Tenglar

Málþing undir heitinu Börn og ferðalög verður haldið í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem haldinn verður á Drangsnesi við Steingrímsfjörð um helgina. Fundurinn hefst annað kvöld, föstudagskvöld, og verður margt í boði til fróðleiks og skemmtunar fyrir utan „venjuleg aðalfundarstörf". Dagskrána má sækja hér (pdf-skjal). Aðalfundir samtakanna færast hverju sinni milli svæða innan Vestfjarðakjálkans og var fundurinn haldinn á Reykhólum á síðasta ári. Drangsnes varð fyrir valinu á Ströndum að þessu sinni vegna sérstaklega mikils dugnaðar við uppbyggingu ferðaþjónustu þar undanfarin ár, segir á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
...
Meira
Morgunblaðið 1.04.1998.
Morgunblaðið 1.04.1998.
Í minningargrein um Sigurð heitinn Elíasson á Reykhólum, sem birtist í Morgunblaðinu eftir andlát hans fyrir liðlega ellefu árum, er greint frá því að Sigfús Halldórsson tónskáld hafi samið lagið Litlu fluguna við ljóð Sigurðar á svipstundu. Þar segir að Sigfúsi hafi litist vel á kvæðið og Sigurður boðið honum að semja við það lag ef hann gæti lokið því á tíu mínútum. „Sigfús settist við píanóið og Litla flugan var fullsköpuð á átta mínútum", segir í greininni, sem skrifuð er af Alfreð Harðarsyni og fjölskyldu.
...
Meira
Loksins bílfært um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.
Loksins bílfært um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.
Bílvegurinn milli norðursvæðis og suðursvæðis Vestfjarða opnaðist í dag, þegar lokið var að ryðja Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Þessi leið er því opin núna í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Akstur milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar, svo dæmi sé tekið, styttist við þetta um liðlega 450 km miðað við að farið sé um Laxárdal en kringum 500 km sé miðað við leiðina um Brattabrekku og um Holtavörðuheiði. Samkvæmt snjómokstursreglum er gert ráð fyrir því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði 20. mars. Vegna snjóflóðahættu á Hrafnseyrarheiði reyndist ekki unnt að opna hana fyrr en nú og meðan hún er lokuð er fremur tilgangslítið að opna Dynjandisheiði.
...
Meira
Mynd af vefnum bondi.is.
Mynd af vefnum bondi.is.
Bændur hafa boðað til opinna funda í tengslum við alþingiskosningarnar á fjórum stöðum á landinu annað kvöld, fimmtudagskvöldið 16. apríl. Öllum framboðum er boðið að senda sína fulltrúa og ræða um landbúnaðarmál við bændur, starfsfólk í landbúnaðargeiranum og aðra áhugasama fundargesti. Fundirnir hefjast allir kl. 20.30 og verða haldnir á Hótel Selfossi, í Hlégarði í Mosfellsbæ, á Hótel Borgarnesi og á Hótel KEA á Akureyri.
...
Meira
Sigfús Halldórsson.
Sigfús Halldórsson.
Hér var í gærkvöldi óskað eftir upplýsingum um Litlu fluguna, hið sívinsæla lag Sigfúsar Halldórssonar við texta Sigurðar Elíassonar á Reykhólum, og hvernig það varð til. Ekki stóð á viðbrögðum, því að strax í morgun barst tölvuskeyti frá Vilhelmínu Þór, dóttur séra Þórarins og Ingibjargar Þór, sem á þeim tíma voru prestshjón á Reykhólum. Frásögn Vilhelmínu fer hér á eftir.

