Tenglar

Mestur hluti hópsins skömmu áður en lagt var af stað frá Grettislaug.
Mestur hluti hópsins skömmu áður en lagt var af stað frá Grettislaug.
1 af 3
Þátttakendur í Kvennahlaupinu á Reykhólum í morgun voru rétt um fjörutíu talsins á öllum aldri, þar á meðal einn hundur (karlkyns þrátt fyrir tilefni dagsins). Ekki var mjög hlýtt í veðri - vestsuðvestanáttin fremur nöpur þrátt fyrir liðlega sjö stiga lofthita. Sprækar stelpur tóku undir eins á sprett en flestar aðrar fóru hægar yfir, ekki síst þær sem voru með barnakerrur eða leiddu lítil börn sér við hönd.
...
Meira
Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi stefnir að því að opna markað sinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hann verður síðan opinn allar helgar allt fram til ágústloka. Hugsanlega verður einnig opið á virkum dögum einhvern hluta sumars. Auk handverksins verður Assa áfram með nytja- og bókamarkaðinn sem heppnaðist einstaklega vel í fyrra.
...
Meira
Á morgun, sjómannadaginn, leggja „Brellurnar“ af stað til að hjóla Vestfjarðahring sem er um 640 km. Tilgangur ferðarinnar er að safna áheitum fyrir Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur á Patreksfirði. Fríða er 37 ára og nýorðin lögblind. Eins og gefur að skilja hefur það ýmsar breytingar í för með sér. Aðbúnaður og breytingar sem snúa að heimilinu og kaup á tölvu sem styður forrit eins og talgervil eru meðal annars hlutir sem munu bæta lífsgæði Fríðu til muna.
...
Meira
Sundæfingar og frjálsíþróttaæfingar á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar (UMFA) í Reykhólahreppi hefjast á mánudaginn undir stjórn Andreu Björnsdóttur og Olgu Þórunnar Gústafsdóttur. Félagið annast hátíðarhald í Reykhólahreppi á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem eins og undanfarin ár verður í Bjarkalundi. Helstu atriðin í starfi félagsins í sumar fara hér á eftir.
...
Meira
Einleikurinn Ótuktin verður sýndur í Bragganum á Hólmavík kl. 20 á sunnudag. Um er að ræða leikrit með söngvum sem flutt er af Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. Leikgerðina vann Valgeir Skagfjörð og jafnframt spilar hann á hljóðfæri. Leikritið er byggt á bók Önnu Pálínu Árnadóttur og fjallar um glímuna við Kröbbu frænku. Bókin fór beint á metsölulista þegar hún kom út vorið 2004 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Anna Pálína greindist með krabbamein 39 ára gömul. Jafnframt hefðbundinni krabbameinsmeðferð notfærði hún sér hugleiðslu og óhefðbundnar lækningar. Í sinni dýpstu örvæntingu lifði hún líka ómetanlegar hamingjustundir og byggði upp andleg verðmæti sem standa eftir í þessari uppörvandi bók. Anna Pálína var dáð vísnasöngkona og vinsæll þáttagerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu.
...
Meira
Frá Kvennahlaupinu á Reykhólum 2008.
Frá Kvennahlaupinu á Reykhólum 2008.
Lagt verður af stað í Kvennahlaupið 2011 frá Grettislaug á Reykhólum kl. 10 í fyrramálið, laugardag. Vegalengdir eru 2 km, 5 km og 7 km. Frítt í sund eftir hlaup. Tekið er fram, að ekki þarf að hlaupa heldur má líka ganga. Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna. Engin tímataka er í hlaupinu og því er ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs. Núna í ár er Kvennahlaupið í samstarfi við Styrktarfélagið Líf og slagorð hlaupsins að þessu sinni er Hreyfing allt lífið.
...
Meira
Íbúum Reykhólahrepps er boðið á „opið hús“ á nýju sýningunni í Mjólkurbúinu á Reykhólum á föstudagskvöld. Húsið verður opnað klukkan átta og mannskapurinn sem stendur að verkefninu býður þeim sem koma upp á léttar veitingar, smárétti og kaffi. Jafnframt er stórfróðlegt að skoða hvernig húsakynnin hafa tekið algerum stakkaskiptum frá því sem var og sjá allt sem þar hefur verið komið fyrir. Bátasafnsmaðurinn gamli Hjalti Hafþórsson, sem undanfarið hefur lagt nótt við dag til að hægt yrði að opna sýninguna núna um mánaðamótin, vonast til að sem allra flestir komi og eigi góða og skemmtilega stund saman.
...
Meira
Guðrún, Friðrún og Björg með börnunum þremur sem voru að kveðja Hólabæ.
Guðrún, Friðrún og Björg með börnunum þremur sem voru að kveðja Hólabæ.
1 af 3
Þrír krakkar kvöddu í gær „fyrir aldurs sakir“ leikskólann sinn, Hólabæ á Reykhólum, þau Aníta Hanna, Ketill og Margrét Helga. Síðan tekur við næsta þrepið í lífströppunum - grunnskólinn á komandi hausti. Á kveðjustundinni færðu þau gamla leikskólanum sínum sitt hverja rifberjaplöntuna að gjöf.
...
Meira
Fyrir hálfum mánuði eða svo auglýsti starfsfólkið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum eftir kofa sem hentað gæti fyrir hænsni á lóðinni við heimilið. Eftirtekjur urðu heldur rýrar og núna skal bætt um betur. Kofinn gæti verið um tíu fermetrar og manngengur. Væntanlega liggja slíkir kofar ekki á lausu en þá er í staðinn óskað eftir timbri til að smíða slíkan kofa. Fyrirhugað „hænsnabú“ er ekki ætlað til sérstakra búdrýginda fyrir mötuneytið heldur til yndisauka bæði fyrir starfsfólkið og þó miklu frekar fyrir heimilisfólkið í Barmahlíð. Samt væri nú ekki leiðinlegra að hafa heimaegg í baksturinn.
...
Meira
Gistiheimilið Álftaland hefur talist staðarprýði á Reykhólum en núna hefur verið bætt um betur. Um miðjan maí kom verktaki og skipti um jarðveg kringum húsið á einni helgi og síðan var drifið í lagningu á hellum og þökum. Jafnframt var komið fyrir tveimur heitum pottum undir nýjum skjólgarði rétt við húsið. Meðfylgjandi myndir voru teknar meðan á þökulagningunni stóð. Þar getur einnig að líta Steinar Pálmason, eiganda Álftalands, og tíkina Skottu. Jafnframt er litið inn í setustofuna (þar sem Sigfús Halldórsson samdi Litlu fluguna) svo og borðstofuna.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30