Tenglar

Gamli vegurinn á Skálanesi.
Gamli vegurinn á Skálanesi.
Af þremur nýframkvæmdum Vegagerðarinnar á Vestfjörðum á þessu ári eru tvær í Reykhólahreppi. Annars vegar er um að ræða veg um Skálanes vestan við mynni Þorskafjarðar, en það verk er þegar komið á rekspöl. Hins vegar er leiðin milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, sem er öll innan Reykhólahrepps nema allra vestasti hlutinn. Enn hefur ekki verið samið um það verk enda formsatriði ófrágengin, en gert er ráð fyrir að vinna þar hefjist síðla á þessu ári. Sama gildir um þriðja verkið á Vestfjörðum, sem er Strandavegur (Djúpvegur-Drangsnesvegur).
...
Meira
Eins og vænta mátti á öskudegi heimsóttu í gær hópar af krökkum verslunina Hólakaup á Reykhólum, margir með andlitsmálningu af ýmsu tagi eða í klæðnaði sem hæfði deginum, nema hvort tveggja væri. Hér fylgja nokkrar svipmyndir af krökkum sem komu í heimsókn. Smellið á þær til að stækka.
...
Meira
Ellen Margrét Bæhrenz. Mynd: Pjetur / Fréttablaðið.
Ellen Margrét Bæhrenz. Mynd: Pjetur / Fréttablaðið.
Á forsíðu innblaðsins Allt í Fréttablaðinu í gær er stór mynd af listdansaranum Ellen Margréti Bæhrenz og spjall við hana. Því er þess getið hér, að amma hennar er Lóa á Miðjanesi og móðir hennar er Hjördís Vilhjálmsdóttir frá Miðjanesi. Ellen Margrét sigraði í sólóballettkeppni Félags íslenskra listdansara í síðustu viku. „Ég byrjaði að dansa þegar ég var þriggja ára. Fyrst var ég í Ballettskóla Eddu Scheving en þegar ég var níu ára fór ég í Listdansskóla Íslands og er þar enn“, segir hún.
...
Meira
Strandagangan 2011 verður í Selárdal við Hólmavík á laugardag. Keppt er í ýmsum flokkum eftir aldri, kyni og vegalengd. Jafnframt er þriggja manna sveitakeppni í öllum flokkum. Þrír fyrstu keppendurnir í hverjum flokki fá glæsilega bikara og aðrir fá viðurkenningarpeninga fyrir þátttökuna. Sá sem er fyrstur í mark í 20 km göngu hlýtur veglegan farandbikar sem Heilbrigðisstofnun Hólmvíkur gaf til minningar um Sigfús Ólafsson heimilislækni.
...
Meira
Steinunn Hjálmarsdóttir við þvott í Grettislauginni gömlu.
Steinunn Hjálmarsdóttir við þvott í Grettislauginni gömlu.

Fyrir skömmu var sett hér á vefinn skýrsla um byggða- og húsakönnun í Flatey á Breiðafirði. Núna hafa sjö skýrslur bæst við, en þar er greint frá ýmsum fornleifarannsóknum í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Sumar varða staði í Dalasýslu en aðrar í Reykhólahreppi, sem allt frá 1987 hefur spannað alla hina gömlu Austur-Barðastrandarsýslu. Þar á meðal er Flateyjarhreppurinn gamli. Innan hans - og nú Reykhólahrepps - er mestur hluti Breiðafjarðareyja.

...
Meira
Öskudagsskemmtun verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum á morgun, miðvikudag (öskudag), og hefst kl. 15. Kötturinn verður sleginn úr „kassanum“ en síðan verður diskótek með leikjum og fjöri. Kaffisala verður á vegum 8.-10. bekkjar og kostar 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir 6-16 ára. Ekki er ætlast til að nemendur mæti í búningum í skólann en gefinn verður tími í lok skóladags til að gera sig klára fyrir skemmtunina. Í tilkynningu frá Foreldrafélagi Reykhólaskóla segir að vopn (!) séu ekki leyfð á skemmtuninni.
...
Meira
8. mars 2011

Lærum að spinna!

Svona rokkur verður væntanlega ekki notaður á námskeiðinu í Búðardal ...
Svona rokkur verður væntanlega ekki notaður á námskeiðinu í Búðardal ...
Símenntunarstöðin á Vesturlandi stendur eins og jafnan fyrir mörgum námskeiðum á ýmsum stöðum á svæðinu. Þar á meðal er tveggja daga námskeið seint í þessum mánuði sem nefnist Lærum að spinna og verður haldið í Auðarskóla í Búðardal. Þar fer fram kennsla í vali og meðferð á ull ásamt kembingu og spuna. Kennt verður meðal annars um uppbyggingu ullarinnar og spunnið verður ýmiskonar band.
...
Meira
Síðasta spilakvöldið í þriggja kvölda lotu í félagsvist verður í matsal Reykhólaskóla í kvöld, þriðjudag, og hefst kl. 19.30. Spilakvöldin eru einn liðurinn í fjáröflun nemenda í 8.-10. bekk Reykhólaskóla vegna Danmerkurferðar í vor. Aðgangseyrir er aðeins kr. 500 og léttar veitingar í hléi. Verðlaun eru veitt fyrir hvert kvöld fyrir sig og einnig vegleg verðlaun fyrir stigahæstu keppendurna samanlagt öll kvöldin.
...
Meira
„Hugmyndin um hreindýr á Vestfjörðum er áhugaverð og mikilvægt að hún verði könnuð nánar. Þegar svona hugmyndir eru til umræðu á ekki að slá þær strax út af borðinu umhugsunarlaust. Það að hreindýr geti borið með sér smit í sauðfé er hugsanlegt - en hefur verið staðfest með rannsóknum að svo sé? Skoða þarf þetta mál á faglegum forsendum.“
...
Meira
Ásgerður Þorleifsdóttir.
Ásgerður Þorleifsdóttir.
Ásgerður Þorleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, segir veg „matarferðamennsku“ fara sívaxandi. Hún stýrir verkefninu Veisla að vestan, sem er samstarfsverkefni fyrirtækja um alla Vestfirði. Verkefnið miðar að því að auka sýnileika vestfirskra matvæla, auka gæði þeirra, efla framleiðslu úr vestfirsku hráefni og síðast en ekki síst að auka framboð af vestfirskum mat á veitingahúsum.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30