Tenglar

Framkvæmdasvæðið í rauða hringnum.
Framkvæmdasvæðið í rauða hringnum.
Tillaga að matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Vestfjarðavegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun. Um er að ræða nýjan og endurbyggðan veg, að langmestu leyti innan marka Reykhólahrepps. Núverandi vegarkafli er 24,3 km langur en nýr vegur verður 19,2 eða 16,5 km langur. Það er háð leiðarvali í Mjóafirði og um Litlanes. Skoðaðar hafa verið tvær leiðir, veglína A og veglína B, sem falla saman nema í Mjóafirði og um Litlanes. Nýlagning vegna veglínu A er 9,3 km en nýlagning vegna veglínu B er 8,0 km. Óvíst er hvenær ráðist verður í framkvæmdina þar sem óvissa ríkir um fjárveitingar til vegamála en gera má ráð fyrir að hún taki tvö ár.
...
Meira
17. febrúar 2011

Pítsudagur í Reykhólaskóla

Pítsuveitingahús verður opið í matsalnum í Reykhólaskóla í kvöld, fimmtudag, frá kl. 18 til 21. Hægt verður að snæða pítsurnar á staðnum eða taka þær með sér heim. Tekið er við pöntunum frá kl. 12 á hádegi. Fólk er beðið um að panta tímanlega í síma 894 9123. Pítsurnar eru tólf tommur í þvermál og kosta 1.700 krónur með tveimur áleggstegundum en aukaálegg kostar 200 krónur. Margaríta-pítsa (sósa og ostur) kostar 1.500 krónur. Þetta framtak er í höndum nemenda í 8.-10. bekk, sem eru að safna sér fyrir Danmerkurferð í apríl.
...
Meira
Amma með Þórgunni Rítu.
Amma með Þórgunni Rítu.
1 af 2
Olga Sigvaldadóttir á Hamarlandi í Reykhólasveit verður með opið hús í Reykhólaskóla á laugardaginn í tilefni af sextugsafmæli sínu. Samsætið hefst kl. 20 og í boði verða pottréttur, kaffi og kökur. Sjálfur afmælisdagurinn er reyndar á morgun, 17. febrúar. Hins vegar á Matthías Ólason á Hamarlandi, eiginmaður Olgu, afmæli í dag, 16. febrúar, þótt ekki sé það stórafmæli.
...
Meira
Auglýst er laust starf við ræstingu á skrifstofu Reykhólahrepps. Einnig er auglýst eftir starfsfólki við Grettislaug á Reykhólum í sumar. Nánari upplýsingar er að finna undir Laus störf í valmyndinni hér vinstra megin.
...
Meira
Sólveig Dagmar Þórisdóttir.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir, menningarmiðlari, grafískur hönnuður og ökuleiðsögumaður, er núna gestur í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Hún býður ferðaþjónum á Ströndum og í næstu héruðum upp á námskeiðið „Mennta- og menningartengd ferðaþjónusta á Ströndum og Vestfjörðum“ í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Á námskeiðinu mun Sólveig leiða hugmyndavinnu með aðaláherslu á vetrartímann. Meðan á dvöl hennar á Hólmavík stendur, eða fram á laugardag, veitir hún einnig einstaklingsráðgjöf til ferðaþjóna. Hægt er að panta hjá henni viðtalstíma í Skelinni í síma 863 0360.
...
Meira
Smellið á kortið til að stækka það.
Smellið á kortið til að stækka það.
Meðal annars í versluninni Hólakaupum á Reykhólum liggur frammi undirskriftalisti með hvatningu til þingmanna að samþykkja frumvarp um uppbyggingu tiltekins hluta Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp. Undirskriftalisti þessi er runninn undan rifjum áhugafólks í Vesturbyggð, þar á meðal Magnúsar Ólafs Hanssonar, verkefnastjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Yfirskrift listans er „Áskorun til alþingismanna NV-kjördæmis“ en textinn í haus hans er á þessa leið:
...
Meira
Þrjú börn fæddust í Reykhólahreppi á síðasta ári skv. upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Á Vestfjarðakjálkanum öllum fæddust 85 börn eða tólf færri en árið 2009. Rétt er að taka fram, að þótt talað sé um fædd börn í sveitarfélögum er átt við lögheimili en börnin geta vissulega hafa litið dagsins ljós í fyrsta sinn á fæðingarstofum annars staðar. Hugsanlegt er einnig í einhverjum tilvikum að raunveruleg búseta sé annars staðar, hvað sem lögheimili líður. Skv. sömu heimild fæddust 54 börn í Ísafjarðarbæ, 8 börn í Bolungarvíkurkaupstað, 7 í Vesturbyggð, 5 í Tálknafjarðarhreppi og 4 í Strandabyggð. Í Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Súðavíkurhreppi fæddist eitt barn í hverju sveitarfélagi.
...
Meira
Þorgeir Pálsson, fyrrv. frkvstj. Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Þorgeir Pálsson, fyrrv. frkvstj. Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Nýlega birtist umfjöllun á heimasíðu bb.is, sem jafnframt var birt á vef Reykhólahrepps, um ferðakostnað atvest í minni tíð sem framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir að staðreyndavillur hefðu læðst með í grein BB, þá vil ég engu að síður þakka BB fyrir að hefja máls á þessu, því þar með gafst kærkomið tækifæri til að stuðla að upplýstri umræðu um starfsemi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, atvest. Og ég geng út frá að það hafi líka verið tilgangur BB með greininni; að stuðla að upplýstri umræðu um félagið og starfsemi þess.
...
Meira
„Stéttin er í hálfgerðri tilvistarkreppu og erfiðast er hjá yngri bændunum sem skulda einhverja fjármuni“, segir Atli Már Traustason, formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði, á fréttavefnum Feyki. „Við fáum engar hækkanir á afurðaverði til okkar, reyndar lækkun síðastliðið haust, á meðan öll okkar aðföng bara hækka og hækka. Sl. haust gerðist það að verð til bænda lækkaði í þrepum eftir því sem leið á sláturtíðina og menn eru hundfúlir yfir því.“
...
Meira
Í gagnasafni á vef Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða er að finna „Úttekt á stöðu og möguleikum ferðaþjónustu í Reykhólahreppi sumarið 1999“. Þó að nokkuð langt sé um liðið er úttektin hin fróðlegasta. Margt í henni er í fullu gildi enn í dag og skoðunarvert bæði fyrir ferðaþjóna og annað heimafólk.
 ...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30