Tenglar

Sex efstu sætin á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi eru skipuð í samræmi við röðina í prófkjöri flokksins í kjördæminu. Vegna samræmis við aðra lista sem birtir hafa verið hér á vefnum skal tekið fram, að á kjördæmisvef flokksins þar sem listinn er birtur eru aðeins nöfn þeirra sem hann skipa en ekki starfsheiti eða búseta.
...
Meira
Búið er að ganga frá framboðslista Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi. Sem áður mun Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, leiða framboðið í kjördæminu. Annað sætið skipar Sigurjón Þórðarson, sem var þingmaður flokksins 2003-2007 en í þriðja sætinu er Ragnheiður Ólafsdóttir á Akranesi, sem tók sæti sem varamaður á Alþingi um skeið nú í febrúar. Athygli vekur að sjö bændur eiga sæti á framboðslistanum.
...
Meira
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum. Myndin er fengin af mbl.is.
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum. Myndin er fengin af mbl.is.

Ekki er gert ráð fyrir því í íslensku ríkiskerfi að langveik börn eldist og þurfi á áframhaldandi aðstoð samfélagsins að halda. Steinunn Rasmus á Reykhólum er móðir Guðnýjar Sæbjargar Jónsdóttur, tvítugrar stúlku, sem þarf umönnun nær allan sólarhringinn. Steinunn segir þjóðfélagið hafa brugðist Guðnýju. Ekkert úrræði er í sjónmáli nema elliheimili. Veikindi Guðnýjar falla undir heilbrigðisráðuneytið en fötlun hennar undir félagsmálaráðuneytið. Ekkert úrræði er til fyrir stúlkuna í kerfinu vegna þess að hún er orðin of gömul.

...
Meira
Kosning utan kjörfundar vegna Alþingiskosninganna 25. apríl verður hjá sýslumanni á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum á þriðjudaginn, 7. apríl, frá kl. 12 á hádegi til kl. 15. Sýslumaðurinn, Úlfar Lúðvíksson, verður einnig að öðru leyti til viðtals á sama stað og tíma.
...
Meira
Nýja peruorkureiknvélin.
Nýja peruorkureiknvélin.
Í framhaldi af nýafstaðinni Staðardagskrárráðstefnu þykir rétt að benda á reiknivélarnar, sem komið hefur verið fyrir á heimasíðu Orkuseturs. Fyrir skömmu var sett þar upp sérstök reiknivél, þar sem hægt er að skoða með auðveldum hætti áhrif þess að skipta út glóperum fyrir sparperur. Eins og fram kemur á heimasíðunni má ætla „að þessi reiknivél hvetji neytendur mjög til að skipta yfir í orkuminni lýsingu með tilheyrandi rekstrarsparnaði fyrir heimilið".
...
Meira
Nordic Tourism - ráðstefna 28. apríl
Norræna nýsköpunarmiðstöðin (NICe), Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Iðnaðarráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina efna til ráðstefnu um ferðaþjónustu á Norðurlöndum 28. apríl í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um mikilvægi nýsköpunar í ferðaþjónustu, uppbyggingu áfangastaða og viðbrögð ferðaþjónustunnar við efnahagsáföllum. Nánar
...
Meira
„Áreiðanleiki raforkuafhendingar í kerfi Landsnets er lægstur á Vestfjörðum. Meginástæðan fyrir því er að þangað liggur aðeins ein flutningsleið, Vesturlína, sem saman stendur af þremur línum, Glerárskógalínu 1, Geiradalslínu 1 og Mjólkárlínu 1. Línurnar, sem byggðar eru og reknar sem 132 kV línur liggja að hluta til um svæði þar sem veðurfar getur valdið truflunum á rekstri og staðhættir torveldað viðgerðarstörf í slæmum veðrum," segir í skýrslu Landsnets um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum sem nú er aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Meðaltal samfélagslegs kostnaðar á Vestfjörðum vegna straumleysis árin 2002-2008, að teknu tilliti til keyrslu varaafls, er 84 milljónir króna á ári. Meðalkostnaður Landsnets vegna tapaðs flutnings og keyrslu varaafls er hins vegar ekki nema 10,4 milljónir króna á ári miðað við sama tímabil.
...
Meira
Mjólkárvirkjun. Mynd af vef OV.
Mjólkárvirkjun. Mynd af vef OV.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur tekið fyrir erindi Orkubús Vestfjarða ohf. um hugsanlega stækkun Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Þetta á sér langa forsögu en markmiðið er að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Árið 2007 skilaði verkfræðistofan Verkís athugun á hagkvæmni þess að reisa tvær nýjar virkjanir í Mjólká til að nýta betur rennsli árinnar fyrir ofan inntak vélar 1 og þá aðstöðu sem þar er fyrir hendi. Athugunin gaf til kynna að hér gæti verið um hagkvæmar framkvæmdir að ræða. Var því ákveðið að kanna betur aðstæður og bæta umræddum tveimur vélum við vélaútboðið, sem nauðsynlegt var að viðhafa gagnvart núverandi virkjun.
...
Meira
Ilmurinn er indæll ...
Ilmurinn er indæll ...
Pítsu-veitingahús verður opið í matsalnum í Reykhólaskóla í kvöld, fimmtudag, frá kl. 18 til 21. Bæði verður hægt að snæða pítsuna á staðnum og taka hana með sér heim. Tekið verður við pöntunum frá kl. 15 í síma 895 6379 og 690 3825. Að þessu framtaki standa nemendur í 8.-10. bekk skólans. Pítsurnar eru 12 tommur í þvermál og kosta kr. 1.700 með tveimur áleggstegundum. Hver tegund áleggs til viðbótar kostar kr. 200. Ýmsar tegundir eru í boði, svo sem nautahakk, pepperóní, skinka, sveppir, paprika, ananas, laukur og beikon.
...
Meira
Saltfiskþurrkun í Neðstakaupstað.
Saltfiskþurrkun í Neðstakaupstað.

Sjónvarpstöðin Skjárinn hefur haldið úti auglýsingaherferð þar sem áhorfendur eru minntir á að þeir hafi val um sjónvarpsefni og bendir í því sambandi á gríðarlegt úrval af efni í svokölluðu Skjábíói. Auglýsingar stöðvarinnar sýna dæmi um það sem talið er vera sérlega leiðinlegt sjónvarpsefni og notar þar myndefni frá Vestfjörðum. Meðal annars getur þar að líta myndir frá Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Ýmsum Vestfirðingum hafa sárnað þessar auglýsingar og spyrja hvað sé svo leiðinlegt við vestfirskt sjónvarpsefni.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30