Tenglar

Önnur lotan í þriggja kvölda félagsvist, sem haldin er í matsalnum í Reykhólaskóla, verður í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefst kl. 19.30. Aðgangseyrir er aðeins kr. 500. Léttar veitingar í hléi. Spilakvöldið er liður í fjáröflun nemendanna í 8.-10. bekk Reykhólaskóla vegna Danmerkurferðar í vor. Verðlaun fyrir hvert kvöld og öll þrjú kvöldin samanlagt.
...
Meira
Frá Dyrehavsbakken.
Frá Dyrehavsbakken.
Unglingarnir í Reykhólaskóla eru að vonum fullir tilhlökkunar vegna Danmerkurferðar í vor. Stöðugt er unnið að fjáröflun vegna ferðarinnar og hefur gengið ágætlega, að sögn Rebekku Eiríksdóttur á Stað. Ferðin mun standa í viku eða 7.-13. apríl og með krökkunum fara Áslaug Guttormsdóttir, Dísa Sverrisdóttir og Rebekka. Ætlunin er að heimsækja skóla þar sem Hjálmar Karl er meðal nemenda, sonur Ragnars og Elfu sem áttu heima á Reykhólum. Kaupmannahöfn verður skoðuð rækilega, hinn gamli höfuðstaður Íslendinga, og skroppið verður í „Bakken“ - Dyrehavsbakken, skemmtigarð sem sagður er hinn elsti í heimi sem enn starfar, stofnaður 1583, þó að margt hafi að sjálfsögðu þróast og breyst þar í aldanna rás.
...
Meira
Nánari texti í meginmáli. Ljósmynd: Salbjörg Engilbertsdóttir á Hólmavík.
Nánari texti í meginmáli. Ljósmynd: Salbjörg Engilbertsdóttir á Hólmavík.
Sveitarstjórnarfólk úr Dalabyggð heimsótti Strandabyggð fyrir helgina og átti góðan fund með sveitarstjórnarfólki þar, segir á vef Strandabyggðar. Málið er Reykhólahreppi óneitanlega skylt, því að hann er á milli þessara tveggja sveitarfélaga. Tilgangurinn með heimsókninni var fyrst og fremst að kynnast og fara yfir stöðu og sóknarfæri sveitarfélaganna og skoða möguleika á samstarfi. „Nýr vegur um Arnkötludal hefur gert samstarf Strandamanna við Dalabyggð og Reykhólahrepp mögulegt á heilsársvísu og fjölmörg tækifæri felast í þessari mikilvægu samgöngubót“, segir á vef Strandabyggðar. Má líka í því samhengi nefna stofnun sameiginlegrar félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps fyrir skömmu og ráðningu sameiginlegs félagsmálastjóra á svæðinu.
...
Meira
Frá undirskrift verksamnings.
Frá undirskrift verksamnings.
Samið hefur við verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði um nýlögn og endurlögn á 2,6 km löngum kafla Vestfjarðavegar í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, frá Kraká að slitlagsenda á vestanverðu Skálanesi. KNH átti lægsta tilboðið í vegarkaflann en sextán fyrirtæki buðu í verkið. KNH ehf. bauð tæplega 116 milljónir króna en áætlaður kostnaður var ríflega 170 milljónir króna. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember en þó er heimilt að fresta útlögn efra lags klæðingar til 15. júlí 2012.
...
Meira
Jón Árni Sigurðsson.
Jón Árni Sigurðsson.
1 af 3
Gullsteinn er nýlegt sprotafyrirtæki á Reykhólum sem framleiðir hunda- og kattanammi úr harðfiski, svo og þaratöflur, auk þess sem fyrirtækið kemur að pökkun á bökunarvörum fyrir Kornax og hveitiklíði fyrir Heilsu. Gullsteinn er í eigu Jóns Árna Sigurðssonar á Reykhólum og fjölskyldu hans og hefur bækistöð í húsinu þar sem útibú Kaupfélags Króksfjarðar var á sínum tíma. Í byrjun þessa mánaðar kynnti Jón Árni fyrirtækið Gullstein og starfsemi þess á mánaðarlegum súpufundi á Reykhólum.
