Tenglar

Að líkindum eiga alþingismenn við persónulegt annríki að búa í jólafríi sínu, sem enn stendur yfir og enn er ekki nærri lokið. Núna í lok venjulegs vinnudags hafa a.m.k. aðeins tveir þingmenn Norðvesturkjördæmis, þeir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, svarað tölvupósti sem Óskar Steingrímsson sveitarstjóri Reykhólahrepps sendi í gær í skráð netföng allra þingmanna kjördæmisins varðandi lokun pósthússins í Króksfjarðarnesi. Þingmenn þessir eru, í stafrófsröð: Einar K. Guðfinnsson, Guðbjartur Hannesson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Herdís Þórðardóttir, Jón Bjarnason, sr. Karl V. Matthíasson, Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson og Sturla Böðvarsson....
Meira
Folald kom í heiminn í svælingsbyl inni í Geiradal í fyrrinótt, en fremur óvenjulegt er að hryssur kasti á þessum árstíma. Þrátt fyrir allt voru mæðgurnar (folaldið er hryssa) nokkuð heppnar með veðrið, sem var hægara en iðulega hefur verið að undanförnu en lítils háttar frost. Eigendur eru Rannveig Harðardóttir og Guðbjörn Jósep Guðjónsson í Nesi. Inda á Reykhólum ákvað að skjóta skjólshúsi yfir merina og folaldið fyrst um sinn og heilsast þeim vel....
Meira
Nú er komið að því að velja nafn á Vestfirska matarverkefnið, sem ætlað er að þróa og markaðssetja mat úr héraði og greint var frá hér á vefnum á sínum tíma. Hér fyrir neðan er listinn með innsendum tillögum. Óskað er eftir áliti á þremur bestu kostunum en jafnframt er velkomið að koma með nýjar tillögur til viðbótar. Viktoría Rán Ólafsdóttir verkefnastjóri hjá Atvest biður um svör sem allra fyrst....
Meira
Enn minnir Viktoría Rán Ólafsdóttir hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á umsóknarfresti vegna styrkja til stuðningsverkefna sem eru að renna út. Að þessu sinni er það annars vegar verkefnið Frumkvöðlastuðningur, en markmið þess er að styðja við nýsköpunarhugmyndir einstaklinga og smærri fyrirtækja með styrkjum til verkefna sem stuðla að framþróun viðskiptahugmynda. Hins vegar er það Framtak, sem veitir starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni aðstoð við að þróa þjónustu eða vöru á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Umsóknarfrestur vegna styrkja til beggja þessara verkefna rennur út á fimmtudaginn, 15. janúar....
Meira
Æðarfugl í þéttum hóp á Breiðasundi.
Æðarfugl í þéttum hóp á Breiðasundi.
1 af 7
Tómas Sigurgeirsson (Tumi) bóndi á Reykhólum segist aldrei áður hafa séð eins mikið af fugli í grennd við Reykhóla á þessum árstíma. Hefur hann þó talsverða reynslu, að ekki sé meira sagt, því að hann hefur alið hér allan sinn aldur og jafnan verið mikið á ferðinni á svæðinu árið um kring. „Maður hefur tekið eftir þessu", segir hann. Auk þess hefur Tumi í mörg ár annast fuglatalningu fyrir Náttúrufræðistofnun, hin síðari árin í félagi við Jón Atla Játvarðarson á Reykhólum. Fyrir fáeinum dögum brá Tumi sér í svolitla sjóferð á gúmmíbátnum Abbadísi sér til afslöppunar fram í Reykhólaeyjar og inn í botn Berufjarðar og hugaði að fuglum, þó að ekki væri þetta formleg fuglatalningarferð. Á leiðinni kom hann við í Kræklingahólma og kíkti þar á minkagildrur....
Meira
Athygli íbúa Reykhólahrepps skal vakin á brunavarnaáætlun, sem gerð hefur verið fyrir starfssvæði Slökkviliðs Reykhólahrepps í samræmi við lög um brunavarnir. Í lögunum segir m.a.: „Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur umsögn Brunamálastofnunar og samþykki sveitarstjórnar. [- - -] Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað, að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu."...
Meira
Ilmandi hákarlinn bíður ...
Ilmandi hákarlinn bíður ...
1 af 2
Ákveðið hefur verið að þorrablótið í Reykhólahreppi verði laugardag 24. janúar eða á öðrum degi þorra. Dagskráin er ekki tilbúin en rétt þykir að láta vita af tímasetningunni þannig að þeir sem vilja sækja fagnaðinn séu með hana á hreinu. Hugmyndakassarnir vegna blótsins eru enn á sínum stöðum í Sparisjóðnum í Nesi og í Hólakaupum. Eins og hér hefur áður komið fram þurfa framlögin í kassana að berast fyrir föstudaginn í þessari viku....
Meira
Frá afmæli Barmahlíðar á liðnu ári. ÓS.
Frá afmæli Barmahlíðar á liðnu ári. ÓS.
Upp hefur komið sú hugmynd, að hér á vef Reykhólahrepps verði greint frá merkisafmælum á næstunni hverju sinni, enda liggi fyrir vitund og samþykki þeirra sem afmælin eiga. Hér yrði um að ræða afmælisbörn búsett í sveitarfélaginu, svo og brottflutta og aðra er tengjast héraðinu. Einnig mætti skjóta þar inn afmælum félaga og stofnana og mannvirkja og öðrum merkisdögum í sögu héraðsins. Jafnframt e.t.v. nafnkunnugs fólks sem horfið er yfir móðuna miklu....
Meira
Jólasveinninn heilsar upp á börnin.
Jólasveinninn heilsar upp á börnin.
Breiðfirðingafélagið heldur að venju árshátíð á þorra og verður hún að þessu sinni rétt í þorrabyrjun, laugardaginn 24. janúar. Veislustjóri verður Davíð Ólafsson en honum til aðstoðar verða þeir Helgi Már Hannesson píanóleikari og Stefán Stefánsson tenórsöngvari. Hljómsveitin Miðaldamenn leikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Miðafjöldi á árshátíðina er takmarkaður og aðeins 185 miðar í boði. Tveimur dögum síðar eða mánudaginn 26. janúar verður aðalfundur félagsins haldinn....
Meira
Hákon Árnason í gönguferð í júlímánuði á liðnu sumri.
Hákon Árnason í gönguferð í júlímánuði á liðnu sumri.
Hákon Árnason, sem búsettur er í Barmahlíð á Reykhólum, er 89 ára í dag, sunnudaginn 11. janúar. Hann fer út að ganga flesta daga ef ekki er mjög hvasst og um síðustu helgi lágu leiðir hans og undirritaðs saman þegar báðir voru í göngutúr. Rétt eins og endranær þegar fundum okkar ber saman röbbuðum við saman góða stund um daginn og veginn, um hina fyrri tíð og þessa, um tímana tvenna og þrenna. Þar kom sögunni hjá Hákoni, að senn ætti hann afmæli. Núna að morgni afmælisdagsins hringdi undirritaður í hann (434 7812) og spurði hvort ekki mætti segja frá afmælinu hérna á vefnum. Og hann hélt það nú! Eitthvað sagðist hann hafa verið hálflasinn núna eina nóttina en væri orðinn eldhress á ný og sagðist eiga von á tertu og þess háttar í síðdegiskaffinu í tilefni afmælisins....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30