Tenglar

Barmahlíð í sól og sumaryl.
Barmahlíð í sól og sumaryl.
Reykhólahreppi barst á föstudag tölvupóstur frá fjármálaráðuneyti þess efnis, að vegna efnahagserfiðleika ríkissjóðs hafi stjórnvöld þurft að minnka umsvif og lækka fjárveitingar sem ætlaðar eru til reksturs öldrunarheimila. Fram kemur, að á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum fækkar öldrunarrýmum úr 14 í 12. Þessi ákvörðun hefur þegar tekið gildi, eftir því sem fram kemur í póstinum. Vegna þessa máls verður haldinn fundur í hreppsnefnd Reykhólahrepps annað kvöld þar sem viðbrögð verða rædd. Að mati forsvarsmanna hreppsins er hér um að ræða stórmál á mælikvarða lítils sveitarfélags.
...
Meira
Mynd: Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.
Mynd: Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.
Fremur sérstakt má telja, að af öllum þeim erlendu skipum sem íslenska hafnarríkiseftirlitið skoðaði á nýliðnu ári var aðeins eitt í vestfirskri höfn - í Reykhólahöfn. Eins og á undanförnum árum hefur farið fram eftirlit með erlendum skipum í formi hafnarríkisskoðana í samræmi við samþykkt Parísarsamkomulagsins og tilskipanir Evrópusambandsins sem varða eftirlit með erlendum skipum og mengunarvörnum.
...
Meira
Í næstu tveimur þáttum Landans í Sjónvarpinu, sunnudagskvöldin 16. og 22. janúar, verður langvarandi fólksfækkun á Vestfjörðum meðal annars til umfjöllunar. Athygli vekur að þrátt fyrir allt sem Vestfirðir hafa að bjóða, ekki síst þegar atvinnuleysi er vandamál í flestum öðrum landshlutum, þá heldur fólki samt stöðugt áfram að fækka á Vestfjörðum. Landinn leitar skýringa á þessu meðal heimamanna og annarra og veltir því upp hvað sé til ráða.
...
Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu félagsmálastjóra á Ströndum og í Reykhólahreppi. Hún er með sálfræðimenntun frá Háskólanum í Utrecht í Hollandi og Háskóla Íslands, auk þess sem hún hefur meistaragráðu í viðskiptastjórnun (MBA-próf) frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hún lokið diplómanámi í stjórnendamarkþjálfun eða Coaching frá Háskólanum í Reykjavík.
...
Meira
Af vef safnsins á Hnjóti.
Af vef safnsins á Hnjóti.
Stjórn Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð ætlar að sækja með dómsvaldi gripi sem hún telur í eigu safnsins. Kristinn Egilsson bóndi á Hnjóti, sem hefur þá til varðveislu, ætlar ekki að láta munina nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Egill heitinn Ólafsson á Hnjóti, stofnandi minjasafnsins, gaf það árið 1983 og núna er það í eigu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Verið er að endurskipuleggja starfsemi safnsins. Meðal annars eiga bátar þess að fara til varðveislu á nýju bátasafni að Reykhólum. Þá ákvörðun er Kristinn Egilsson, ábúandi á Hnjóti og sonur stofnanda safnsins, ekki sáttur við.
...
Meira
Þorrablótið árvissa og vinsæla verður í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardagskvöldið 22. janúar. Að venju verður úrvals þorramatur að hætti heimafólks. Hljómsveitin Sambandið leikur fyrir dansi. Forsala miða verður í anddyri íþróttahússins fimmtudaginn 20. janúar frá kl. 18 til 20 en hægt er að panta miða eins og fram kemur hér að neðan.
...
Meira
Unnið við bát á Reykhólum. Mynd fengin á vef Bátasafns Breiðafjarðar.
Unnið við bát á Reykhólum. Mynd fengin á vef Bátasafns Breiðafjarðar.
Vinna við undirbúning að opnun nýrrar sýningar í húsnæði Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum er komin í fullan gang. Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar og Reykhólahreppur ásamt fulltrúa frá Æðarvéum hafa komið á fót þriggja manna nefnd til að vinna að þessum málum. Hlutverk nefndarinnar er að setja saman hugmyndir að nýrri sameiginlegri sýningu í safnahúsinu, sem tekur yfir hlunnindanytjar og bátasmíðar á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að opna millivegg sem hefur aðskilið sýningarnar hingað til og sett verði upp ein heildstæð sýning. Einnig er þessari nefnd ætlað að leggja fram tillögur að stefnumótun til framtíðar um aðkomu Reykhólahrepps í safnamálum. Í nefndinni sitja Eiríkur Kristjánsson fyrir Reykhólahrepp, Hjalti Hafþórsson fyrir Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Eiríkur Snæbjörnsson á Stað fyrir Æðarvé.
...
Meira
Skálanes. Mynd af vefnum visir.is.
Skálanes. Mynd af vefnum visir.is.
1 af 2
Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur um hlaðið á sveitabæ. Vegarkaflinn liggur um Skálanes í Reykhólahreppi, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar. Á þessari leið er vegurinn gamli svo mjór og hlykkjóttur og með svo mörgum blindbeygjum, að mælst er til þess að ekki sé ekið þarna nema á þrjátíu kílómetra hraða. Vegurinn er svo nálægt húsunum á Skálanesi að bílar nánast sleikja gamla söluskálann og bensínafgreiðsluna sem Kaupfélag Króksfjarðar (KKK) rak þarna allt fram til ársins 2000.
...
Meira
11. janúar 2011

Konuhittingur á Skriðulandi

Skriðuland.
Skriðuland.
Hefðbundinn konuhittingur verður á Skriðulandi í Saurbæ í kvöld, þriðjudag, og hefst kl. 20.
...
Meira
Hinn mánaðarlegi súpufundur í húsnæði Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum verður annað kvöld, þriðjudagskvöldið 11. janúar. Þá fjallar Hjalti Hafþórsson um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum. Húsið verður opnað kl. 18.30. Súpuna annast að venju Steinar í Álftalandi.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30