Tenglar

Lionsfélagar í Reykhólahreppi verða við kjörstað í Bjarkalundi í dag og selja Rauðu fjöðrina. Einnig fæst hún í Hólakaupum á Reykhólum. Þessa helgi er Rauða fjöðrin seld um land allt eins og gert er á hverju ári og alltaf til fjáröflunar fyrir eitthvert gott málefni. Markmið söfnunarinnar í ár er að safna fyrir talgervli í samvinnu við Blindrafélagið. Talgervill er hugbúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í talað mál. Hann getur breytt mjög til batnaðar lífsgæðum fjölmargra blindra og sjónskertra, einnig hjálpað lesblindum og öðrum sem eiga erfitt með lestur.
...
Meira
Kjörstaður í Reykhólahreppi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um IceSave-samningana í dag er í Bjarkalundi. Kjörfundur stendur frá kl. 10 til 18. Sjá nánar hér.
...
Meira
Játvarður Jökull og Rósa Hjörleifsdóttir kona hans. Mynd Mbl. Elín Pálmadóttir.
Játvarður Jökull og Rósa Hjörleifsdóttir kona hans. Mynd Mbl. Elín Pálmadóttir.
Eins og hér kom fram fyrir nokkrum dögum hefur verið stofnaður nýr undirvefur sem ber heitið Dætur og synir héraðsins (valmyndin vinstra megin). Umsjónarmaður hefur fengið ótakmarkaða heimild til endurgjaldslausrar birtingar að vild á vef Reykhólahrepps á efni sem birst hefur í Morgunblaðinu fyrr og síðar. Þar er vissulega af mörgu að taka í nærri hundrað ára sögu blaðsins. Núna er komið inn viðtal Elínar Pálmadóttur blaðamanns sem hún skrifaði eftir heimsókn til Játvarðar Jökuls Júlíussonar bónda og fræðimanns á Miðjanesi í Reykhólasveit árið 1985 ásamt myndum sem hún tók. Vonandi tínist þarna inn smátt og smátt ýmislegt úr Mogganum sem varðar fólkið í héraðinu fyrr og síðar. Og vonandi líka fleiri blöðum.
...
Meira
Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
Langt seilist fyrrverandi sýslumaður Barðstrendinga, Þórólfur Halldórsson, í svari við grein minni um um vegamál á Vestfjörðum, þegar hann fullyrðir að „alþingismaður í Norðvesturkjördæmi skuli nú kjósa að tali máli sérhagsmuna aðstandenda eyðibýlanna Grafar og Hallsteinsness gegn leið B sem fer um hlaðið hjá þeim, og gera lítið úr áralangri baráttu íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hafi sýslumaðurinn fylgst með málflutningi mínum og blaðaskrifum ætti honum að vera ljóst að þessi ummæli standast enga skoðun.
...
Meira
Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
...
Meira
Guðjón Dalkvist (Dalli) í „brugghúsinu“ í bílskúrskjallaranum við Hellisbrautina.
Guðjón Dalkvist (Dalli) í „brugghúsinu“ í bílskúrskjallaranum við Hellisbrautina.
1 af 2
Síðasti „súpufundur“ vetrarins á Reykhólum verður kl. 18.30 á morgun, fimmtudag, í matsal Reykhólaskóla. Þar mun Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum (Dalli)  kynna framleiðslu sína, sem verið hefur á markaði í tíu ár, en það er lífræni gróðuráburðurinn Glæðir. Hráefnið er klóþang, vatn og kalíumsódi. Við Breiðafjörðinn eru hæg heimatökin hvað þangið varðar, eins og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum er til vitnis um.
...
Meira
Kort úr greinargerðinni með tillögunni.
Kort úr greinargerðinni með tillögunni.
„Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir undrun sinni á framkominni þingsályktunartillögu frá Róbert Marshall og Merði Árnasyni um stofnun þjóðgarðs við norðanverðan Breiðafjörð á svæðinu milli Þorskafjarðar og Vatnsfjarðar og því að ekki sé haft samráð við íbúa svæðisins og hagsmunaaðila um svo afdrifaríka tillögu sem hafa mun áhrif á svæðið allt“, segir í bókun ráðsins. „Bæjarráð Vesturbyggðar óskar þess að þeir Róbert Marshall og Mörður Árnason fundi með íbúum sunnanverðra Vestfjarða um tillöguna og komi til þess fundar akandi um það svæði sem tillagan nær yfir. Óskað er eftir því að sá fundur verði haldinn fyrir 15. maí nk.“, segir enn fremur í bókuninni.
...
Meira
Frá fundi ríkisstjórnarinnar með sveitarstjórnarfólki. Mynd bb.is.
Frá fundi ríkisstjórnarinnar með sveitarstjórnarfólki. Mynd bb.is.
1 af 2
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á Ísafirði í dag, að starfsemi Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum verði varin og dvalarrýmum ekki fækkað, eins og áður hafði verið ákveðið. Þetta er eitt af sextán verkefnum varðandi verndun og eflingu byggðar og atvinnusköpun á Vestfjörðum, sem ríkisstjórnin samþykkti á þessum fundi, sem hófst kl. 14. Fyrir hádegi hélt ríkisstjórnin fund með vestfirsku sveitarstjórnarfólki. Auk þess kynntu ráðherrarnir sér starfsemi mennta-, atvinnuþróunar- og rannsóknastofnana.
...
Meira
Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.
„Alþingismaðurinn vitnar til „trúverðugra útreikninga sem henni vitanlega hafa ekki verið véfengdir“ um leiðir G og HG, sem eru reyndar bara hugarfóstur reiknimeistarans. Til upplýsingar skal greint frá því, að undirritaður mótmælti þessum útreikningum þegar þeir komu fram. Útreikningarnir eru gerðir af málsaðila sem tengist eyðibýlinu Gröf, og látið í veðri vaka að þeir séu gerðir að beiðni félagasamtaka sem svo vill til að hann sjálfur er virkur meðlimur í. Þarna er kostnaður við jarðgöng reiknaður niður annars vegar með því að taka dæmi um einbreið jarðgöng og hins vegar með því að stytta göngin með því að færa gangamunna hátt upp í hlíðar.“
...
Meira
Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á Ísafirði í dag. Sérstaklega verður fjallað um atvinnumál á Vestfjörðum og tillögur stjórnarinnar til að efla atvinnulíf og byggð í þessum landshluta. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Íslands heldur fund á Vestfjörðum. Í þessari heimsókn mun ríkisstjórnin einnig ræða við sveitarstjórnarfólk og kynna sér stofnanir á sviði atvinnuþróunar, vísindarannsókna og menntamála.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30