveir kaupsamningar sem þinglýst var á síðasta ári í Reykhólahreppi eru báðir flokkaðir undir „annað" og samanlagt kaupverð liðlega 6 milljónir króna.
...
Meira
Byggðarráð Dalabyggðar skorar á vegamálastjóra að bjóða hið fyrsta út framkvæmdir við endurbætur á veginum um Laxárdal. Vegurinn um Laxárdal er þjóðleið sem tengir Vesturland við Norðvesturland en er ekki boðlegur eins og ástand hans er í dag. Tafir og forgangsröðun samgönguyfirvalda hafa um langt árabil bitnað á íbúum Dalabyggðar og er mál að linni. Færa þarf samgönguleiðir innan svæðisins frá því að vera moldarslóðar í það að geta talist boðlegar á 21. öldinni.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30