Tenglar

Reiðtúr á Reykhóladegi 2009.
Reiðtúr á Reykhóladegi 2009.
Þó að nýráðinn ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, Harpa Eiríksdóttir, komi ekki formlega til starfa fyrr en í vor, enda við nám í Englandi, er hún á fullu að vinna að skipulagi ferðasumarsins í sveitarfélaginu. Búið er að ákveða útivistarhelgi dagana 23.-26. júní, þar sem í boði verða daglegar gönguferðir undir leiðsögn sérfróðra leiðsögumanna - og reyndar nokkrar á dag frá fimmtudegi til laugardags. Síðan verður hjóladagur á sunnudeginum.
...
Meira
Vesturland og Vestfirðir munu hafa sameiginlegan trúnaðarmann samkvæmt nýrri reglugerð um skipun trúnaðarmanna fatlaðs fólks. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu. Samkvæmt reglugerðinni geta allir fatlaðir leitað til trúnaðarmanns með hvað eina sem varðar réttindi þeirra, fjármuni eða önnur persónuleg mál.
...
Meira
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn Bergsveinsson í Görðum á Reykhólum, öllu betur þekktur sem Kristinn frá Gufudal, sendi vefnum til birtingar grein um vegamál í Gufudalssveit í liðlega sextíu ár eða allt frá árinu 1950. M.a. minnir hann þar á ítarlega bókun hreppsnefndar Reykhólahrepps í desember árið 2005, þar sem segir auk annars: „Sem fyrr mælir hreppsnefnd eindregið með leið B, enda eiga brattir fjallvegir að heyra sögunni til.“
...
Meira
Heita laugin í fjöruborðinu rétt við Flókalund. Ljósm. Mats.
Heita laugin í fjöruborðinu rétt við Flókalund. Ljósm. Mats.
Markaðsstofu Vestfjarða vantar fréttir og fréttamola frá vestfirskum ferðaþjónum. „Mikilvægt er að reglulega streymi upplýsingar um viðburði og skemmtilega hluti á Vestfjörðum. Ég hvet fólk til að vera duglegra að senda á Markaðsstofuna“, segir Gústaf Gústafsson framkvæmdastjóri. Sem dæmi um þörfina er að koma upplýsingum til vefjarins Inspired by Iceland, fréttabréfs Flugfélagsins, vefjarins Westfjords.is og margra annarra. Ekki síst skiptir máli að Markaðsstofan hafi handbærar upplýsingar um alla ferðaþjónustu á Vestfjörðum og þá sem hana annast. „Ef þið lumið á fréttum, viðburðum eða slíku, endilega sendið okkur línu“, segir Gústaf.
...
Meira
Ríkið mun ekki veita Sparisjóði Keflavíkur (nú SpKef), sem m.a. rekur útibú í Króksfjarðarnesi, 14 milljarða króna í endurreisnarskyni eins og áformað hafði verið. Þess í stað mun rekstur hans renna inn í Landsbanka Íslands. Þetta er niðurstaðan eftir átök um málið innan ríkisstjórnarinnar, að því er fram kemur á vefritinu eyjan.is. Nokkuð er síðan ríkið yfirtók rekstur SpKef en hann hafði þá ekki staðist lágmarkskröfur um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja um langt skeið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur talað fyrir því að „sparisjóðakeðjan“ yrði varin og endurreist og sagt að endurfjármögnun SpKef væri kjölfestan í þeirri stefnumörkun.
...
Meira
Séð yfir Króksfjörð og Borgarland til Reykjanesfjalls og Reykhóla. Flygildismynd: Árni Geirsson.
Séð yfir Króksfjörð og Borgarland til Reykjanesfjalls og Reykhóla. Flygildismynd: Árni Geirsson.
„Það er mjög mikilvægt að ferðaþjónar á svæðinu undirbúi sig vel fyrir sumarið, þannig að þeir verði í stakk búnir að taka á móti þessari aukningu“, segir Gústaf Gústafsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða, í samtali við Bæjarins besta / bb.is. á Ísafirði. Hann segir sterkar vísbendingar um að ferðafólki fjölgi umtalsvert sumarið 2011. Isavia (áður Flugmálastjórn) segir í fréttatilkynningu, að allt stefni í að ferðasumarið 2011 verði hið umfangsmesta og stærsta frá upphafi.
 ...
Meira
Frá Reykhóladeginum 2008. Fornbílar frá Seljanesi handan við skjólvegginn.
Frá Reykhóladeginum 2008. Fornbílar frá Seljanesi handan við skjólvegginn.
Búið er að slá því föstu að Reykhóladagarnir 2011 verða 4.-7. ágúst og standa því frá fimmtudegi og fram á sunnudag, að sögn Hörpu Eiríksdóttur, ferðamálafulltrúa Reykhólahrepps. Þegar er búið að bóka Halla og Þórunni á Ísafirði til að spila og syngja á ballinu. Þau hafa m.a. annast tónlistina á Ögurballinu fræga í Ísafjarðardjúpi undanfarin ár, auk þess að spila á óteljandi dansleikjum á Ísafirði og víðar á liðnum árum. Einnig hefur Harpa fengið Örn Árnason leikara til að annast veislustjórn líkt og hann gerði á Reykhólum árið 2008 þegar hann sló rækilega í gegn.
...
Meira
Skrifstofuhús Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum.
Skrifstofuhús Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum.
Komin er hér inn á vefinn fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2011, sem afgreidd var 13. janúar. Einnig er komin inn þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2012-2014, sem afgreidd var 24. febrúar. Áætlanirnar er að finna í valmyndinni hér vinstra megin undir Stjórnsýsla > Ársreikningar og áætlanir.
...
Meira
Kristján, Þórður, Karl, Tómas og Arnór.
Kristján, Þórður, Karl, Tómas og Arnór.
1 af 4

Fimm sauðfjárbú fengu verðlaun fyrir úrvalsgóða hrúta á aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Reykhólasveitar í gær. Bændurnir sem tóku við verðlaununum eru Arnór Hreiðar Ragnarsson á Hofsstöðum (sem er reyndar með sauðfé sitt á Klukkufelli), Karl Kristjánsson á Kambi, Kristján Þór Ebenesersson f.h. félagsbúsins á Stað, Tómas Sigurgeirsson á Reykhólum og Þórður Jónsson í Árbæ. Naumast þarf að taka fram, að jafnan kemur fleira fólk við sögu í búskapnum en viðtakendur verðlaunanna einir. Þannig eru það í raun fjárbúin sjálf sem hljóta verðlaunin.

...
Meira
Kort sem sýnir hinar mismunandi leiðir. Smellið á myndina til að stækka.
Kort sem sýnir hinar mismunandi leiðir. Smellið á myndina til að stækka.
Eins og hér kom fram var á íbúafundi á Reykhólum á mánudagskvöld gerð könnun á viðhorfi fundargesta til leiðarvals þegar ákveðin verður lega nýs þjóðvegar í Reykhólahreppi. Fundinn sátu um fimmtíu manns auk sveitarstjórnar. 35 manns svöruðu könnuninni, 26 karlar og 8 konur en 1 gerði ekki grein fyrir kyni. 2 voru þrítugir eða yngri, 15 á aldrinum 31-50 ára og 18 yfir fimmtugu. Hér fyrir neðan eru niðurstöður könnunarinnar birtar.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30