Tenglar

1 af 4
Skemman á Stað á Reykjanesi þar sem kjötið er reykt var upphaflega byggð upp úr 1860 eða fyrir hálfri annarri öld. Hlutverk hennar þá var að vera hlóðaeldhús en reykt var í henni nánast frá upphafi. Skemman og sambyggt ærhús hafa tvisvar verið endurbyggð að hluta eða að öllu leyti. Síðast voru húsin endurbyggð frá grunni árið 2007 í samráði við Húsafriðunarnefnd. Reykskemman var formlega sett á laggirnar haustið 2007. Samhliða uppbyggingu á skemmunni það ár var komið upp kjötvinnslu og frysti- og kæligeymslu.
...
Meira
Flutningaskipið nýja og enn ónefnda sem Þörungaverksmiðjan á Reykhólum fær innan tíðar. Smellið til að stækka.
Flutningaskipið nýja og enn ónefnda sem Þörungaverksmiðjan á Reykhólum fær innan tíðar. Smellið til að stækka.
Nú líður að því að Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum fái nýja flutningaskipið sem mun leysa Karlseyna af hólmi eftir mjög langa og dygga þjónustu. Reiknað er með að nýja skipið geti tvöfaldað öflunargetu verksmiðjunnar. Slippurinn á Akureyri er að ljúka breytingum á skipinu og verður það afhent eftir reynslusiglingar í lok þessa mánaðar. Atli Georg Árnason framkvæmdastjóri hefur efnt til samkeppni um nafn á nýja skipið og falið hana í hendur nemendum Reykhólaskóla.
...
Meira
Ólafsdalsfélagið var stofnað í júní 2007. Þrátt fyrir lítil efni og erfitt efnahagsástand hefur ýmislegt áunnist frá því að endurreisn Ólafsdals hófst. Sumarið 2009 var fundið nýtt vatnsból, lögð vatnslögn og snyrtingum komið upp á fyrstu hæð skólahússins, jarðvegsdúkur og dren var sett umhverfis skólahúsið, nýrri rotþró komið fyrir og hafin endurhleðsla.
...
Meira
Björk, Egill, Lóa og Kolfinna Ýr.
Björk, Egill, Lóa og Kolfinna Ýr.
Á aðalfundi Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi fyrir helgi kom fram varðandi það sem fram undan er hjá félaginu, að fyrirhugað er að Natasha komi um mánaðamótin og kenni break og Adda muni byrja með sundæfingar sem fyrst. Sigurdís Egilsdóttir ætlar að vera með leikjanámskeið og frjálsíþróttaæfingar í sumar. Kvennahlaupið verður á sínum stað með svipuðu sniði og áður. „Við ætlum að reyna að fá einhvern til að vera með skokkæfingar, sem ýta vonandi undir þátttöku í Haustlitahlaupinu sem verður í september. Þá ætlum við líka að bjóða upp á að fólk geti hjólað“, segir Guðrún Guðmundsdóttir á Reykhólum, formaður UMFA.
...
Meira
Systurnar Aníta Hanna og Védís Fríða með lambakónginn á Stað.
Systurnar Aníta Hanna og Védís Fríða með lambakónginn á Stað.
1 af 3
Víðar en í Bæ í Trékyllisvík leit fyrsta lamb ársins dagsins ljós í fyrradag. Það sama gerðist líka á Stað á Reykjanesi, þar sem lambakóngurinn hefur þegar hlotið nafnið Bjartur. Rétt eins og í Bæ láta heimasæturnar tvær á Stað vel að litlu lömbunum enda víst ekki óvanar slíku. Og rétt eins og í Bæ ber önnur systranna nafnið Aníta.
...
Meira
Um síðustu mánaðamót voru 169 skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum, þar af fimm í Reykhólahreppi, þrír karlar og tvær konur. Eins og áður er atvinnuleysi á landinu minnst á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum eða hlutfallslega innan við helmingur þess sem er á landinu í heild. Atvinnuleysi er meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Langmest er það á Suðurnesjum. Fjöldi skráðra atvinnulausra í sveitarfélögunum tíu á Vestfjörðum í lok febrúar er þessi:
...
Meira
„Miklar breytingar hafa átt sér stað í innlendum mjólkuriðnaði á síðustu árum“, segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason í grein sem hann sendi vefnum til birtingar. „Undirritaður er sennilega ekki einn um það að finnast ýmsar þær breytingar sem ráðist hefur verið í hjá MS einkennilegar á köflum.“ Líka segir Eyjólfur Ingvi: „Einn partur af skipulagsbreytingunum sem nú standa yfir eru breytingar á mjólkursöfnun hjá bændum á dreifbýlli svæðum skv. heimasíðu Auðhumlu, sem er móðurfélag MS. Mér skilst að breytingarnar séu oft á tíðum gerðar án samráðs við bændur og reynda bílstjóra félagsins. Það eru óásættanleg vinnubrögð.“
...
Meira
1 af 3
Þessar myndir tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli við sólarlag í kvöld. Sólin var ískyggilega nærri ykkur þarna á Reykhólum, sagði hann, enda því líkast frá honum séð að hún væri að tylla sér á skrifstofu Reykhólahrepps. Myndirnar tók Sveinn við fjöruna í Geiradal neðan við gamla afleggjarann upp á Tröllatunguheiði og horft er yfir Króksfjörð til þorpsins á Reykhólum. Til hægri er Reykjanesfjall en yst til vinstri á mynd nr. 3 má sjá mjölturna Þörungaverksmiðjunnar.
...
Meira
Heimasæturnar í Bæ og lambið.
Heimasæturnar í Bæ og lambið.
Ærin Blaðka í Bæ í Trékyllisvík á Ströndum, sem er sjö vetra, bar hrútlambi gær. Hún hefur komist í hrút - eða hrútur í hana - um eða fyrir 20. október, en þá voru hrútarnir teknir inn, að sögn Gunnars Dalkvist Guðjónssonar bónda í Bæ. Heimasæturnar í Bæ, þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur, eru hæstánægðar með þennan viðburð. Frá þessu er greint á fréttavefnum Litlahjalla, sem Jón G. Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík heldur úti með miklum sóma.
...
Meira
Vikan 14.-18. mars verður sannkölluð dansvika á Hólmavík, en þar heldur þá Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru dansnámskeið. Það er ekki aðeins ætlað Strandafólki heldur einnig íbúum Reykhólahrepps og öðrum nágrönnum. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á námskeiðið sem haldið verður kl. 20-21.30 frá mánudegi til fimmtudags. Allir eldri en sextán ára geta tekið þátt í námskeiðinu en hver og einn fær viðfangsefni við sitt hæfi. Hægt er að vera öll kvöldin eða aðeins einstök kvöld.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30