Tenglar

Reykhólahreppur stendur fyrir umhverfisdegi í dag, laugardag. Allir íbúar hreppsins eru hvattir til að taka þátt í verkefninu og fegra sitt nánasta umhverfi. Jafnframt er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum við að snyrta opin svæði í nágrenni Reykhóla. Ábúendur lögbýla eru hvattir til að taka plast úr girðingum, hreinsa skurði og annað tilfallandi. Kl. 13.30 mun svo Reykhólahreppur bjóða þátttakendum upp á grillaðar pylsur í Hvanngarðabrekku (Kvenfélagsgarðinum) á Reykhólum.
...
Meira
Skólastarfi vetrarins í Reykhólaskóla verður slitið formlega í dag 26. maí kl. 16.00 við hátíðlega athöfn í Reykhólakirkju.  Eftir athöfnina býður skólinn uppá kaffisamsæti og sýningu á vetrarstarfi nemenda í skólanum.

Atli Georg Árnason frkvstj., Elínborg og Aðalbjörg Egilsdætur verðlaunasystur og Ivan Duke stjórnarformaður Þörungaverksmiðjunnar hf.
Atli Georg Árnason frkvstj., Elínborg og Aðalbjörg Egilsdætur verðlaunasystur og Ivan Duke stjórnarformaður Þörungaverksmiðjunnar hf.
Við léttan hádegisverð í gær í boði Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum í tilefni af komu nýja þang- og þaraflutningaskipsins Grettis, þar sem boðið var ótakmarkað vinum og velunnurum fyrirtækisins, var afhent viðurkenningarskjal vegna nafngiftarinnar á skipinu. Eins og áður hefur verið greint frá varð tillaga systranna Aðalbjargar og Elínborgar Egilsdætra á Mávavatni við Reykhóla fyrir vali dómnefndar.
...
Meira
Til 26. ágúst verða ókeypis í boði nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri ef foreldrar eða forráðamenn eru með litlar tekjur. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt. Tekið verður við umsóknum til 1. júní.
...
Meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur óskað eftir því að starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins skoði sérstaklega kosti og galla sameiningar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar ásamt því að skoða aðra sameiningarmöguleika innan Vesturlands. Með tilkomu vegarins um Arnkötludal (Þröskulda) hefur „landslagið“ breyst á þessu svæði og möguleikar á samstarfi stóraukist. Nú þegar hafa sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppur stofnað sameiginlega félagsþjónustu auk þess sem Reykhólahreppur er að skoða aðkomu að Sorpsamlagi Strandasýslu.
...
Meira
Vakin er athygli á því, að samkvæmt 10. gr. laga nr. 138/1994 um húsaleigubætur skal sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til áramóta. Skrifstofa Reykhólahrepps ákvað að bótaþegar með ótímabundinn leigusamning þyrftu ekki að sækja um húsaleigubæturnar aftur um síðastliðin áramót, þar sem upplýsingar um launatekjur væru þær sömu og á fyrri umsóknum, og kalla þá frekar eftir afritum af nýjum skattframtölum þegar þeim hefur verið skilað.
...
Meira
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Skálanes í Reykhólahreppi síðustu daga að krækja sér í trjáplöntur. Verktakinn er reyndar byrjaður á starfi sínu við nýja veginn en samt er eitthvað eftir af trjám sem hirða mætti. Ítrekað skal það sem nefnt var í fyrri frétt hér á sunnudag, að hafa þarf samband við Hallgrím Jónsson á Skálanesi svo að hann geti vísað á staðinn. Ekki er svo mjög langt síðan birkið var gróðursett þarna þannig að það er í góðu standi enda vel ættað.
...
Meira
Reykhólahreppur auglýsir eftir starfsmanni við heimaþjónustu í sumarafleysingum frá 1. júní til 31. ágúst. Um er að ræða tvö heimili. Unnið er fjóra tíma í viku á hvoru heimili, sem samsvarar 20% vinnu. Einnig er möguleiki að ráða tvo starfsmenn í 10% vinnu hvorn.
...
Meira
Gylfi og Beggi í endunum við komu Grettis í heimahöfn á Reykhólum.
Gylfi og Beggi í endunum við komu Grettis í heimahöfn á Reykhólum.
Til íbúa Reykhólahrepps og annarra velunnara Þörungaverksmiðjunnar hf. Það verður léttur hádegisverður í matsalnum hjá okkur í Þörungaverksmiðjunni hf. í dag, 17. maí, til að fagna komu Grettis BA 39. Með það í huga viljum við bjóða ykkur sem áhuga hafa á að fagna með okkur að koma og vera með okkur á milli 1200 og 1330. Vonumst til að sjá sem flesta ;-)
...
Meira

Um fyrri helgi bauð heimilisfólkið á Hríshóli í Reykhólasveit krökkunum í leikskólanum Hólabæ á Reykhólum og fjölskyldum þeirra í heimsókn. Meðal annars fengu krakkarnir að kíkja í fjárhúsin og skoða lömbin sem nýkomin voru í heiminn. Guðmundur slökkviliðsstjóri á Grund mætti á slökkvibílnum og krakkarnir og nokkrir foreldrar fengu að fara í sérstæðan bíltúr. Foreldrafélag Hólabæjar bauð upp á grillaðar pylsur og djús. Heimboð og ferðir af þessu tagi gefa lífinu lit. Hvernig ætti annað að vera í mildasta og fegursta héraði heims?

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30