Tenglar

Reykhólahreppur óskar eftir tilboðum frá áhugasömum sem vilja taka að sér sumarrekstur í Reykhólaskóla sumarið 2011. Leigutími er frá 1. júní til 25. ágúst. Húsnæðið sem reksturinn gæti tekið til er gamla heimavistin í skólanum, íþróttahúsið, borðsalur skólans og tvö eldhús. Allur búnaður sem fyrir er fylgir, þ.e. borð, áhöld og borðbúnaður og dýnur í rúmum. Þegar eru bókanir í gistingu í sumar. Hægt verður að vera með veitingarekstur í skólanum skv. leyfi fyrir gistirými í III. flokki.
...
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um IceSave verður á morgun, þriðjudag 5. apríl kl. 13-15. Kosið verður á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum. Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450 2200. Auk þess er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Patreksfirði og hjá öðrum sýslumönnum.

...
Meira
Enn er langt í heyskap hjá bændum en þangsláttur er að hefjast hjá Þörungaverksmiðjunni hf. á Reykhólum og stendur fram á haust. Sex sláttuprammar eru í eigu verksmiðjunnar og verða væntanlega allir að starfi, að sögn Atla Georgs Árnasonar framkvæmdastjóra. Verktakar annast sláttinn og tveir menn á hverjum pramma. Slegið er klóþang á grunnsævi. Klóþangið er önnur tegundanna tveggja sem verksmiðjan notar sem hráefni til mjölframleiðslu sinnar.
...
Meira
Svæðið sem breytingin nær til skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps.
Svæðið sem breytingin nær til skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps.
Vegna fyrirhugaðrar breytingar á Vestfjarðavegi frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði er í undirbúningi breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana eru lagðar fram verkefnislýsingar á því hvernig staðið verður að skipulagsgerðinni og umhverfismati.
...
Meira
Séra Matthías Jochumsson. Teikning: Olav Rusti 1911.
Séra Matthías Jochumsson. Teikning: Olav Rusti 1911.
Opnaður hefur verið nýr undirvefur á vef Reykhólahrepps - Dætur og synir héraðsins - í valmyndinni vinstra megin. Þar ætti eiginlega að taka fram, eins og iðulega er gert, að vefurinn sé í smíðum. Réttara væri þó að segja að hann verði stöðugt í smíðum - vonandi. Tveir kostir birtast þegar þarna er smellt, annars vegar Æviatriði nýlátinna, hins vegar Úr ýmsum áttum. Eins og tekið er fram í inngangsorðum að liðnum Úr ýmsum áttum er yfirskriftin Dætur og synir héraðsins ekki rétt í öllum tilvikum. Þannig geta Grettir Ásmundarson og fóstbræðurnir Þorgeir og Þormóður ekki talist í þeim hópi þótt frásögnin af frægri veturvist þeirra saman á Reykhólum sé tekin þarna með.
...
Meira
Guðmundur Sveinsson.
Guðmundur Sveinsson.
Guðmundur Sveinsson, Mundi í Gröf, andaðist á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 24. mars 2011, níræður að aldri. Hann var jarðsunginn í Reykhólakirkju á laugardag og jarðsettur í kirkjugarðinum á Reykhólum, þar sem hann hvílir í félagsskap margra systkina sinna. Hann var síðastur í þeim stóra hópi að kveðja þennan heim. Systkinin voru tólf og þar af komust tíu til fullorðinsára og náðu góðum aldri.
...
Meira
Allir eru velkomnir á fund í matsal Reykhólaskóla á mánudagskvöld kl. 20 þar sem lagðar verða línur í átaki um breyttan lífsstíl hjá fólki í Reykhólahreppi og kannski víðar. „Mér datt í hug að spyrja Atla Georg framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar hvort fyrirtækið vildi taka þátt í svona átaki og jafnvel að gefa hvatningarverðlaun fyrir besta árangurinn. Hann tók mjög vel í það“, segir Sólveig Sigríður Magnúsdóttir á Reykhólum. „Björk Stefánsdóttir slóst í hópinn og við ræddum þetta fram og til baka og ákváðum að byrja strax á mánudagskvöldið. Atli kom með nafn á væntanlegan lífsstílshóp og verður hann kallaður Önnur sýn.“
...
Meira
Þjóðvegurinn í Kjálkafirði.
Þjóðvegurinn í Kjálkafirði.
Þjóðvegurinn um Austur-Barðastrandarsýslu kom við sögu í einni af gabbfréttunum 1. apríl. Fréttavefurinn bb.is á Ísafirði sagði að Vestfirðir væru ekki lengur á lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu áfangastaði heims eftir að hafa komist á hann á síðasta ári. Fréttin var skrifuð í samvinnu við Gústaf Gústafsson, forstöðumann Markaðsstofu Vestfjarða, sem kvaðst hafa leitað skýringa. Hann sagði að Vestfirðir hefðu verið teknir af listanum vegna kvartana ferðafólks eftir að hafa ekið þessa leið.
...
Meira

F. í Djúpadal í Gufudalssveit 8. okt. 1846, d. 24. nóv. 1912. For.: Jón Jónsson (f. 2. okt. 1818, d. 13. ágúst 1863) bóndi þar og k. h. Sigríður Jónsdóttir (f. 14. júlí 1824, d. 22. maí 1864) húsmóðir. Faðir Sveins Björnssonar alþm. og forseta Íslands. K. (10. des. 1874) Elísabet Guðný Sveinsdóttir (f. 17. júlí 1839, d. 11. júní 1922). For.: Sveinn Níelsson alþm. og 2. k. h. Guðrún Jónsdóttir. (Ættarskrá VII.) Börn: Guðrún (1876), Sigríður (1879), Sveinn (1881), Ólafur (1884).

...
Meira
Fanney Sif Torfadóttir.
Fanney Sif Torfadóttir.
Reykhólastúlkan Fanney Sif Torfadóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni á Hólmavík í gær, en þar kepptu nemendur í skólunum á Hólmavík, Drangsnesi, Borðeyri og Reykhólum. Keppnin er haldin árlega um land allt meðal nemenda í sjöunda bekk grunnskóla. Keppendur á Hólmavík í gær voru sautján talsins. Nemendur í Reykhólaskóla hafa fimm sinnum tekið þátt í keppninni og alltaf lent í verðlaunasætum.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30