Tenglar

1 af 2
Tilkynnt var í lok árshátíðar Reykhólaskóla núna í kvöld um valið á nafni á hinu nýja flutningaskipi Þörungaverksmiðjunnar. Nafnið er Grettir og verðlaunin fyrir tillöguna hlutu systurnar Aðalbjörg og Elínborg Egilsdætur á Mávavatni. Í viðurkenningarskyni fá þær peninga á verðtryggðum bankareikningi. Eins og hér var greint frá efndi Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum til samkeppni um nafn á skipið meðal nemenda Reykhólaskóla.
...
Meira
Björn Samúelsson vélstjóri á Karlsey, skipi Þörungaverksmiðjunnar, vekur athygli á hárri flóðstöðu í Reykhólahöfn á mánudagsmorgun og varar við henni. Hásævið nær hámarki kl. 8.16 með 4,40 metra flóðhæð - ef veðrið bættist ekki við. Samkvæmt veðurspá mun djúp lægð hækka flóðið ásamt hvassri suðvestanátt með tilheyrandi öldugangi. Björn segir að huga verði að lausum hlutum á trébryggju og hafnarsvæði, sem hæglega gætu skolast í sjóinn, svo sem timbri og körum, sem eru þar ófest.
...
Meira
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Eru umgengnisreglur sem við höfum komið okkur saman um í hinu daglega lífi ekki notaðar þegar kemur að hegðun eða skrifum á hinu svokallaða interneti? Gerum við okkur ekki nógu vel grein fyrir jákvæðum og neikvæðum eiginleikum netsins? Fólk verður að gera sér grein fyrir því að þau skrif sem það sendir frá sér í netheima, bæði í gegnum fésbókina, bloggsíður eða heimasíður, eru opinber skrif sem koma fyrir augu margra. Íbúar Reykhólahrepps ættu að taka sér til fyrirmyndar gott siðferði þegar kemur að opinberum skrifum, bæði vegna náungans og vegna þeirrar auglýsingar sem skrifin eru fyrir samfélagið út á við.
...
Meira
1 af 3
Leikritið Litla Ljót verður frumsýnt á árshátíð Reykhólaskóla annað kvöld. Aukasýning fyrir almenning verður á sunnudag, 20. mars kl. 16, í íþróttahúsinu á Reykhólum. Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla vonast til að sem flestir komi á sýninguna. Leikstjóri er Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg) en Steinunn Rasmus annast söngstjórn. „Ég get lofað ykkur því að þetta verður mikil sýning“, sagði Solla Magg um það leyti sem æfingar voru að hefjast.
...
Meira
Með Eyjasiglingu á leið frá Flatey.
Með Eyjasiglingu á leið frá Flatey.
Málþing um sitthvað sem snýr að ferðaþjónustu á Vestfjörðum verður haldið í Birkimel á Barðaströnd á laugardag og hefst kl. 10. Samhliða verður blásið til kynningar á þjónustu ferðaþjóna á sunnanverðum Vestfjörðum. Dagskrá málþingsins:
...
Meira
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins heldur 6. apríl grunnnámskeið fyrir foreldra og fagfólk einhverfra barna. Það er sniðið að þörfum barna í grunnskóla. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarskiptabúnað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Námskeiðið kostar kr. 2.900 fyrir foreldri og kr. 11.800 fyrir fagfólk og stendur frá kl. 12.30 til kl. 16.
...
Meira
Skjáskot úr myndinni.
Skjáskot úr myndinni.
Gert hefur verið vandað og faglega unnið myndskeið til kynningar á náttúru og ferðaþjónustu í Kaldrananeshreppi á Ströndum. Það er komið í dreifingu á vefnum malarhorn.is. Einnig er hægt að skoða það á Facebook, t.d. á síðu Bryggjuhátíðar á Drangsnesi, líka á YouTube undir þessum tengli. Myndskeiðið er rúmar átta mínútur á lengd og með enskum þulartexta.
...
Meira
Gufudalskirkja. Ljósm. Dorothee Lubecki.
Gufudalskirkja. Ljósm. Dorothee Lubecki.
Húsafriðunarnefnd hefur veitt hálfrar milljónar króna styrk til endurbóta á kirkjunni í Gufudal, sem byggð var árið 1908 og friðlýst er að lögum. Árið áður en þessi kirkja var reist í Gufudal var Gufudalsprestakall lagt niður og sóknin lögð undir Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit. Núna liggur sóknin undir Reykhólaprestakall. Kirkja hefur verið í Gufudal allt frá árdögum kristni á Íslandi.
...
Meira
Hafin er hjá sýslumanninum á Patreksfirði atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 9. apríl (Icesave-samningarnir). Nánari upplýsingar er að finna hér í tilkynningu frá sýslumanni.
...
Meira
Úr Teigsskógi við vestanverðan Þorskafjörð. Mynd: Sævar Helgason.
Úr Teigsskógi við vestanverðan Þorskafjörð. Mynd: Sævar Helgason.
Allir þingmenn NV-kjördæmis hafa verið boðaðir á fund á Patreksfirði 25. mars, þar sem ætlunin er að afhenda þeim undirskriftalista vegna Vestfjarðavegar nr. 60 um Reykhólahrepp. Á listana skrifuðu sig tæplega þúsund manns. Þar er skorað á þingmennina að styðja við framkomið frumvarp um uppbyggingu umrædds vegar. Á síðasta þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga var ályktað að endurbætur á þessari leið væru algert forgangsmál í vegasamgöngum fjórðungsins.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30