18. apríl 2011
Táningur í tölvunni á Hólmavík
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Með táning í tölvunni kl. 20 á miðvikudagskvöld í Félagsheimilinu á Hólmavík. Höfundur verksins er Ray Cooney, einn virtasti farsahöfundur nútímans, en leikstjóri er Arnar Snæberg Jónsson. Þýðandi er Jón Stefán Kristjánsson leikari. Hér er um að ræða nútímalegt verk sem hefur allt til að bera sem prýðir góðan gamanleik, segir í tilkynningu frá félaginu. Sjö leikarar fara með hlutverk og nokkrir þeirra að stíga í fyrsta sinn á svið með Leikfélagi Hólmavíkur. Auk leikaranna sjálfra tekur fjöldi fólks þátt í verkinu að tjaldabaki.
...
Meira
...
Meira