Tenglar

Inn á upplýsingasíðuna hér á vefnum sem fram að þessu hefur heitið Veðrið á svæðinu hefur nú verið bætt tenglum á upplýsingar Vegagerðarinnar um færð og veður hverju sinni. Jafnframt hefur nafni síðunnar verið breytt í Veður og færð - sjá valmyndina hér vinstra megin. Þegar farið er þar inn birtast nú ekki einungis tenglar á veðurlýsingu og veðurspá frá Veðurstofu Íslands eins og verið hefur, heldur einnig tenglar á veður og færð á Vestfjörðum og Vesturlandi og tengill á landið í heild og aðra landshluta. Allar nauðsynlegar skýringar ætti að vera þarna að finna. Lítið inn á Veður og færð og skoðið og prófið....
Meira
Bergsveinn á Gróustöðum með sýnishorn af kræklingnum sínum.
Bergsveinn á Gróustöðum með sýnishorn af kræklingnum sínum.
Miðað við reynslu annarra þjóða með svipuð umhverfisskilyrði og Vestfirðingar, svo sem við austurströnd Kanada og í Norður-Noregi, má vænta verulegs ávinnings í eldi og ræktun sjávardýra. Kanadamönnum hefur tekist með skipulegu leiðbeiningastarfi og stefnumörkun stjórnvalda að skapa 3000 störf á 15 árum í ræktun á bláskel. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ræktunarsvæðin séu ísilögð yfir vetrartímann og stöku borgarísjaka reki inn á svæðin. Þar var einfaldlega tekin pólitísk ákvörðun um uppbyggingu og byggðist sú ákvörðun á augljósri sérstöðu þessara svæða. Það sama blasir við á Vestfjörðum....
Meira
Dílaskarfar á skeri austan við Skáleyjar á Breiðafirði. Mynd: Sigurður Ægisson.
Dílaskarfar á skeri austan við Skáleyjar á Breiðafirði. Mynd: Sigurður Ægisson.
Á annað hundrað manns mættu á fund um fuglaskoðunarferðir til Íslands, sem haldinn var á Hótel Sögu í dag. Mikill áhugi er á því að samræma aðgerðir fuglaskoðunarfyrirtækja og var m.a. settur á fót hópur til undirbúnings að stofnun samtaka fyrirtækja í fuglaskoðun. Breski ráðgjafinn Connie Lovel hélt fyrirlestur á fundinum, en hún hefur áður unnið með fyrirtækjum í fuglaskoðun á Falklandseyjum. Í máli hennar kom fram, að í Bandaríkjunum einum eru um 70 milljónir manna sem fara gagngert í ferðir til að skoða fuglalíf. Markhópurinn er því stór og ætla íslensk fyrirtæki sér stóra hluti á næstu árum....
Meira
Vestlendingur ársins: Erla Björk Örnólfsdóttir. Mynd: Skessuhorn.
Vestlendingur ársins: Erla Björk Örnólfsdóttir. Mynd: Skessuhorn.
Erla Björk Örnólfsdóttir, forstöðumaður Varar - Sjávarrannsóknaseturs við Breiðafjörð, er Vestlendingur ársins 2008. Þetta er ellefta árið í röð sem fréttablaðið Skessuhorn gengst fyrir valinu. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Erla Björk var fyrsti starfsmaður Varar, Sjávarrannsóknaseturs á Snæfellsnesi sumarið 2006. Síðan hefur hún aflað starfseminni fjár með vandaðri styrkumsóknagerð og uppskorið ríkulega, þannig að nú eru fimm manns starfandi auk hennar við rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar. Erla Björk hefur unnið frábært brautryðjendastarf og staðið fyrir mörgum áhugaverðum verkefnum. Þá hefur hún miðlað vísindastarfi Varar inn í skóla og aukið þannig áhuga ungs fólks fyrir lífríkinu umhverfis landið. Loks hefur hún hlotið mikla athygli fyrir starf sitt á Snæfellsnesi sem og víðar."...
Meira
Aðalbjörg í sínu náttúrlega umhverfi ásamt smyrslabuðkum.
Aðalbjörg í sínu náttúrlega umhverfi ásamt smyrslabuðkum.
Stefnt er að því að hefja á þessu ári útflutning á græðandi smyrslum úr vestfirskum jurtum, sem framleidd eru á Tálknafirði undir heitinu Villimey. Frá þessum áformum var greint í Svæðisútvarpi Vestfjarða. Frumkvöðullinn Aðalbjörg Þorsteinsdóttir á Tálknafirði framleiðir nú margar tegundir af græðandi jurtasmyrslum sem njóta ört vaxandi vinsælda. Ævintýrið byrjaði sem tilraunir í eldhúsinu hjá Aðalbjörgu en nú er fyrirtækið komið í stórt og rúmgott atvinnuhúsnæði. Segja má að barnið hafi dafnað betur en móðirin átti von á. Villimey er langt frá stærsta markaðinum hérlendis en frá Tálknafirði til Reykjavíkur eru um 400 km. Fyrirtækið er hins vegar nálægt hráefninu. Ekki er hægt að tína jurtirnar á einhverri umferðareyju, heldur eru þær tíndar á stærsta umhverfisvottaða svæði landsins....
