Tenglar

Borgarahreyfingin.
Borgarahreyfingin.
Nýtt stjórnmálaafl, Borgarahreyfingin, hyggst bjóða fram til Alþingis í NV-kjördæmi. Gunnar Sigurðsson leikstjóri og verkefnastjóri leiðir listann í kjördæminu. Gunnar segir að fólkið í landinu hafi þurft að taka ábyrgð á efnahagsástandinu og bankahruninu og því sé eins gott að það bjóði þá fram til Alþingis. Frá þessu er greint á vef Svæðisútvarps Vestfjarða. Þar kemur einnig fram að ætlun Borgarahreyfingarinnar sé að koma á breytingum, hreinsa út spillingu og koma á virkara lýðræði. Þegar framboðið hafi náð markmiðum sínum verði það lagt niður.
...
Meira
Sr. Bragi Benediktsson.
Sr. Bragi Benediktsson.
Séra Bragi Benediktsson, fyrrverandi sóknarprestur og prófastur á Reykhólum, lést í gær á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, 72 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Bergljótu Sveinsdóttur, húsfreyju og innheimtufulltrúa, og sex uppkomin börn þeirra. Bragi fæddist á Hvanná á Jökuldal 11. ágúst 1936, sonur Benedikts Jónssonar bónda og Guðmundu Lilju Magnúsdóttur húsfreyju og síðar verkakonu.
...
Meira
Mbl. 25. mars 1969.
Mbl. 25. mars 1969.
Það var ófögur aðkoma í læknisbústaðnum á Reykhólum er Jóhann Guðmundsson læknanemi, sem hingað kemur vikulega til læknisstarfa, kom vestur sl. föstudag. Í kjallara hússins var 60-70 sm djúpt vatn, um 40 gráðu heitt, og í öllu húsinu var eins og í gufubaði. Hafði heitavatnsleiðsla sprungið, sennilega fljótlega eftir að læknaneminn var hér síðast fyrir um 10 dögum.
...
Meira
Tryggingafræðileg úttekt Lífeyrissjóðs Vestfirðinga miðað við síðustu áramót liggur nú fyrir. Eins og hjá flestum öðrum lífeyrissjóðum hefur orðið töluverð lækkun á eignum sjóðsins. Þær efnahagslegu hamfarir, sem gengið hafa yfir þjóðfélagið, og raunar um heim allan, hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á stofnanir eins og lífeyrissjóði, segir í tilkynningu frá sjóðnum.
...
Meira

Búðardalsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir. Hlutverk þeirra er að veita félagsskap, rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði deildarinnar að Vesturbraut 12 í Búðardal miðvikudaginn 15. apríl kl. 17-19. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum.

...
Meira
Frá æfingunni á Skarðsströnd. Mynd: Skessuhorn / bae.
Frá æfingunni á Skarðsströnd. Mynd: Skessuhorn / bae.
Félagar í slökkviliðunum í Búðardal, Reykhólahreppi og Grundarfirði æfðu reykköfun og slökkvistörf á bænum Tindum á Skarðsströnd á laugardaginn. Kveikt var í gamla íbúðarhúsinu sem hætt er að búa í fyrir löngu og fengu eigendur jarðarinnar slökkvilið til að eyða húsinu. Æfingin gekk vel, að sögn slökkviliðsmanna, en hún var hluti þriggja daga námskeiðs sem slökkviliðin héldu um helgina....
Meira
Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson.
„Endurbygging 50 ára gamalla vega í Gufudalssveit er nú sett aftarlega á merina eins og oft áður. Það ferðast enginn á yfirlýsingum þínum eða fyrrverandi ráðherra. Allar hafa þær verið markleysa hvað varðar þessa leið. Það er því krafa að farið verði að láta verkin tala og hefja framkvæmdir. Annað væri áframhaldandi lítilsvirðing við íbúa og aðra sem búa við „þessa verstu vegi á landinu" eins og þú komst sjálfur að orði eftir að þú hafðir farið þessa leið haustið 2007", segir Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, nú búsettur á Reykhólum, í opnu bréfi til Kristjáns L. Möller samgönguráðherra.
...
Meira
Ekki alls fyrir löngu var opnuð ný undirsíða hér á vefnum með heitinu Gamanmál (valmyndin til vinstri). Nú hefur verið bætt þar inn efni, þremur annálum fluttum á þorrablótum Reykhólahrepps á sínum tíma. Eins og hér sagði þegar þessi undirsíða var opnuð er ætlunin að safna þar saman með tíð og tíma ýmsu því sem kveðið hefur verið og samið til gamans í héraðinu. Ekki síst væri mikill fengur að annálum og gamankvæðum á þorrablótum og eftir atvikum öðrum samkomum á fyrri tíð. Efni af því tagi skemmtir vissulega viðstöddum á líðandi stund en þegar fram líður verður það auk þess og jafnvel fyrst og fremst merkilegar heimildir um mannlífið á þeim tíma - verður sögulegar heimildir....
Meira
Skeljaskrímsli hefur sést í Gilsfirði og við Barma í Reykhólasveit.
Skeljaskrímsli hefur sést í Gilsfirði og við Barma í Reykhólasveit.
1 af 5
Svo bar til á hjáleigunni Kaldrana á Reykhólum, að komið var að öllu heimilisfólkinu látnu nema einni lítilli stúlku. Fólkið sat stirðnað á rúmum sínum í baðstofunni með askana á knjám sér og hafði verið að éta silung. Við athugun kom í ljós að silungur þessi var öfuguggi sem veiddur hafði verið í Grundarvatni uppi á Reykjanesfjalli ofan við Reykhóla, en öfuguggi er baneitraður, eins og flestum hefði mátt vera kunnugt. Litla stúlkan hafði ekki viljað silunginn og slapp þess vegna lífs frá málsverðinum. Um þennan atburð var kveðin eftirfarandi vísa:
...
Meira
Þjóðsögur og gamanmál ...
Þjóðsögur og gamanmál ...
1 af 2
Þessa dagana er að koma út ný bók hjá Vestfirska forlaginu, Þjóðsögur og gamanmál að vestan. „Þar er slegið á létta strengi í kreppunni með úrvali úr vestfirskri fyndni. Þótti forlaginu rétt, miðað við það dapra ástand sem nú ríkir sums staðar á landi voru, að gefa út úrval úr þjóðsagnabálkinum vestfirska til að reyna að létta mönnum í sinni. Þar erum við auðvitað komin út á mjög hálan ís því húmor manna er misjafn eins og sögurnar. En við létum þó slag standa og fengum hinn landsþekkta Vestfirðing og gleðigjafa, Hermann Gunnarsson, fyrrum léttadreng í Haukadal í Dýrafirði, til að velja sögurnar", segir í tilkynningu frá forlaginu.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30