Það var veturinn 1951 til 1952, að Sigfús Halldórsson dvaldi hjá vinum sínum séra Þórarni Þór og Ingibjörgu Þór á Reykhólum. Sigfús hafði lent í slysi og dvaldi sér til endurhæfingar og hressingar á Reykhólum þennan vetur. Í desember var prestsfjölskyldan ásamt Sigfúsi í boði hjá Sigurði Elíassyni og Önnu konu hans. Sigurður dró fram brag sem hann hafði nýlega ort og er Sigfús hafði lesið braginn spurði hann Sigurð hvort hann mætti nota tvö síðustu erindin. Það var auðsótt, Sigfús settist við píanóið og til varð lagið um litlu fluguna.
...
Meira
Heilbrigðisráðherra segir að samfélagsleg samstaða sé um sameiningu heilbrigðisstofnana á norðvestanverðu landinu. „Það er komin niðurstaða í þetta mál og það er ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanirnar á Akranesi og Borgarnesi, heilbrigðisstofnanirnar á Snæfellsnesi, í Dölum og þar með á Reykhólum, á Hólmavík og á Hvammstanga í eina", segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra í samtali við héraðsblaðið Skessuhorn. Alls eru þetta átta heilbrigðisstofnanir, sem verða sameinaðar undir einn hatt samkvæmt tillögum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrirrennara Ögmundar, frá því fyrr í vetur.
...
Meira
Lítil fluga (mynd: Wikipedia).
Lítil fluga (mynd: Wikipedia).
Vinsælasta dægurlagið hérlendis fyrir hátt í sextíu árum - og heyrist iðulega í útvarpi enn í dag - er Litla flugan eftir tónskáldið Sigfús Halldórsson, sem jafnframt söng það og spilaði sjálfur undir á píanó. Lengi hefur gengið manna á meðal að hann hafi verið staddur á Reykhólum þegar hann samdi lagið. Höfundur textans er Sigurður Elíasson, sem þá var tilraunastjóri á rannsóknasetri landbúnaðar á Reykhólum. Hér með er óskað eftir nánari vitneskju um tilurð lagsins og annað sem því viðkemur, svo sem veru Sigfúsar á Reykhólum.
...
Meira
Skriðuland í Saurbæ.
Skriðuland í Saurbæ.

Venjubundinn konuhittingur verður á Skriðulandi í Saurbæ annað kvöld, þriðjudagskvöld. Hann hefst kl. 20 og stendur eins lengi og hentar. Léttar veitingar í boði. Konur hafi með sér einhverja handavinnu. Karlar mega koma líka enda hafi þeir einnig með sér handavinnu og lofi að einbeita athyglinni að henni. Hittingar þessir hafa verið á Skriðulandi annan hvern þriðjudag síðustu mánuði. Dóra á Skriðulandi segir að hingað til hafi enginn karl látið sjá sig þar. Konur hafa hins vegar yfirleitt verið milli tuttugu og þrjátíu.

...
Meira
Sendirinn festur á Rocky í vetur.
Sendirinn festur á Rocky í vetur.
1 af 3
Þessi svanur heitir Rocky og hélt sig í Djúpafirði í Reykhólahreppi núna á páskadag. Hann er karlkyns eins og nafnið bendir til og borinn í heiminn árið 2005. Fyrst var hann merktur á verndarsvæðinu í Caerlaverock í Skotlandi í desember það ár og hélt norður á bóginn snemma í apríl um vorið. Ekki er vitað hvar hann hefur haldið sig á sumrin en hann hefur verið í Caerlaverock á hverjum vetri og sást á Norður-Írlandi 30. október í haust á leið þangað. Hinn 10. desember sl. var festur á hann gervihnattasendir og núna er hægt að fylgjast með ferðum hans á hverjum degi og nokkurra ættingja hans.
...
Meira
Framboðslisti Borgarahreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Efsta sætið skipar Gunnar Sigurðsson leikstjóri. Vegna samræmis og vegna þess sem sagt hefur verið um slíka hluti varðandi aðra lista sem hér hafa verið birtir skal tekið fram, að á vef hreyfingarinnar fylgja einungis heimilisföng frambjóðenda en ekki sveitarfélög þar sem þeir eru búsettir og starfsheiti sumra en ekki nærri allra.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30