9. apríl 2011
Rauða fjöðrin á kjörstað og í Hólakaupum
Lionsfélagar í Reykhólahreppi verða við kjörstað í Bjarkalundi í dag og selja Rauðu fjöðrina. Einnig fæst hún í Hólakaupum á Reykhólum. Þessa helgi er Rauða fjöðrin seld um land allt eins og gert er á hverju ári og alltaf til fjáröflunar fyrir eitthvert gott málefni. Markmið söfnunarinnar í ár er að safna fyrir talgervli í samvinnu við Blindrafélagið. Talgervill er hugbúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í talað mál. Hann getur breytt mjög til batnaðar lífsgæðum fjölmargra blindra og sjónskertra, einnig hjálpað lesblindum og öðrum sem eiga erfitt með lestur.
...
Meira
...
Meira