Tenglar

Endurbætur þokast jafnt og þétt áfram í Halldórsfjósi, sem á að verða framtíðarathvarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. Núna er verið að búa móttöku og snyrtingar undir grunnmálningu. Búið er að háþrýstiþvo fjósið að innan. Það þornar nú og bíður málningar. Á fjósloftinu er verið að búa út aðstöðu þar sem verða mun skrifstofa safnsins í fyrstu með rými til gagnageymslu.
...
Meira
Almennur íbúafundur um vegamál í Reykhólahreppi verður haldinn í matsal Reykhólaskóla í kvöld, mánudag, og hefst kl. 20. Til umræðu verður Vestfjarðavegur nr. 60, Þórisstaðir-Eyrará. Komið er fram á Alþingi frumvarp um breytingu laga, sem lýtur að því að svokölluð B-leið megi ganga í gegn. Þverun Þorskafjarðar, leið A, var kynnt á íbúafundi í Reykhólahreppi 18. mars á síðasta ári.
...
Meira
Atli Georg Árnason.
Atli Georg Árnason.
1 af 2
Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hefur fallið sá heiður í skaut að vera á lista CreditInfo á Íslandi yfir framúrskarandi fyrirtæki. CreditInfo gerði ítarlega greiningu til að finna hvaða íslensk fyrirtæki fá bestu einkunn í styrkleika- og stöðugleikamati. Af öllum þeim rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá reyndust 177 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem CreditInfo setur til að fá viðurkenningu sem „framúrskarandi fyrirtæki“. Eitt þeirra er Þörungaverksmiðjan hf.
...
Meira
Frá þorpinu í Flatey / hþm.
Frá þorpinu í Flatey / hþm.
1 af 2
Breiðafjörður er á nýrri yfirlitsskrá Íslands, sem ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur sent heimsminjaskrifstofu Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hér er þó ekki enn um formlega tilnefningu að ræða. Skv. heimsminjasamningum UNESCO um verndun menningar- og náttúruminja gera aðildarríkin yfirlitsskrá um þau verðmæti á yfirráðasvæði sínu, sem tilheyra menningar- eða náttúruarfleiðinni og ættu að þeirra mati heima á heimsminjaskránni. Hérlendis eru núna Þingvellir og Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO.
...
Meira
Arnór á Hofsstöðum.
Arnór á Hofsstöðum.
1 af 2
Orkuráð hefur ákveðið að veita Arnóri Hreiðari Ragnarssyni fimm milljóna króna styrk til framhaldsleitar að jarðhita í landi Hofsstaða í Reykhólasveit. Ráðið veitir að þessu sinni fjóra aðra jafnháa styrki til jarðhitaleitar. Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneyti segir, að megintilgangurinn með styrkjunum sé að stuðla að enn frekari nýtingu jarðvarma til húshitunar í landinu. Tilgangurinn sé að bæta búsetuskilyrði og auka aðgengi að þeim möguleikum sem nýting jarðhita hefur í för með sér, draga úr notkun jarðefnaeldsneytis til húshitunar og jafnframt að draga úr kostnaði ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Styrki þessa má veita sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum.
...
Meira
Kvöldmessa -  Taizé-messa - verður í Reykhólakirkju annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Þetta er önnur Taizé-messa vetrarins á Reykhólum. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur. Taizé-messa er helg samvera, bæna- og íhugunarstund. Messuformið er einfaldara en í hinni hefðbundnu sunnudagsmessu og byggt á einföldum laglínum við stutta texta ritningarinnar. Þessi vers eru oft endurtekin og sungin til íhugunar.
...
Meira
Mesta þörfin fyrir úrbætur í vegamálum er á Vestfjörðum, sagði Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, í umræðum um vegamál á Alþingi í vikunni. Jón Gunnarsson, sem hóf umræðuna, sagði að nú yrðu stjórnvöld að átta sig á mikilvægi þess að ráðist verði í vegaframkvæmdir um allt land. Undir það tóku margir þingmenn. Á fjárlögum er gert ráð fyrir sex milljörðum króna til vegagerðar á þessu ári og ráðherrann hefur ákveðna skoðun á því hvaða landshluti eigi að vera í forgangi næstu árin. „Þar staðnæmist ég fyrst við Vestfirði. Þar er mest þörf á úrbótum.“
...
Meira
1 af 2
Það er líf og fjör hjá ungum jafnt sem eldri í vikulegum leiktímum í íþróttahúsinu á Reykhólum, sem þau Eyvi og Ólafía í Hólakaupum standa fyrir. Þarna er bæði farið í ýmsa leiki og leikir kenndir. Þátttakendur eru á öllum aldri og allir velkomnir. Leikjastundir þessar eru á sunnudagsmorgnum kl. 11-12. Síðasta sunnudag tók Ólafía nokkrar myndir. Hér fylgja tvær en myndasyrpuna alla má sjá undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Leikir á Reykhólum í valmyndinni hér vinstra megin.
...
Meira
Tvö leiklistarverkefni eru núna á döfinni í Reykhólahreppi. Í Reykhólaskóla er verið að æfa leikritið um Litlu-Ljót og taka allir nemendur skólans þátt í því. „Flottur söngur, mikil gleði og líka mikil alvara í þessu verki“, segir Solla Magg leikstjóri. Steinunn Rasmus annast söngstjórnina. „Ég get lofað ykkur því að þetta verður mikil sýning á árshátíð skólans“, segir Solla. Fyrstu æfingar hjá Leikfélaginu Skruggu í Reykhólahreppi eru líka byrjaðar.
...
Meira
Nokkrar grágæsir sáust í Dýrafirði í byrjun vikunnar. „Líklega eru þetta fyrstu farfuglarnir sem komnir eru til Vestfjarða“, segir Böðvar Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. „Þessar gæsir eru óvenju snemma á ferðinni og það er erfitt að segja til um hvað veldur. Kannski voru þær að flýja snjókomuna í Bretlandi og Danmörku þar sem þær hafa vetursetu.“ Í samtali við bb.is á Ísafirði segir Böðvar, að oftast séu það álftir og tjaldar sem sjáist fyrst á Vestfjörðum.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30