Tenglar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá NATA (North Atlantic Tourism Association), samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Í samræmi við áherslubreytingu í nýjum samningi landanna er nú hægt að sækja um styrki til tvenns konar verkefna. Annars vegar til verkefna í ferðaþjónustu, eins og verið hefur, og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna. Skilafrestur umsókna er til 13. mars.
...
Meira
Nemendur 8.-10. bekkjar Reykhólaskóla standa fyrir þriggja kvölda keppni í félagsvist, sem er liður í fjáröflun unglinganna fyrir væntanlegri Danmerkurferð. Fyrsta spilakvöldið er í kvöld, miðvikudaginn 9. febrúar, en hin verða þriðjudagskvöldin 22. febrúar og 8. mars. Spilað verður í matsalnum í Reykhólaskóla og hefst spilamennskan kl. 19.30. Aðgangseyrir er aðeins kr. 500. Léttar veitingar í hléi. Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld fyrir sig og einnig vegleg verðlaun í lokin fyrir stigahæstu keppendurna samanlagt öll kvöldin.
...
Meira
Gervihnattarmynd: NASA.
Gervihnattarmynd: NASA.
Forsvarsmenn vestfirskra sveitarfélaga komu saman til fundar í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík á föstudag. Á fundinum var farið yfir 20/20, sóknaráætlun Vestfjarða. Af hálfu Reykhólahrepps sat Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri fundinn. „Þetta var afskaplega fínn og fræðandi fundur, þar sem ákveðið var að blása til sóknar fyrir Vestfirði. Fyrsti vinnufundur verður haldinn innan þriggja vikna og ætlunin er að skipta verkefnum á milli sín.
...
Meira
Samningar tókust fyrir nokkru milli Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum og Slippsins á Akureyri um að ljúka endurbyggingu og breytingum á hinu nýja skipi verksmiðjunnar, Fossá ÞH 362. Verkið felst í sérstökum þörfum Þörungaverksmiðjunnar. Ekki var hægt að klára verkið hjá Þorgeiri & Ellert á Akranesi eins og vonast hafði verið til. Stefnt er að því að Fossá verði að nýrri Karlsey og leysi hina gömlu af hólmi. Ekki hefur verið ákveðið hvaða hlutverk fyrirtækið mun finna fyrir Karlseyna gömlu þegar þjónustu hennar lýkur.
...
Meira
1 af 2
Selurinn á myndunum var að svamla við nýja og fína hafnargarðinn á Reykhólum í dag. Hann hefur sjálfsagt verið að athuga um þá Brynjólf Smárason og Hilmar Óskarsson, sem eru að ganga frá raflögnum að garðsendaljósi og lýsingu við flotbryggjuna. Myndirnar tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.
...
Meira
Frá stofnfundi BSV á Þorláksmessu.
Frá stofnfundi BSV á Þorláksmessu.
Átta sóttu um stöðu verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða (BSV) um málefni fatlaðra, en Reykhólahreppur á aðild að samlaginu. Verið er að undirbúa viðtöl og standa vonir til þess að gengið verði frá ráðningu í vikunni. Stofnfundur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra var haldinn í Þróunarsetrinu á Ísafirði á Þorláksmessu. Þar var samþykktur samningur um stofnun samlagsins, sem hefur yfirumsjón með málaflokknum eftir að hann færðist frá ríki til sveitarfélaga um áramótin. Verkefnastjóra BSV er ætlað að hafa umsjón og eftirlit með framkvæmd nýs þjónustusamnings málefna fatlaðra og bera ábyrgð á honum gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn BSV.
...
Meira
1 af 2
Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur á Leikskólanum Hólabæ á Reykhólum í fyrradag. Að þessu sinni var efnt til náttfatadags og allir máttu koma með tuskudýr með sér. „Fengum ávaxtasafa, kex og poppkorn og svo héldum við dúndurball“, segir Björg Karlsdóttir leikskólastjóri. Hún sendi vefnum jafnframt fjölda mynda sem finna má undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin.
...
Meira
Núverandi vefur Reykhólahrepps var opnaður 24. apríl 2008, sumardaginn fyrsta. Áður höfðu verið settar inn á vefinn fáeinar fréttir til prófunar, ásamt því sem miklu af eldri fundargerðum og ýmsu öðru hafði verið safnað inn á hann þannig að lesendur kæmu ekki að tómum kofanum. Hinn 15. ágúst 2008 var vefteljarinn Google Analytics tengdur við vefinn. Frá þeim tíma og fram til 31. janúar 2011 eru 900 dagar. Fjöldi heimsókna á vefinn á þeim tíma er 227.719 eða 253 á dag að jafnaði. Fjöldi flettinga á vefnum á þeim tíma er 789.829 eða 878 á dag að jafnaði. Ef litið er á þann tíma sem leið frá opnun vefjarins og þar til teljarinn var tengdur má ætla að heimsóknir frá upphafi og til nýliðinna mánaðamóta séu um 250.000 og flettingar um 880.000.
...
Meira
Réttindanám í vélgæslu í samstarfi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Guðmundar Einarssonar kennara á Ísafirði er áformað í Tjarnarlundi í Saurbæ í sumar. Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður á skipum 12 metrar að skráningarlengd og styttri, með vélarafl 750 kW eða minna (skírteini: Smáskipa vélavörður SSV). Að loknu 7 eininga viðbótarnámi sem skilgreint er í námskrá fást réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (skírteini: Vélavörður VV) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum fjögurra mánaða siglingatíma sem vélavörður (skírteini: Vélavörður VVY).
...
Meira
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sóknaráætlunin Ísland 2020 feli í sér tækifæri sem ekki hafa boðist sveitarfélögum í langan tíma. Í raun sé um að ræða eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í byggðamálum á Íslandi í áratugi. Sóknaráætlunin Ísland 2020 var samþykkt af ríkisstjórninni fyrir skömmu. „Í sóknaráætlunum fyrir hvern landshluta skal taka mið af þeirri svæðaskiptingu sem ákveðin var í undirbúningsvinnunni, sem miðar við núverandi starfssvæði landshlutasamtaka sveitarfélaga“, segir Karl í forystugrein tímaritsins Sveitarstjórnarmála.
 ...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30