Tenglar

Fyrir nokkrum dögum gekk Áki Guðni Karlsson þjóðfræðingur frá lokaverkefni sínu til meistaraprófs í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Ritgerð hans ber heitið Menningartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum. Í tölvupósti að Reykhólum segir höfundur m.a.: „Mig langar til að þakka ykkur kærlega fyrir veitta aðstoð vegna meistaraverkefnis míns í þjóðfræði og sendi ykkur hérna tengil á ritgerðina.“
...
Meira
Leiktímarnir í íþróttahúsinu á Reykhólum í umsjá Eyva og Ólafíu í Hólakaupum eru að fara af stað á nýjan leik. Þeir verða framvegis á sunnudagsmorgnum kl. 11-12 og verður sá fyrsti núna á sunnudaginn. Margir þekkja þessa leiktíma frá því að þeir voru í íþróttahúsinu í haust og vetur. Um er að ræða leikjanámskeið þar sem börn á öllum aldri, nánast frá fæðingu til tíræðs, koma saman og fara í alls konar leiki. Allir eru velkomnir. „Sjáumst öll hress aftur“, segja Eyvi og Ólafía.
...
Meira
Björn Samúelsson á Reykhólum undir stýri á farþegabáti sínum við Flatey á Breiðafirði.
Björn Samúelsson á Reykhólum undir stýri á farþegabáti sínum við Flatey á Breiðafirði.
Tillögur um breytingar á skipan Breiðafjarðarnefndar valda ólgu meðal sveitarstjórnarmanna beggja vegna Breiðafjarðar, segir á vef Ríkisútvarpsins. Í þeim er gert ráð fyrir að heimamenn eigi aðeins einn mann í nefndinni í stað fjögurra. Nefndin er nú skipuð sjö mönnum, þar af fjórum frá sveitarfélögunum sem liggja að Breiðafirði. Í tillögum nefndar sem hafði það hlutverk að endurskoða lög um verndun Breiðafjarðar er gert ráð fyrir fimm manna nefnd og þar af aðeins einum skipuðum af heimamönnum. Fulltrúi Reykhólahrepps (Austur-Barðastrandarsýslu) í nefndinni er nú Eiríkur Snæbjörnsson á Stað og varamaður hans Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum.
...
Meira
11. febrúar 2011

Kennsla í notkun Facebook

Símenntunarstöðin á Vesturlandi gengst á næstunni fyrir kennslu í notkun Facebook, samskiptavefjarins vinsæla. Allir geta auðveldlega lært að nota þennan vef. „Skemmtilegt námskeið sem hjálpar fólki að finna gömlu vinina eða finna út hvað barnabörnin eru að gera“, segir í tilkynningu. Kennslan tekur aðeins einn og hálfan tíma en það nægir alveg til að ná valdi á Facebook....
Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir, sem fyrir skömmu var ráðin í nýstofnaða stöðu félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps, verður framvegis með viðtalstíma á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum á þriðjudögum kl. 10-15. Auk þess er hægt að hafa samband við hana í síma 451 3510 og jafnframt geta allir á svæði hennar líka komið á skrifstofu hennar í Þróunarsetrinu, Höfðagötu 3 á Hólmavík, 2. hæð. Þar er viðtalstími hennar mánudaga og miðvikudaga kl. 9.30-15 og fimmtudaga kl. 9.30-12.
...
Meira
Reykhólahreppur auglýsir laust starf við ræstingu á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða tvær klukkustundir í viku. Umsækjandi þarf að vera eldri en 18 ára. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Hægt er að sækja um starfið á skrifstofu hreppsins við Maríutröð á Reykhólum eða í netfanginu sveitarstjori@reykholar.is. Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 434 7880.
...
Meira
Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir yfirvofandi fækkun lögreglumanna á landsbyggðinni. „Aðgerð þessi mun án efa ógna öryggi íbúa og ekki síst ferðamanna þar sem biðtími eftir aðstoð eykst og munu þessar breytingar líklega hafa í för með sér aukið álag á lögreglumenn sem eru nú þegar undir gríðarlegu álagi þar sem umdæmi er víðfeðm og erfið yfirferðar“, segir í bókun bæjarráðs. Bæjarráð tók einnig fyrir bréf frá stjórn Lögreglufélags Vesturlands þar sem varað er við varhugaverðri þróun löggæslumála á Vesturlandi. Reykhólahreppur heyrir undir lögregluna á Patreksfirði, enda þótt styttra sé í helstu byggð í hreppnum frá Hólmavík og Búðardal, en á síðarnefnda staðnum hefur verið ákveðið að leggja lögregluvarðstöðina niður.
...
Meira
Ferðakostnaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða fjórfaldaðist í tíð framkvæmdastjórans Þorgeirs Pálssonar, sem lét af störfum í haust. Samkvæmt ársskýrslu félagsins nam ferðakostnaðurinn 2,6 milljónum króna árið 2007, en árið eftir tók Þorgeir við framkvæmdastjórn félagsins. Árið 2008 tvöfaldaðist ferðakostnaðurinn og var þá 5,3 milljónir króna og árið 2009 var hann kominn upp í 10,4 milljónir.
...
Meira
Vegna óviðráðanlegra orsaka er fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps, sem halda átti í dag, frestað um viku.
...
Meira
Formaður samtakanna Beint frá býli, Guðmundur Jón Guðmundsson, segir í samtali við mbl.is að sláturkostnaður hafi hækkað það mikið á síðustu tveimur árum, að það sé orðið raunhæfur kostur að koma upp litlum sláturhúsum hér á landi. Færanleg sláturhús (bíll) séu hins vegar ekki fýsilegur kostur vegna lítilla afkasta og mikils stofnkostnaðar. Öll sláturhús á Vestfjarðakjálkanum eru úr sögunni, þar á meðal sláturhúsið í Króksfjarðarnesi. Í staðinn er féð kasað í flutningabíla og sent norður í land til slátrunar.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30