Tenglar

Reykhólaskóli.
Reykhólaskóli.
212 milljónir króna koma í hlut vestfirskra sveitarfélaga í áætlaðri úthlutun jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á þessu ári. Í hlut Reykhólahrepps koma tæpar 13 milljónir króna. Mest kemur í hlut Ísafjarðarbæjar eða 61 milljón króna. Minnst kemur í hlut Árneshrepps á Ströndum eða tæpar 2 milljónir, en þar er að finna fámennasta skóla landsins.
...
Meira
Bændasamtök Íslands telja að drög að breyttum náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. Einnig muni breytingarnar takmarka enn frekar ráðstöfunar- og nýtingarrétt landeigenda yfir jörðum sínum.
...
Meira
Reykhóladagur: Kristján Ebenesersson á Stað undir stýri á allfornum traktor.
Reykhóladagur: Kristján Ebenesersson á Stað undir stýri á allfornum traktor.
Harpa Eiríksdóttir frá Stað á Reykjanesi, sem er við háskólanám í Oxford á Englandi, hollvinur héraðsins síns, sendi vefnum póst. Þar biður hún um að komið verði á framfæri fyrirspurn um það hvenær fólk vilji hafa Reykhóladaginn 2011. „Ég hef mikinn áhuga á þessum degi og hef heyrt fólk segja að það vilji að hann verði færður framar í mánuðinn“, segir Harpa. Reykhóladagurinn árlegi sem stofnað var til fyrir nokkrum árum hefur fram til þessa verið haldinn í lok ágúst.
...
Meira
Nauðsyn á stækkun tjaldstæðisins við Grettislaug er mjög til umræðu.
Nauðsyn á stækkun tjaldstæðisins við Grettislaug er mjög til umræðu.
Nýtt efni er komið inn á undirvefi á þessum vef. Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum orti kvæði um stjórnlagaþingsdóminn - sjá Gamanmál í valdálkinum hér vinstra megin. Mörgum finnst dómurinn að vísu ekki með nokkru móti heyra undir gamanmál! Og vegna nýlegrar umræðu um hugmyndabanka sendu þeir Guðbjartur Ásgeirsson og Magnús Þorgeirsson hugleiðingar - sjá Sjónarmið / Aðsent efni í valdálkinum.
...
Meira
Ingvar Samúelsson á Reykhólum.
Ingvar Samúelsson á Reykhólum.
Miklar umræður urðu í athugasemdakerfinu neðan við frétt hér á vefnum fyrir stuttu, þar sem rætt var um hugmyndabanka fyrir Reykhólahrepp. Seinasta innleggið þar birtist í þann mund sem fréttin hvarf niður af forsíðu vefjarins, en þegar svo er komið eru fáir sem líta á athugasemdir. Þess vegna er tilskrifið birt hér í sérstakri frétt, en það er frá Ingvari Samúelssyni á Reykhólum og hefur að geyma margar hugmyndir og efnispunkta. Pistill Ingvars er á þessa leið:
...
Meira
Um 190 manns eða nær 70% af hverju mannsbarni í Reykhólahreppi hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda að finna leið til að gera Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kleift að halda áfram óbreyttum rekstri. Þátttakan hefur verið svo mikil að varla verður um mikla viðbót að ræða úr þessu. Listar liggja samt enn frammi í Barmahlíð og á skrifstofu Reykhólahrepps. Strax eftir að tilkynning barst um niðurskurðinn á heimilinu kom hreppsnefnd saman til óformlegs fundar um málið. „Búið er að biðja um fund með ráðherra þar sem við vonumst til að geta framvísað undirskriftunum“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Við vonumst til að fá að hitta ráðherra fljótlega.“
...
Meira
Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Vegna nálægðarinnar við Dalabyggð og Búðardal snertir þetta Reykhólahrepp, enda þótt hann heyri formlega undir lögregluna á Vestfjörðum. Í dag var opnaður undirskriftavefurinn budardalur.is þar sem fólki gefst kostur á að mótmæla þessari ráðstöfun. Jafnframt hafa undirskriftalistar á pappír verið í gangi, meðal annars á Reykhólum. Þeir sem hafa skrifað á pappírslistana eru hvattir til að skrá sig líka á vefinn.
...
Meira
Jónína Hafsteinsdóttir, starfsmaður á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og áður á Örnefnastofnun Íslands, verður sjötug 29. mars. Árnastofnun hyggst halda upp á tímamótin og þakka Jónínu farsælt starf um langt skeið með því að gefa út afmælisrit til heiðurs henni. Í ritið skrifa samstarfsmenn og félagar Jónínu, fólk sem hefur komið að örnefnamálum víða um land og fólk sem átt hefur í samskiptum við hana gegnum störf hennar. Jónína hefur talsverð tengsl og kynni í Reykhólahreppi og víðar við norðanverðan Breiðafjörðinn og líklegt er að einhverjir þar kynnu að hafa áhuga á því að óska henni heilla.
...
Meira
Lögð var fram á Alþingi í gær tillaga til þingsályktunar um að sett verði á fót nefnd sem móti tillögur um lækkun húshitunarkostnaðar. Fyrsti flutningsmaður er Einar K. Guðfinnsson, þingmaður NV-kjördæmis, en meðflutningsmenn hans eru 14 aðrir þingmenn úr fjórum stjórnmálaflokkum. Einar segir að fyrir þessu séu margvísleg rök sem tíunduð eru í greinargerð með tillögunni.
...
Meira
Refaveiðar samræmast ekki tilskipunum Evrópusambandsins, sem vill friða refi algerlega. Þá vill sambandið að ríki tryggi refum friðlönd innan landamæra sinna. Málið hefur komið til umræðu á svonefndum rýnifundum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Að sögn Bændablaðsins duga þau litlu frávik sem eru á tilskipunum sambandsins um refi hvergi nærri til að halda uppi refaveiðum hér á landi, eins og verið hefur.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30