7. júní 2011
Horft til framtíðar í Flatey á Breiðafirði
Hvernig kemur samfélag sér saman um helstu gildi og framfaramál? Um þessar mundir undirbýr Framfarafélag Flateyjar svokallaðan Samfélagssamning Flateyinga. Samningurinn er afrakstur Eyjaþings sem haldið var í ágúst á síðasta ári. Samningurinn hefst á þessum orðum: „Okkur er ljóst að lífið hefur hagað því svo að við erum um skeið gæslumenn Flateyjar, náttúru, menningar og sögu, og fáum að njóta hér einstakra gæða meðan svo varir.“ Öllum sem þess óska og tengjast Flatey býðst að skrifa undir samninginn, íbúum sem eiga þar lögheimili eða hafa þar dvalarstað, þeim sem sinna þjónustu við Flatey og Flateyinga, þeim sem tengjast skipulags-, umhverfis- og verndarmálum og þeim sem fara með stjórnsýslu fyrir Flatey.
...
Meira
...
Meira