Tenglar

Frá æfingu hjá Leikfélagi Hólmavíkur.
Frá æfingu hjá Leikfélagi Hólmavíkur.
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Með táning í tölvunni kl. 20 á miðvikudagskvöld í Félagsheimilinu á Hólmavík. Höfundur verksins er Ray Cooney, einn virtasti farsahöfundur nútímans, en leikstjóri er Arnar Snæberg Jónsson. Þýðandi er Jón Stefán Kristjánsson leikari. Hér er um að ræða nútímalegt verk sem hefur allt til að bera sem prýðir góðan gamanleik, segir í tilkynningu frá félaginu. Sjö leikarar fara með hlutverk og nokkrir þeirra að stíga í fyrsta sinn á svið með Leikfélagi Hólmavíkur. Auk leikaranna sjálfra tekur fjöldi fólks þátt í verkinu að tjaldabaki.
...
Meira
Fyrir miðju situr leikstjórinn Solla Magg á læri Egils á Mávavatni. Steinunn Rasmus píanóleikari er næstyst t.v. í aftari röð á milli Gústa oddvita og Ingvars meistarakokks.
Fyrir miðju situr leikstjórinn Solla Magg á læri Egils á Mávavatni. Steinunn Rasmus píanóleikari er næstyst t.v. í aftari röð á milli Gústa oddvita og Ingvars meistarakokks.
1 af 2
Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi stefnir að frumsýningu 30. apríl á söngskemmtun byggðri á sívinsælum lögum og textum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Meðfylgjandi myndir fékk vefurinn sendar en þær voru teknar á æfingu í Bjarkalundi. Ef sýningargestir skemmta sér eins vel og þátttakendurnir gera á æfingum - og varla verður það dregið í efa - er tilganginum náð.
...
Meira
Stjórnin: Elfar, Ómar, Jón, Matthildur, Dagný og Ragnheiður. Eigandi myndar: Matthildur Helga- og Jónudóttir.
Stjórnin: Elfar, Ómar, Jón, Matthildur, Dagný og Ragnheiður. Eigandi myndar: Matthildur Helga- og Jónudóttir.
Á sjöunda tug sótti Listamannaþing Vestfjarða, sem haldið var á Ísafirði um síðustu helgi. Í þinglok var Félag vestfirskra listamanna stofnað. Allir sem ganga í félagið fyrir ágústlok teljast stofnfélagar, jafnt einstaklingar, fyrirtæki og félög sem með einhverjum hætti geta talið sig vestfirsk, hvort sem aðsetrið er á Vestfjörðum eða ekki. Félagið er jafnt fyrir lærða og leika og alls engin skylda að félagar séu listafólk heldur aðeins njótendur listar.
...
Meira
Jörfagleði Dalamanna stendur sem hæst eins og hér hefur komið fram. Viðburðir eru á ýmsum stöðum í sýslunni en fyrir fólk í Reykhólahreppi er styst að fara í Skriðuland. Þar verður kaffihlaðborð á morgun, sunnudag, milli kl. 15 og 20. Ekki ætti að spilla að vertinn í Skriðulandi er úr Reykhólasveitinni, Dóra frá Hafrafelli.
...
Meira
Auglýst er eftir ritara á skrifstofu Reykhólahrepps. Allar nánari upplýsingar er að finna hér.
...
Meira
Notendur þessa vefjar skulu minntir á fundargerðir hreppsnefndar Reykhólahrepps og undirnefnda hans, sem settar eru inn í dálkinn Fundargerðir neðst til vinstri jafnskjótt og þær berast. Á fundi hreppsnefndar í gær voru liðlega þrjátíu mál tekin til meðferðar, þar á meðal afgreiðslur undirnefnda sveitarfélagsins til staðfestingar eða synjunar. Samþykkt var að ganga til samninga við Stekkjarlund ehf. (Bjarkalund) um ferðaþjónustu í Reykhólaskóla í sumar. Tvö tilboð bárust og klofnaði hreppsnefnd í afstöðu sinni til þessa máls.
...
Meira
Leikið var á langspil á gleðifundum fyrri tíða og dansað uns dagur rann.
Leikið var á langspil á gleðifundum fyrri tíða og dansað uns dagur rann.
Jörfagleði Dalamanna hófst í gær með tónleikum Megasar, Rúnars Þórs og Gylfa Ægissonar. Þétt og fjölbreytt dagskrá stendur allt fram á miðvikudag þar sem ótalmargt er til skemmtunar og menningarauka. Jörfagleði á fyrri tíð var vinsæl hjá almenningi en geistleg og veraldleg yfirvöld höfðu á henni illan bifur vegna siðleysis og þar kom að hún var bönnuð. Nú eru aðrir tímar. Svo merkilegt sem það er í ljósi sögunnar, þá var sjálfur sýslumaður Dalamanna helsti hvatamaður þess að Jörfagleði var endurvakin.
...
Meira
Gunnlaugur Pétursson.
Gunnlaugur Pétursson.
„Þórólfur Halldórsson skrifaði nýlega pistil á Reykhólavefinn og á bb.is um leið B og það gerði einnig Úlfar B. Thoroddsen, sem telur „óbilgjarna afstöðu landeigenda á Hallsteinsnesi“ hafa staðið í vegi fyrir þessari leið. Þetta sama álit kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu þann 8. apríl, þar sem ekki er hægt að skilja annað en að eingöngu „landeigendur hafi staðið í vegi fyrir leið B“. Þar stendur einnig að „Hæstréttur hafi ógilt úrskurð umhverfisráðherra vegna galla í umhverfismati“. Þetta hvort tveggja er auðvitað ekki rétt ...
...
Meira
Efnt var til íbúafundar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í gær, hins fyrsta í sögu heimilisins. Allt það heimilisfólk sem á annað borð treysti sér til sat fundinn auk starfsfólksins sem þá var að vinna. Leitað var eftir áliti heimilisfólks á dvölinni í Barmahlíð, hvað þar þætti í góðu lagi og ekki síður því hvað mætti betur fara. Starfsfólk Barmahlíðar hefur kynnt sér Eden-stefnuna svokölluðu og sótt námskeið í þeim tilgangi og var fundurinn haldinn í framhaldi af því. Heimilislegt andrúmsloft og umhverfi er kjarninn í Eden-hugmyndafræðinni. Inntak hennar er að skapa þá tilfinningu, að fólk búi ekki á stofnun heldur á heimili þar sem því líður vel.
...
Meira
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps tók á fundi sínum í gær öðru sinni til afgreiðslu erindi Eiríks Kristjánssonar varðandi flutning hreindýra til Vestfjarða. Eftirfarandi var bókað: „Nefndin samþykkir að beina því til Umhverfisstofnunar að gerð verði rannsókn á gróður- og veðurfari á Vestfjörðum í tengslum við flutning á hreindýrum á svæðið með tilliti til gróðurverndunar og einnig smithættu á milli hreindýra og sauðfjár.“ Þessi bókun nefndarinnar, sem er frábrugðin fyrri bókun hennar um sama erindi, verður tekin til afgreiðslu á fundi hreppsnefndar á fimmtudag.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30