...
Meira
Sigvaldi Kaldalóns við píanóið.
Sigvaldi Kaldalóns við píanóið.
Dagskrá um tónskáldið ástsæla Sigvalda Kaldalóns verður í Hólmavíkurkirkju kl. 14 á morgun, sunnudag. Fjallað verður um æviferil Sigvalda og flutt tónlist eftir hann. Jafnframt verður opnuð sýning í minningu hans í félagsheimilinu á Hólmavík. Að þessum menningarviðburði standa kirkjukór Hólmavíkurkirkju, Þjóðfræðistofa og Snjáfjallasetur með stuðningi Menningarráðs Vestfjarða. Tónlist Sigvalda er í einstökum tengslum við ljóð Höllu skáldkonu frá Gilsfjarðarmúla í núverandi Reykhólahreppi.
...
Meira
Bókhlaðan í Flatey (byggð árið 1864).
Bókhlaðan í Flatey (byggð árið 1864).
Sex vestfirsk verkefni fá á þessu ári styrki frá Ferðamálastofu vegna úrbóta á ferðamannastöðum. Langhæsta styrkinn af þessum sex og þann næsthæsta á landsvísu, þrjár millj. króna, hlýtur Framfarafélag Flateyjar til að bæta aðstöðu fyrir ferðafólk í eynni. Flatey er eins og mestur hluti Breiðafjarðareyja innan vébanda Reykhólahrepps. Alls var 28 styrkjum úthlutað að þessu sinni. Úthlutunin var kunngerð fyrir fáum dögum.
...
Meira
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð.
Niðurskurður af hálfu ríkisins kemur mjög illa við rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum. Hann svarar til 14,4 milljóna króna framlags frá ríkinu á ári eða um 15% af framlagi til heimilisins. Í bókun hreppsnefndar Reykhólahrepps í gær segir, að þar með sé rekstrargrundvöllur Barmahlíðar brostinn. Hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar barst um miðjan síðasta mánuð tölvupóstur frá ráðuneyti um niðurskurðinn. Hjúkrunarforstjóri kom erindi þessu áfram til hreppsnefndar, enda er henni málið skylt, að ekki sé meira sagt.
...
Meira
Hafliði Aðalsteinsson  (bláklæddur) og Hjalti Hafþórsson við smíðar á Bátasafni Breiðafjarðar.
Hafliði Aðalsteinsson (bláklæddur) og Hjalti Hafþórsson við smíðar á Bátasafni Breiðafjarðar.
Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum hefur lagt Reykhólahreppi til rúmlega fjórar milljónir króna í uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar og Hlunnindasýningar á Reykhólum. Í þessu verkefni er sveitarfélagið í samvinnu við áhugamannafélagið og við Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í gær - sjá Fundargerðir (pdf) neðst til vinstri hér á vefnum. Á fundinum var jafnframt samþykkt að ráða Hjalta Hafþórsson, einn af bátasmiðum og forsvarsmönnum áhugamannafélagsins, tímabundið í fjóra mánuði til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppsetningar nýrrar sýningar.
...
Meira
Frá afhendingu verðlaunanna.
Frá afhendingu verðlaunanna.
Nemendur Auðarskóla í Búðardal hlutu önnur verðlaun í fyrri hluta verkefnisins Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Afhending verðlaunanna fór fram í Háskólanum í Reykjavík fyrir skömmu. Verkefnið er á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni. Um er að ræða samstarfsverkefni höfuðborgar og landsbyggðar, sem Reykjavíkurborg og fleiri styrkja. Verkefnið felst í því, að nemendur í efstu bekkjum grunnskóla skrifa ritgerðir um það hvernig þeir sjá heimabyggðina geta orðið betri. Fyrstu verðlaun hlaut nemandi í Grunnskóla Raufarhafnar og þriðju verðlaun hlaut nemandi í Borgaskóla í Grafarvogi.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30