17. janúar 2011
Skorið niður á Dvalarheimilinu Barmahlíð
Reykhólahreppi barst á föstudag tölvupóstur frá fjármálaráðuneyti þess efnis, að vegna efnahagserfiðleika ríkissjóðs hafi stjórnvöld þurft að minnka umsvif og lækka fjárveitingar sem ætlaðar eru til reksturs öldrunarheimila. Fram kemur, að á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum fækkar öldrunarrýmum úr 14 í 12. Þessi ákvörðun hefur þegar tekið gildi, eftir því sem fram kemur í póstinum. Vegna þessa máls verður haldinn fundur í hreppsnefnd Reykhólahrepps annað kvöld þar sem viðbrögð verða rædd. Að mati forsvarsmanna hreppsins er hér um að ræða stórmál á mælikvarða lítils sveitarfélags.
...
Meira
...
Meira