Tenglar

Við Vaðalfjöll á Jónsmessunótt.
Við Vaðalfjöll á Jónsmessunótt.
Ef Facebooksíðan Gengið um sveit, Reykhólahrepp nær 150 „aðdáendum“ verður dreginn út vinningur, frítt í tvær stuttar göngur eða langa göngu án kjötsúpu fyrir tvo. Göngurnar verða í fjóra daga kringum Jónsmessuna en þar af er raunar ein hjólaferð. Einfalt er að taka þátt í þessu. Smellið á „Líkar þetta“ og deilið, kvittið síðan í athugasemdir og þið eruð komin í pottinn, segir Harpa Eiríksdóttir, ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps. Dregið verður á morgun, 17. júní, og kemur nafnið fram á síðunni. Hún minnir fólk líka á að skrá sig í netpósti eða síma 434 7830 og taka þátt í skemmtilegri gönguhelgi. Sjá nánar um göngurnar hér fyrir neðan.
...
Meira
Olga Þórunn Gústafsdóttir, fjallkona Reykhólahrepps 2008.
Olga Þórunn Gústafsdóttir, fjallkona Reykhólahrepps 2008.
Ungmennafélagið Afturelding (UMFA) í Reykhólahreppi stendur fyrir hátíðarhöldum 17. júní í Bjarkalundi. Fagnaðurinn hefst kl. 14 með ávarpi fjallkonu. Leikir verða með svipuðu sniði og áður undir stjórn Heklu Karenar og Margrétar Björnsdóttur. UMFA verður með til sölu gasblöðrur og sælgæti af öllu tagi. Rómað kaffihlaðborð Hótels Bjarkalundar verður á sínum stað. Ungmennafélagið Afturelding hvetur fólk til að koma og eiga glaðan og skemmtilegan dag saman.
...
Meira
Ljósm. Árni Geirsson.
Ljósm. Árni Geirsson.
Atli Georg Árnason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum. Einn af stjórnarmönnum fyrirtækisins tilkynnti þetta á fundi með starfsfólki í morgun. Starf framkvæmdastjóra verður auglýst eins fljótt og tök eru á. Þangað til nýr hefur verið ráðinn mun Þorgeir Samúelsson framleiðslustjóri verksmiðjunnar sjá um daglegan rekstur, sem verður með óbreyttu sniði.
...
Meira
Assan er að sjálfsögðu í merki félagsins.
Assan er að sjálfsögðu í merki félagsins.
Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi opnar handverks-, nytja- og bókamarkað í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi kl. 16 á föstudaginn, 17. júní. Fyrir utan handverkið og bækurnar verða til sölu nytjahlutir af ýmsu tagi, svo sem búsáhöld, skrautmunir, fatnaður og skór. Þarna verður líka prjónahorn, leiksvæði fyrir börnin og kaffi á könnunni. Opið verður allar helgar í sumar kl. 13-18 og einnig á virkum dögum í júlímánuði á sama tíma.
...
Meira
Gróustaðir og gönguleiðin á fjallið. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Gróustaðir og gönguleiðin á fjallið. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Gönguhópurinn Fjallagarpar í Reykhólahreppi fer í gönguferðir hér og þar á hverju miðvikudagskvöldi í allt sumar. Í síðustu viku var gengið á Vaðalfjöll ofan við Bjarkalund en annað kvöld verður gengið á Króksfjarðarhyrnu. Enda þótt hæðin sé nokkur í þessum tveimur gönguferðum er lögð áhersla á léttar göngur. Allir eru velkomnir í hópinn og kostnaður enginn. Annað kvöld er ætlunin að leggja upp frá Gróustöðum við Gilsfjörð kl. 20. Þátttakendur hverju sinni geta komið með tillögur um næstu göngu.
...
Meira
Hnjótur í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Hnjótur í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Opnuð hefur verið sýningin Franskir sjómenn við Íslandsstrendur á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð. Hún samanstendur af gömlum myndum og munum, mörgum yfir 100 ára, sautján plakötum um helstu samskipti Fransmannanna við landsmenn, frönskum og íslenskum bókum um útgerð þeirra á Íslandsmið, og jafnframt nútímahorni þar sem nýju samskiptunum er lýst.
...
Meira
Frá vorfagnaði Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins. Myndin er fengin á vef félagsins.
Frá vorfagnaði Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins. Myndin er fengin á vef félagsins.
Engar breytingar urðu á aðalstjórn Barðstrendingafélagsins á aðalfundi þess fyrir nokkru. Sú breyting varð á varastjórn að Einar Óskarsson frá Firði gaf ekki kost á sér áfram en í hans stað kom Hugrún Einarsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Barðstrendingafélagins, Sumarliða pósti, 174. tölublaði. Meðal efnis í fréttabréfinu má nefna samantekt Jónínu Hafsteinsdóttur, sem nefnist Nokkrar gamlar vísur. Þar eru vísur úr safni Ármanns Einarssonar frá Brekkuvelli, sem lést á síðasta hausti.
...
Meira
Smellið á kortið til að stækka það.
Smellið á kortið til að stækka það.
Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), sem undanfarin þrjú ár hefur gengist fyrir siglingu súðbyrtra trébáta um Breiðafjörð, gengst nú fyrir slíkri bátahátíð dagana 2.-3. júlí. Félagið hefur súðbyrðinginn í öndvegi og vinnur að verndun hans og kynningu. Líka stendur félagið að sýningunni Bátavernd og hlunnindanytjar, sem opnuð var á Reykhólum um síðustu mánaðamót í samvinnu við Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu, svo og Reykhólahrepp.
...
Meira
Reykhólakirkja í mildu skini rísandi sólar eldsnemma á páskadagsmorgun 2011.
Reykhólakirkja í mildu skini rísandi sólar eldsnemma á páskadagsmorgun 2011.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur verður með tvær guðsþjónustur á Reykhólum á hvítasunnudag. Kl. 14.30 verður helgistund í Barmahlíð en kl. 20 verður í Reykhólakirkju sameiginleg kvöldmessa sóknanna í prestakallinu. Viðar Guðmundsson leikur á orgelið og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn.
...
Meira
Jón Þorsteinn Sigurðsson.
Jón Þorsteinn Sigurðsson.

Velferðarráðherra hefur skipað Jón Þorstein Sigurðsson sem trúnaðarmann fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum. Trúnaðarmannakerfi er eitt af þeim atriðum sem koma þurfti á við endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks í haust og var reglugerð um trúnaðarmenn sett nokkru eftir áramót.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30