Tenglar

Páll Straumberg Andrésson.
Páll Straumberg Andrésson.
Páll Straumberg Andrésson, Palli í Múla, lést fimmtudaginn 17. febrúar á heimili sínu, Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum, 83 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn í Reykhólakirkju á morgun, laugardag, kl. 13. Páll Straumberg var fæddur á Hamri í Múlasveit 29. janúar 1928, áttundi í röð fimmtán barna þeirra Guðnýjar Gestsdóttur og Andrésar Gíslasonar á Hamri.
...
Meira
Hópur kvenna kemur saman og spilar blak í íþróttahúsinu á Reykhólum á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 - en fleiri vantar. Þetta er þriðji veturinn sem þær iðka íþróttina saman. Núna er stefnt að ferð á öldungamót í Vestmannaeyjum í byrjun maí ásamt blakstelpunum í Búðardal, líkt og þegar farið var til keppni í Mosfellsbæ í fyrra undir merkjum Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Jafnframt hafa Reykhólakonur brugðið sér nokkrum sinnum að Laugum í Sælingsdal og einu sinni til Stykkishólms. Þangað er ráðgert að fara aftur sem fyrst.
...
Meira
24. febrúar 2011

Kirkjuskólinn fellur niður

Kirkjuskólinn á Reykhólum fellur niður á laugardaginn vegna útfarar Páls Andréssonar frá Múla í Þorskafirði, sem verður í Reykhólakirkju þann dag og hefst kl. 13.
...
Meira
Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum.
Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum.
Gistiheimilið Álftaland er á dagskránni á næsta súpufundinum á Reykhólum, sem verður fimmtudaginn 3. mars. Súpufundirnir hafa verið haldnir mánaðarlega í allan vetur og þar hafa forsvarsmenn fyrirtækja í sveitarfélaginu kynnt starfsemina. Þessi fundur verður að vísu með dálítið öðru sniði en hinir fyrri. Annars vegar verða, auk kynningarinnar á Álftalandi, almennar umræður um ferðaþjónustu og afþreyingu á Reykhólum. Hins vegar býður Álftaland gestum upp á smáréttahlaðborð og þess vegna verður enginn aðgangseyrir að þessu sinni.
...
Meira
Námskeið í hvers konar fataviðgerðum verður haldið á Hólmavík fimmtudagskvöldið 3. mars og stendur frá kl. 19.30 til kl. 23. Þátttakendur koma með föt sem þarf að gera við, til dæmis að stytta, laga saumsprettur, falda, víkka eða þrengja, bæta eða jafnvel breyta. Æskilegt er að þeir sem eiga saumavélar komi með þær en það er samt ekki skilyrði. Önnur áhöld verða á staðnum. Þurfi þátttakendur efni, rennilása eða slíkt verða þeir að hafa það með sér.
...
Meira
Á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verður haldið þriggja kvölda tölvunámskeið fyrir lesblinda í Grunnskólanum á Hólmavík 10.-12. mars ef næg þátttaka fæst. Félag lesblindra á Íslandi annast námskeiðið og kennari er Snævar Ívarsson. Aðrir sem vilja nýta sér tækni við lestur og skrift í tölvum eru einnig velkomnir á námskeiðið.
...
Meira
Frá Reykhóladeginum 2008.
Frá Reykhóladeginum 2008.
Harpa Eiríksdóttir, nýráðinn ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, þarf núna fyrir vikulokin að negla niður dagsetningu Reykhóladaganna í sumar. Hún óskar eindregið eftir skoðunum og tillögum í því efni. Ástæða þess hversu snarlega þarf að ákveða þetta núna er að tímasetningunni þarf að koma í viðburðadagskrána í Símaskránni.
...
Meira

„Átak til atvinnusköpunar“ er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir verkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd ráðuneytisins. Næsti umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2011. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

...
Meira
Harpa Björk Eiríksdóttir.
Harpa Björk Eiríksdóttir.
Harpa Eiríksdóttir frá Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit hefur verið ráðin í nýtt starf ferðamálafulltrúa Reykhólahrepps. Staða þessi er tímabundin enn sem komið er. Harpa er ráðin a.m.k. í vor og sumar en ráðningin getur náð allt að heilu ári, komi til styrkir til verkefna sem hún mun sjálf leita eftir og gætu staðið undir launakostnaði. Ráðning Hörpu er í tengslum við ferðamálanám hennar í Oxford á Englandi þar sem hún dvelst núna.
...
Meira
Matthías og Olga ásamt dótturdóttur og tengdasyninum veislustjóranum.
Matthías og Olga ásamt dótturdóttur og tengdasyninum veislustjóranum.
Milli áttatíu og níutíu manns komu og samfögnuðu Olgu Sigvaldadóttur á Hamarlandi í Reykhólasveit og fjölskyldu hennar í samsæti í tilefni af sextugsafmælinu í matsalnum í Reykhólaskóla á laugardagskvöldið. Fagnaðurinn byrjaði um áttaleytið og stóð allt fram til klukkan þrjú um nóttina. Gústaf Jökull Ólafsson tengdasonur Olgu var veislustjóri. Meðal viðburða má nefna, að nokkrar konur úr kirkjukórnum sungu brag um afmælisbarnið, sem Guðmundur Arnfinnsson frá Hlíð orti, og má lesa hann hér fyrir neðan. Myndir frá fagnaðinum eru komnar í Ljósmyndir > Myndasyrpur (Olga á Hamarlandi sextug) í valmyndinni hér vinstra megin.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30