Tenglar

Árleg sumarferð Breiðfirðingafélagsins verður að Árbliki í Dölum 24. til 26. júní. Á föstudagskvöldinu hittist mannskapurinn, spjallar saman og segir brandara. Fólk er hvatt til að hafa gítar eða harmoniku meðferðis. Á laugardagsmorgun verður farið í skoðunarferð um nágrennið. Kveikt verður upp í grillinu kl. 18 og síðan skemmtir fólk sér fram eftir nóttu. Þetta kemur m.a. fram í nýútkomnu fréttabréfi Breiðfirðingafélagsins. Þar segir einnig, að stöðugt fjölgi þeim sem fá fréttabréfið sent í tölvupósti og það sé töluverður sparnaður fyrir félagið. Til að fá fréttabréfið sent í tölvupósti er þægilegast að senda póst á bf@bf.is.
...
Meira
Fræðslumiðstöð Vestfjarða gengst fyrir námskeiði um jurtir og náttúrulækningar á Reykhólum eða Hólmavík 20. júní. Þátttaka ræður hvor staðurinn verður fyrir valinu en lágmarksfjöldi er átta manns. Kennt verður að þekkja plöntur sem nýttar eru sem tejurtir eða til lækninga. Farið verður yfir útlit plantna og síðan farið í vettvangsferð. Þar safna þátttakendur plöntum og læra um leið að þekkja þær og hvernig gott er að bera sig að við söfnunina. Þá verður farið yfir hvaða aðferðir eru bestar til að geyma plöntur og plöntuhluta, hvaða tæki er helst að nota og fleira því tengt.
...
Meira
„Eftir að hafa ekið Barðaströndina í dag og um Þverdalsskarð til Bíldudals, þykja mér allar kröfur um vegabætur í öðrum landshlutum verða hjóm eitt. Við Austfirðingar eigum við lúxusvandamál að stríða með okkar vegi í samanburði við fólk á sunnanverðum Vestfjörðum. Ég man tímana tvenna í vegamálum, fékk bílpróf 1976 en ég hef aldrei ekið eða verið farþegi í bíl á verri vegi en þeim sem ég ók í dag. Vegir Austurlands æsku minnar voru hraðbrautir miðað við hann.“
...
Meira
10. júní 2011

Ungviði gróðursetur tré

Myndirnar sem hér fylgja tók Guðrún Guðmundsdóttir á Reykhólum fyrir nokkru þegar krakkarnir á „snillingadeild“ leikskólans Hólabæjar voru að gróðursetja tré sem fengin höfðu verið á Skálanesi og bjargað undan vegarlagningu. Gróðursett var við lækinn rétt neðan við bátaverndar- og hlunnindasýningarhúsið (Mjólkurbúið gamla) á Reykhólum.
...
Meira
Andrea Björnsdóttir.
Andrea Björnsdóttir.
Á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag tilkynnti Gústaf Jökull Ólafsson að hann gæfi ekki kost á sér á ný í embætti oddvita hreppsnefndar. Eftir kosningarnar á síðasta ári var hann endurkjörinn oddviti til eins árs en Andrea Björnsdóttir var kjörin varaoddviti. Á fundinum í dag var Andrea kjörin oddviti með atkvæðum allra hreppsnefndarmanna nema hvað hún sjálf sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Eiríkur Kristjánsson var með sama hætti kjörinn varaoddviti. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Sveinn Ragnarsson voru kjörin skrifarar.
...
Meira
Nú er komið tækifæri fyrir verktaka að komast í rammasamning ríkisins um viðhaldsþjónustu fasteigna. Nýtt rammasamningsútboð á þjónustu verktaka í iðnaði nær til viðhaldsverkefna á fasteignum ríkisins um allt land. Þetta tekur til fjölda iðngreina og þjónustuaðila í iðngreinum, svo sem blikksmiða og annarra málmiðnaðarmanna, málara, múrara, pípulagningamanna, rafiðnaðarmanna og trésmiða.
...
Meira
Hjólað af stað frá Bjarkalundi.
Hjólað af stað frá Bjarkalundi.
1 af 2
„Brellurnar“ frá Patreksfirði, sem eru alla þessa viku að hjóla Vestfjarðahring, komu við í Bjarkalundi og gistu þar. Tilgangur ferðarinnar er að safna áheitum fyrir Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur á Patreksfirði, sem er 37 ára og nýorðin lögblind. Heitið Brellurnar er vísun í fjallið fyrir ofan þorpið á Patreksfirði. Brellurnar skipa Björg Sæmundsdóttir, Elín Kristín Einarsdóttir, Halldóra Birna Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir, Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir og Sædís Eiríksdóttir, sem keyrir fylgdarbíl og leysir af að hjóla.
...
Meira
Frá Ólafsdalshátíð 2008.
Frá Ólafsdalshátíð 2008.
„Framundan eru vinnudagar vegna garðræktar í Ólafsdal. Búið er að tæta garðinn í tvígang, útvega lífrænt fiskimjöl frá Neskaupstað og þörungamjöl frá Reykhólum“, segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Garðurinn hefur verið undirbúinn með því að móta beð og setja á hann svartan plastdúk til varnar vexti húsapunts og arfa. Á laugardaginn, 11. júní, verður síðan sett niður í garðinn fjölbreytt flóra mat- og kryddjurta. „Gott að fá sem flesta til aðstoðar! Ef einhver ykkar komast, vinsamlegast látið mig vita í síma 693 2915. Við hefjumst handa kl. 13. Gott ef þeir sem komast tækju með sér skóflur og önnur áhöld sem henta til niðursetningar“, segir Rögnvaldur.
...
Meira
Síðasta helgi var annasöm í Hótel Bjarkalundi vegna sjómannadagsins á Patreksfirði, sem þar var haldinn í sjötugasta skipti. „Fjöldi fólks kom hér við, mikið af brottfluttum Vestfirðingum. Svo komu líka við hjá okkur stórir og miklir kappar sem voru að keppa í Hálandaleikum á Patreksfirði. Mér skildist að þeir væru búnir að reyna við marga stóra steina hér fyrir vestan“, segir Kolbrún Pálsdóttir í Bjarkalundi. „Ég held að flestir þessara manna hafi verið yfir tveir metrar á hæð.“
...
Meira
Björn Kristjánsson háseti glaðbeittur við lestina sem er sneisafull og vel það.
Björn Kristjánsson háseti glaðbeittur við lestina sem er sneisafull og vel það.
1 af 6
Grettir BA 39, hið nýja flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum, fór í morgun í sína fyrstu ferð að sækja þang og kom aftur til hafnar síðdegis. Tveir prammar eru farnir til þangsláttar og tveir aðrir fara í vikunni. Tíðarfar hefur verið óhagstætt og sláttutíminn byrjar óvenju seint að þessu sinni. Grettir fór inn í Kvígindisfjörð að sækja þangið og kom með 66 netpoka eða líklega nær 200 tonn.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30