Tenglar

Minnt skal á saltkjöts- og baunaveisluna ásamt bókmenntakynningu hjá Reykhóladeild Lions annað kvöld, föstudag. Tilhögun verður með sama hætti og undanfarin ár. Jón Kristinn Jóhannesson úr Skáleyjum er skáldið sem fjallað er um að þessu sinni. Nánari upplýsingar veita Ingvar (898 7783) og Karl (866 8318). Fólk sem hyggst sækja samkomuna er beðið að hafa samband við annan hvorn þeirra með fyrirvara og allra helst í dag. Hvort tveggja er fremur slæmt fyrir kokkana - að hafa ekki eldað nóg eða sitja uppi með mikinn afgang og þurfa að éta baunir í öll mál í heila viku á eftir með tilheyrandi aukaverkunum.
...
Meira
Fossá og forsvarsmenn hennar norður á Akureyri í gær. Sjá nánar texta neðst í meginmáli. Ljósm. mbl/Kristján.
Fossá og forsvarsmenn hennar norður á Akureyri í gær. Sjá nánar texta neðst í meginmáli. Ljósm. mbl/Kristján.
Reiknað er með að Fossá, nýtt skip Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, geti tvöfaldað öflunargetu verksmiðjunnar. Slippurinn á Akureyri er að ljúka breytingum á skipinu og verður það afhent eftir reynslusiglingar í lok mánaðarins. Unnið er að ýmsum breytingum í verksmiðjunni til að auka afköst, en fyrirtækið annar ekki vaxandi eftirspurn. Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri, vonast til að framleiðsla fyrirtækisins tvöfaldist á næstu árum.
...
Meira
Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum.
Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum.
Gistiheimilið Álftaland er á dagskrá á súpufundinum á Reykhólum annað kvöld, fimmtudag. Súpufundir þessir hafa verið haldnir mánaðarlega í vetur og þar hafa forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja í sveitarfélaginu kynnt starfsemina. Þessi fundur verður með nokkuð öðru sniði en hinir fyrri. Annars vegar verða, auk kynningarinnar á Álftalandi, almennar umræður um ferðaþjónustu og afþreyingu á Reykhólum. Hins vegar býður Álftaland gestum fundarins upp á smáréttahlaðborð og þess vegna verður enginn aðgangseyrir að þessu sinni.
...
Meira
Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson á Reykhólum, Kristinn frá Gufudal, hefur lengi verið mikill áhugamaður um samgöngumál. Hann var meðal þeirra sem sóttu íbúafundinn um vegamál í Reykhólahreppi í fyrrakvöld. Þar lagði hann fram tillögu sem var felld. Í framhaldi af þessum fundi skrifaði Kristinn pistilkorn um sparnað í skólaakstri, sem lesa má undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.
...
Meira
Króksfjarðarnes. Sláturhúsið er niðri við sjóinn. Ljósm. Árni Geirsson.
Króksfjarðarnes. Sláturhúsið er niðri við sjóinn. Ljósm. Árni Geirsson.
Komnar eru upp hugmyndir um að fara að slátra í sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi á ný og undirbúningur vegna nauðsynlegra leyfa hafinn. Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum er í forsvari fyrir eignirnar þar. „Á síðustu vikum og mánuðum hafa margir haft samband við mig og hvatt til þess að hugað verði að slátrun í Króksfjarðarnesi á nýjan leik. Sláturhúsið í Nesi fékk ekki úreldingu eins og flest önnur lítil sláturhús hringinn í kringum landið. Þess vegna fengum við heldur ekki þá úreldingarpeninga sem aðrir fengu. Kannski var það bara gott“, segir Bergsveinn í samtali við vefinn. „Eitthvað þarf nú samt að gera fyrir húsnæðið og allt kostar það peninga.“
...
Meira
Ráðherra með mottu. Mynd: visir.is.
Ráðherra með mottu. Mynd: visir.is.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ýtti „Mottumars“ úr vör við hátíðlega athöfn í Skautahöllinni í Reykjavík í gær. Mottumars er yfirskrift átaks Krabbameinsfélags Íslands varðandi karlmenn og krabbamein, þar sem hvatt er til árvekni og jafnframt safnað fé til starfsemi félagsins. Átakið var haldið í fyrra í fyrsta sinn og þótti takast mjög vel. Þennan átaksmánuð eru karlmenn hvattir til að safna yfirvararskeggi til marks um samstöðu í baráttunni, vekja athygli á krabbameinum karlmanna og um leið að safna áheitum. Smellið hérna til að fara inn á áheita- og áskorendasíðuna.
...
Meira
1 af 4
Íbúafundurinn um framtíðarkosti í vegamálum, sem haldinn var á Reykhólum í gærkvöldi, var mjög vel sóttur, en auk sveitarstjórnar sátu hann um fimmtíu manns. Ræddir voru hinir ýmsu möguleikar í vegagerð frá Bjarkalundi að Kraká, bæði þeir sem eru á borðinu nú þegar og nýir kostir eins og jarðgöng og fleira. Möguleiki á þverun Þorskafjarðar yfir mynni hans, með eða án sjávarfallavirkjunar, var einnig ræddur. Kynning og umræður stóðu um tvær klukkustundir. Gerð var viðhorfskönnun meðal fundargesta og verður unnið úr henni á næstu dögum og niðurstaðan væntanlega birt hér á vefnum. Í lok fundar var ályktað að framhaldsfundur verði haldinn þegar vegamálin skýrist frekar.
...
Meira
Hin árvissa saltkjöts- og baunaveisla ásamt bókmenntakynningu hjá Reykhóladeild Lions verður á föstudagskvöldið, 4. mars. Tilhögun verður með sama hætti og undanfarin ár. Jón Kristinn Jóhannesson úr Skáleyjum er skáldið sem fjallað er um að þessu sinni. Nánari upplýsingar veita Ingvar (898 7783) og Karl (866 8318). Fólk sem hyggst sækja samkomuna er beðið að hafa samband við annan hvorn þeirra með einhverjum fyrirvara.
...
Meira
Í Flatey um aldamótin 1900. Sjá nánari skýringar neðst í meginmáli.
Í Flatey um aldamótin 1900. Sjá nánari skýringar neðst í meginmáli.
Komin er hér inn á vefinn skýrsla um byggða- og húsakönnun í þorpinu í Flatey á Breiðafirði, einni af perlum Reykhólahrepps. Skýrslan var gefin út seint á nýliðnu ári og útgáfan styrkt af Húsafriðunarsjóði. Hún er sextíu blaðsíður með fjölmörgum myndum. Guðmundur Lúther Hafsteinsson arkitekt gerði könnunina fyrir Reykhólahrepp, með hléum á tímabilinu frá júní 2006 til júní 2007. Hún var gerð í samvinnu við Húsafriðunarnefnd og fyrir styrk úr Húsafriðunarsjóði.
...
Meira
1 af 3
Engin ellimörk eru á Breiðfirðingafélaginu þótt komið sé nokkuð á áttræðisaldur, stofnað 17. nóvember 1938. Meðal atriða í fjölbreyttu félagsstarfi má nefna föndurdaga, dansleiki, bridge, bingókvöld, skemmtanir Breiðfirðingakórsins, vorfagnaðinn, dag aldraðra, gróðursetningarferðir og árlega sumarferð, og er þó víst eitthvað ótalið. Á aðalfundi félagsins nú fyrir skömmu, þar sem Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd var endurkjörinn formaður eitt árið enn, sá Félag breiðfirskra kvenna um kaffi og meðlæti.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30