Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi
...
Meira
Ekki er gert ráð fyrir því í íslensku ríkiskerfi að langveik börn eldist og þurfi á áframhaldandi aðstoð samfélagsins að halda. Steinunn Rasmus á Reykhólum er móðir Guðnýjar Sæbjargar Jónsdóttur, tvítugrar stúlku, sem þarf umönnun nær allan sólarhringinn. Steinunn segir þjóðfélagið hafa brugðist Guðnýju. Ekkert úrræði er í sjónmáli nema elliheimili. Veikindi Guðnýjar falla undir heilbrigðisráðuneytið en fötlun hennar undir félagsmálaráðuneytið. Ekkert úrræði er til fyrir stúlkuna í kerfinu vegna þess að hún er orðin of gömul.
...Sjónvarpstöðin Skjárinn hefur haldið úti auglýsingaherferð þar sem áhorfendur eru minntir á að þeir hafi val um sjónvarpsefni og bendir í því sambandi á gríðarlegt úrval af efni í svokölluðu Skjábíói. Auglýsingar stöðvarinnar sýna dæmi um það sem talið er vera sérlega leiðinlegt sjónvarpsefni og notar þar myndefni frá Vestfjörðum. Meðal annars getur þar að líta myndir frá Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Ýmsum Vestfirðingum hafa sárnað þessar auglýsingar og spyrja hvað sé svo leiðinlegt við vestfirskt sjónvarpsefni.
...