Meira
Egill Kristjánsson veitir nafnbótinni Vestfirðingur ársins viðtöku.
Egill Kristjánsson veitir nafnbótinni Vestfirðingur ársins viðtöku.
Vestfirðingur ársins 2008 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is á Ísafirði er Egill Kristjánsson, 88 ára sjómaður á Suðureyri við Súgandafjörð. Egill stundar enn sjóinn og er mikið hreystimenni samkvæmt ummælum lesenda bb.is. „Hann er einn af hornsteinum vestfirsks samfélags, lifandi fyrirmynd fyrir unga sjómenn, hörkutól og einstakt góðmenni", voru ein ummælin. Í opnuviðtali við Egil í vikublaðinu Bæjarins besta sem kemur út í dag kemur fram, að honum hefur aldrei orðið misdægurt á lífsleiðinni og aldrei misst dag úr vinnu á sinni starfsævi, sem spannar heila þrjá aldarfjórðunga....
Meira
Kræklingur í fjöru.
Kræklingur í fjöru.
Vísindarannsóknir á lífríki Breiðafjarðar verða efldar á næstu árum. Því til staðfestingar hafa Snæfellsbær og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík gert með sér samning um stuðning sveitarfélagsins við rannsóknirnar. Samningurinn gildir næstu þrjú árin og felur í sér þriggja milljóna króna framlag frá sveitarfélaginu í rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar. Breiðafjörðurinn er þekktur sem ein mesta matarkista Íslands og þær auðlindir sem þar er að finna hafa bjargað ófáum mannslífum í gegnum aldirnar. Frá þessu var greint í Svæðisútvarpi Vestfjarða....
Meira
Viktoría Rán Ólafsdóttir.
Viktoría Rán Ólafsdóttir.
Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, minnir á að umsóknarfrestur vegna tveggja stuðningsverkefna á Vestfjörðum rennur út á mánudaginn, 12. janúar. Annars vegar er það verkefnið Krásir, sem er fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð, þar sem í boði er fræðsla auk faglegs og fjárhagslegs stuðnings við þróun og sölu matvæla. Hins vegar stuðningsverkefnið Vöruþróun á Vestfjörðum, ætlað starfandi fyrirtækjum á Vestfjörðum sem vilja vinna að nýsköpun, vexti eða umbótum í starfsemi sinni....
Meira
Neil Shiran Þórisson, frkvstj. Vaxtarsamnings Vestfjarða.
Neil Shiran Þórisson, frkvstj. Vaxtarsamnings Vestfjarða.
Vaxtarsamningur Vestfjarða er nú á tímamótum og í samningaviðræðum um endurnýjun. Óvissa ríkir um framtíð samningsins eins og víðast hvar annars staðar miðað við núverandi efnahagsástand, segir í tilkynningu frá Neil Shiran Þórissyni framkvæmdastjóra. Vonir standa þó til þess að hægt verði að endurnýja samninginn til eins árs og framlengja hann síðan til lengri tíma í lok þessa árs. Viðræður eru hafnar við iðnaðarráðuneytið og er áætlað að hægt verði að kynna niðurstöður þeirra í næsta mánuði....
Meira
Eiríkur, Borghildur Birna, Solveig Rúna og Kolfinna Ýr með litlu stúlkuna.
Eiríkur, Borghildur Birna, Solveig Rúna og Kolfinna Ýr með litlu stúlkuna.
1 af 3
Fólki á Reykhólum og í Reykhólahreppi í heild fjölgaði á nýliðnu ári og allt fram á síðasta dag ársins. Þá bættist lítil stúlka í hópinn, þegar Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir kennari ól Eiríki Kristjánssyni eiginmanni sínum þriðju dótturina. Stúlkan litla fæddist korter fyrir fimm síðdegis á gamlársdag og ekki er annað vitað en hún sé síðasta barn ársins hérlendis, þó að það liggi ekki fyrir með fullri vissu. Hún kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans að föðurnum viðstöddum og var 51 cm á lengd og 4.500 grömm eða átján merkur. Fæðingin gekk vel og fjölskyldan kom heim til sín á Hellisbrautina á Reykhólum í gær. Eldri systurnar eru Solveig Rúna, fædd 4. júní 2003, og Borghildur Birna, fædd 9. mars 2006....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30