Tenglar

Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum, öllu betur þekktur sem Dalli, var kjörinn formaður samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) á síðasta aðalfundi þeirra sem haldinn var á Árskógsströnd við Eyjafjörð í nóvember. Í hóp varamanna var kjörinn Þórarinn Ólafsson í Reykhólahreppi. Samtökin voru stofnuð sumarið 2001.
...
Meira
Veðurofsinn sem fór yfir Ísland í gær kom líka við í Reykhólahreppi. Strax í fyrrinótt var orðið rafmagnslaust í héraðinu. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða unnu hörðum höndum að því að koma rafmagni á sem fyrst. Vararafstöðin var keyrð til þess að halda rafmagni inni á Reykhólum. Rafmagnslaust var í stórum hluta af sveitinni og loka þurfti bankanum í Nesi vegna rafmagnsleysis. Sumir bæir voru án rafmagns í 10 klukkustundir. Ástæða þess er að aflrofi brann í aðveitustöðinni í Geiradal. Bráðabirgðaviðgerð var lokið um kl. 23 í gærkvöldi.
...
Meira
Herdís Erna og Ingibjörg gera honnör í Selárdal.
Herdís Erna og Ingibjörg gera honnör í Selárdal.
Herdís Erna Matthíasdóttir og Ingibjörg Þór á Reykhólum efna til samkvæmis og hafa opið hús í matsal Reykhólaskóla annað kvöld, laugardagskvöldið 8. janúar. Tilefnið er fertugsafmæli þeirra beggja um þessar mundir og þannig eru þær áttræðar samanlagt. Ingibjörg varð fertug 27. desember en Herdís Erna verður fertug núna á sunnudag, 9. janúar. Fagnaðurinn hefst kl. 20. Þetta á að verða heljarinnar partí, eins og önnur þeirra komst að orði.
...
Meira
Vegna ýmissa atburða í íþróttahúsinu á Reykhólum um helgar í janúar-febrúar byrja leikjanámskeið ekki fyrr en sunnudaginn 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eyva og Ólafíu í Hólakaupum.
...
Meira
Fyrsti fundur hreppsnefndar Reykhólahrepps á nýju ári var haldinn í dag. Til umræðu var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2011. Fram kemur í fundargerð, að gert er ráð fyrir óbreyttu útsvarshlutfalli og óbreyttri álagningu fasteignagjalda. Ekki er gert ráð fyrir að farið verði í neinar stórar framkvæmdir á árinu.
...
Meira
Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi hefur aflýst þrettándagleðinni sem átti að vera á Reykhólum annað kvöld, 6. janúar. Félagið óskar öllum héraðsbúum og nærsveitafólki farsældar á nýja árinu og þakkar fyrir það gamla.
...
Meira
Súpufundurinn mánaðarlegi á Reykhólum átti að þessu sinni að vera í kvöld, miðvikudaginn 5. janúar, en hann flyst fram á þriðjudaginn í næstu viku, 11. janúar. Þá verður Hjalti Hafþórsson fyrir hönd Bátasafns Breiðafjarðar með fyrirlestur, sem verður að venju í húsnæði Hlunnindasýningarinnar og verður húsið opnað kl. 18.30.
...
Meira
Við Auðarskóla í Tjarnarlundi í Saurbæ vantar vegna forfalla matráð í 40% starf. Vinnutími er frá kl. 10 til 14 frá mánudegi til fimmtudags. Áhugasamir hafi endilega samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða í netfanginu eyjolfur@dalir.is.
...
Meira
Slökkvidælan í Hænuvík. Mynd: ruv.is.
Slökkvidælan í Hænuvík. Mynd: ruv.is.
Litlar traktorsdrifnar brunadælur geta skipt sköpum ef eldur kemur upp á afskekktari stöðum. Slökkviliðsstjórinn á Patreksfirði vill að íbúar á slíkum stöðum verði sín eigin slökkvilið. Búið er að koma einni slíkri dælu fyrir á ferðaþjónustubænum Hænuvík við utanverðan Patreksfjörð. Litlu dælurnar láta ekki mikið yfir sér en þegar þær eru komnar á sinn stað aftan á dráttarvélunum skila þær álíka krafti og meðal slökkvidæla á slökkvibíl. Og þær hafa þann kost að þær eru alltaf á staðnum.

 

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði, vill að íbúar á afskekktum bæjum séu færir um að bjarga sér sjálfir ef upp kemur eldur. Slökkviliðið geti verið lengi á staðinn. Svo komist traktorarnir líka miklu lengra en slökkvibílar. En Davíð segir slökkvidælu ekki vera nóg, reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvitæki þurfi að vera á hverjum bæ. Hann segir, að búi fólk í 20-30 mínútna fjarlægð frá slökkviliði, þá sé ekki hægt að tala um lífbjörgun.

 

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.

 

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
1 af 2
Það er ekki á hverju ári sem fólk búsett í Reykhólahreppi hlýtur hina íslensku fálkaorðu úr hendi forseta Íslands á Bessastöðum. Núna á nýársdag varð Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II þessa heiðurs aðnjótandi. Þá fékk hún riddarakross fyrir framlag sitt til félagsmála á landsbyggðinni. Á sínum tíma var Jóna Valgerður alþingismaður fyrir Vestfjarðakjördæmi en síðar sveitarstjóri og oddviti í Reykhólahreppi, auk þess að gegna fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum.

Árið 1985 hlaut Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi, fræðimaður og rithöfundur á Miðjanesi, riddarakross fyrir fræði- og félagsmálastörf. Hann gegndi fjölbreyttum trúnaðarstörfum fyrir hérað sitt. Fræðistörfin og bækurnar hans munu þó einkum halda nafni hans á lofti um langa framtíð.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30