15. mars 2011
Reykskemman á Stað í Reykhólasveit - beint frá býli
Skemman á Stað á Reykjanesi þar sem kjötið er reykt var upphaflega byggð upp úr 1860 eða fyrir hálfri annarri öld. Hlutverk hennar þá var að vera hlóðaeldhús en reykt var í henni nánast frá upphafi. Skemman og sambyggt ærhús hafa tvisvar verið endurbyggð að hluta eða að öllu leyti. Síðast voru húsin endurbyggð frá grunni árið 2007 í samráði við Húsafriðunarnefnd. Reykskemman var formlega sett á laggirnar haustið 2007. Samhliða uppbyggingu á skemmunni það ár var komið upp kjötvinnslu og frysti- og kæligeymslu.
...
Meira
...
Meira