Tenglar

Sumartíminn í Grettislaug á Reykhólum gengur í garð núna um mánaðamótin. Opið verður sem hér segir:
...
Meira
Námskeið um söfnun og notkun íslenskra lækningajurta verður haldið í Búðardal fimmtudaginn 9. júní kl. 17.30-19. Farið verður yfir helstu atriði í þessum efnum og hvernig útbúa á jurtablöndur. Námskeiðið verður haldið í Auðarskóla en fer þó að mestum hluta fram úti í náttúrunni. Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri og gott er að hafa með sér skæri, ílát undir jurtir, t.d. körfu, og kannski flórubók þó að hún sé ekki nauðsynleg.
...
Meira
Núna á vormánuðum hafa gríðarmiklar framkvæmdir staðið yfir í Mjólkurbúinu á Reykhólum, eins og húsið hefur löngum verið kallað. Á morgun, 1. júní, verður opnuð þar ein sýning helguð bátavernd og hlunnindanytjum. Áður var þetta í tvennu lagi og bátasafnið raunar aldrei opið formlega á sérstökum tímum. Núna var allt hreinsað innan úr húsinu og stórt op gert á steinvegg sem aðskildi bátana og hlunnindasýninguna. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar á framkvæmdatímanum. Hitann og þungann af verkinu hefur Hjalti Hafþórsson borið, en hann var á sínum tíma einn af frumkvöðlum Bátasafns Breiðafjarðar og hefur starfað í þágu þess frá upphafi. Ýmsir fleiri hafa þó lagt hönd á plóginn.
...
Meira
Frá seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2010. Ljósm. Brian Berg.
Frá seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2010. Ljósm. Brian Berg.
Við fyrri úthlutun 2011 hlutu 34 verkefni styrki frá Menningarráði Vestfjarða, samtals kr. 14.650.000. Umsóknir sem bárust voru 97 og segir í tilkynningu að úr vöndu hafi verið að ráða því að bæði hafi umsóknirnar verið óvenjulega margar og vandaðar. „Hefði stjórn Menningarráðsins gjarnan viljað hafa meira fjármagn til ráðstöfunar að þessu sinni, bæði til að styrkja fleiri góð verkefni og einnig til að upphæðir til einstakra verkefna gætu verið hærri.“
...
Meira
Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðatengdri þjónustu við fuglaskoðara á þátttöku í sýningunni Birdfair sem fram fer í Rutland á Englandi 19.-21. ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem Íslandsstofa, áður Útflutningsráð Íslands, skipuleggur þátttöku í þessari fjölsóttu og mikilvægu sýningu. Markmiðið er að kynna Ísland sem áfangastað til fuglaskoðunar hjá erlendum fuglaskoðurum. Rúmlega 20 þúsund manns sækja sýninguna á ári hverju og sýnendur, sem eru um 300 talsins, koma víða að úr heiminum.
...
Meira
Frá hinum gamla og merka bæ Stykkishólmi við Breiðafjörð.
Frá hinum gamla og merka bæ Stykkishólmi við Breiðafjörð.
Bærinn gamli Stykkishólmur við Breiðafjörð hefur verið útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu árið 2011 fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni og umhverfishugsun eru í forgrunni.
...
Meira
Minnispeningur í 70 eintaka upplagi hefur verið sleginn í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Patreksfirði 8. júní 1941. Peningurinn sem er í fallegri öskju er úr bronsi, fimm cm í þvermál. Hver peningur er tölusettur og númerið slegið í röndina. Ísspor í Reykjavík gróf mótið og annaðist myntsláttuna en hönnun var í höndum Magnúsar Ólafs Hanssonar og Einars Jónssonar.
...
Meira
Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn.
Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn.
„Þær hafa verið vænar“, sagði Árni Arnar Sigurpálsson hótelstjóri í Bjarkalundi í samtali við Morgunblaðið, aðspurður um bleikjurnar sem hann og fleiri hafa verið að veiða í Berufjarðarvatni rétt neðan við hótelið. „Þetta er staðbundin bleikja og mjög góð.“ Árni segir mjög vænar bleikjur hafa veiðst og þær fari stækkandi með hverju árinu. „Þær stærstu hafa verið sjö til átta pund. Það er engin rosaveiði, bleikjan er dyntótt eins og menn þekkja, en stundum fást mjög fallegir fiskar.“
...
Meira
Lendurnar neðan við Reykhólaþorp. Langavatn í forgrunni. Svifdrekamyndina tók Árni Geirsson.
Lendurnar neðan við Reykhólaþorp. Langavatn í forgrunni. Svifdrekamyndina tók Árni Geirsson.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps beinir þeim eindregnu tilmælum til fólks að taka fyllsta tillit til þess að núna stendur varptíminn yfir. Ekki síst er fólk beðið að vera alls ekki með lausa hunda í varplandi. Reyndar er allur Reykhólahreppur eitt allsherjar varpland. Hvort sem litið er til lands eða eyja er héraðið fjölbreyttasta búsvæði fugla hérlendis og fuglalífið ein af helstu dásemdum þess.
...
Meira
Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík.
Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík.
Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík heldur vortónleika sína í Hólmavíkurkirkju í dag, sunnudag, og hefjast þeir kl. 16. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda. Kórinn mun meðal annars flytja lög eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, Magnús Eiríksson og Guðmund Jónsson, sem Kjartan Valdimarsson píanóleikari útsetti sérstaklega fyrir kórinn. Auk þess eru á efnisskránni lög eftir Bubba Morthens, KK, Egil Ólafsson, Trausta Bjarnason og fleiri. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30