10. mars 2011
Tvær nýframkvæmdir í vegagerð í Reykhólahreppi
Af þremur nýframkvæmdum Vegagerðarinnar á Vestfjörðum á þessu ári eru tvær í Reykhólahreppi. Annars vegar er um að ræða veg um Skálanes vestan við mynni Þorskafjarðar, en það verk er þegar komið á rekspöl. Hins vegar er leiðin milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, sem er öll innan Reykhólahrepps nema allra vestasti hlutinn. Enn hefur ekki verið samið um það verk enda formsatriði ófrágengin, en gert er ráð fyrir að vinna þar hefjist síðla á þessu ári. Sama gildir um þriðja verkið á Vestfjörðum, sem er Strandavegur (Djúpvegur-Drangsnesvegur).
...
Meira
...
Meira