Tenglar

Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar og nágrennis telur að hugmynd um flutning á hreindýrum til Vestfjarða sé ekki ásættanleg með tilliti til sauðfjársjúkdóma. Jafnframt sé hún ótæk með öllu án undangenginna gróður- og veðurfarsrannsókna þegar litið er til þarfa og velferðar dýranna og gróðurverndar svæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið öllum sveitarstjórnum á Vestfjörðum sem ábending um þá „gríðarlegu áhættu sem tekin væri með flutningi hreindýra til Vestfjarða“.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
„Umræðan um Vestfjarðaveg 60 í Gufudalssveitinni hefur þegar sannað gildi sitt. Frumvarp okkar Ásbjörns Óttarssonar og Gunnars Braga Sveinssonar, sem mælt hefur verið fyrir á Alþingi, gerir ráð fyrir að lögfest verði svo kölluð B-leið. Það er að vegur verði lagður út með Þorskafirði vestanverðum, þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar, frá Hallsteinsnesi, að Grónesi og yfir á Melanes, innan til við Skálanes á milli Djúpafjarðar og Kollafjarðar. Þessi leið er vel undirbúin og ef Alþingi samþykkir er ljóst að hægt er af tæknilegum ástæðum að hefjast mjög fljótt handa við framkvæmdir. Um eitt þúsund Vestfirðingar hafa nú hvatt okkur þingmenn til þess að styðja við þessa leið. Um hana hefur verið víðtæk samstaða heimamanna, þar með talið sveitarstjórnarmanna.“
...
Meira
Grundarfoss / Ólafur Haukur Gíslason.
Grundarfoss / Ólafur Haukur Gíslason.
Suðvestanrokið mikla í gærkvöldi varð til þess að fossarnir fram af Reykjanesfjalli í Reykhólasveit hættu við lendingu og fóru upp aftur, líkt og Fokkerarnir gera iðulega á Ísafirði í sunnanátt. Reyndar var víða miklu hvassara en vindmælirinn á Reykhólum sýndi og vegna veðursins brást Vesturlína í Dölunum, eins og hér kom fram. Einkum var snarvitlaust veður á suðvesturhorni landsins.
...
Meira
Myndina tók Árni Geirsson yfir Geiradal. Séð yfir Króksfjörð og til Berufjarðar.
Myndina tók Árni Geirsson yfir Geiradal. Séð yfir Króksfjörð og til Berufjarðar.
Verði væntanlegt lagafrumvarp að veruleika verður eigendum lögbýla skylt að byggja þau sjálfir eða leigja þau hæfum umsækjanda, að mati sveitarstjórna. Þannig verður ábúðarskylda lögbýla innleidd að nýju. Í drögum að frumvarpinu, sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram til kynningar, kemur einnig fram, að áður en skipulagsáætlanir sveitarfélaga taki gildi skuli leitað umsagnar ráðherra enda megi slíkar áætlanir ekki ganga gegn markmiðum laganna um landbúnaðarnot lands og fæðuöryggi.
...
Meira
Dóróthea Sigvaldadóttir í Skriðulandi.
Dóróthea Sigvaldadóttir í Skriðulandi.
Hefðbundinn hittingur verður annað kvöld, þriðjudag, hjá Dóru í Skriðulandi í Saurbæ - Dóru frá Hafrafelli í Reykhólasveit. Hann hefst klukkan 20 og stendur eins lengi og hentar. Léttar veitingar í boði. Konur hafi með sér einhverja handavinnu. Karlar mega koma líka enda hafi þeir einnig með sér handavinnu og lofi að einbeita athyglinni að henni.
...
Meira
Úr Flatey á Breiðafirði.
Úr Flatey á Breiðafirði.
Átján þingmenn í fjórum stjórnmálaflokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um nýsköpunarátak í ferðaþjónustu úti á landi. Tilgangurinn er þríþættur: Að fjölga erlendum ferðamönnum utan háannatíma, bæta við áfangastöðum á landinu svo að álag dreifist betur, og nýta betur og efla hin fjölmörgu samgöngumannvirki og menningarmannvirki ríkis og sveitarfélaga.
...
Meira
Ferðamálastofa, Framkvæmdasýsla ríkisins og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa tekið höndum saman um gerð leiðbeiningarits um uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi. Leitast verður við að horfa til heildarmyndar og sérstöðu staða svo að unnt verði að draga fram þá upplifun sem þar er að finna.
...
Meira
Svo merkilega hittist á, að naumast var fyrr búið að setja hér inn á vefinn í gærkvöldi frétt um þingsályktunartillögu um rannsóknir á nýtingu sjávarorku hérlendis en rafmagnið fór af Vestfjarðakjálkanum. Í greinargerð með tillögunni kemur fram, að rannsóknir bendi til þess að sjávarfallavirkjun í vegþverun Þorskafjarðar í Reykhólahreppi myndi gera Vestfirði sjálfum sér næga um raforku. Sjá næstu frétt hér á undan. Rafmagnstruflanirnar á Vestfjörðum í gærkvöldi urðu vegna útleysingar á Vesturlínu í Glerárskógum í Dalabyggð, samkvæmt upplýsingum á vef Landsnets.
...
Meira
Vegþverun með virkjun í mynni Þorskafjarðar í Reykhólahreppi.
Vegþverun með virkjun í mynni Þorskafjarðar í Reykhólahreppi.
Liðlega 20 þingmenn allra flokka hafa lagt fram tillögu á Alþingi um rannsókn á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands. Samkvæmt henni á að fela iðnaðarráðherra að hefja vinnu við það mat við strendur Íslands, með áherslu á greiningu nýtingarkosta á þeim svæðum sem ætla má að uppfylli kröfur um hagkvæmni. Einnig yrði kannað með hvaða hætti Ísland gæti tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um nýtingu sjávarorku. Flutningsmenn segja að leiða megi líkur að því að sjávarorka sé ein stærsta ónýtta orkulind Íslands. Hins vegar hafi litlar rannsóknir farið fram á hafstraumum og þar með sjávarorku við strendur utan fjarða á þeim stöðum þar sem straumar eru stríðir, svo sem í röstum undan annesjum.
...
Meira
Í einu laginu sat kórinn á gólfinu og líka leikskólakórstjórinn Björg Karlsdóttir.
Í einu laginu sat kórinn á gólfinu og líka leikskólakórstjórinn Björg Karlsdóttir.
1 af 5
Leikskólabörnin í Hólabæ á Reykhólum brugðu sér stutta bæjarleið, komu í heimsókn á Dvalarheimilið Barmahlíð og sungu nokkur lög fyrir heimilisfólkið við góðar undirtektir. Raunar mátti ekki á milli sjá hvor hópurinn hafði af þessu meira gaman, gestirnir eða heimilisfólkið. Í fylgd með börnunum voru Björg Karlsdóttir leikskólastjóri og Guðrún Guðmundsdóttir. Í hópnum var drengur sem þarna var að syngja fyrir langömmu sína og langafa - og raunar móður sína líka og móðursystur.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30