Tenglar

Nýlega fór af stað á Reykhólum veigamikið námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem nefnist Grunnmenntaskólinn. Um er að ræða 300 stunda námskeið sem hentar vel þeim sem eru 21 árs og eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Kenndar eru grunnnámsgreinar og samsvarar námsefnið lokum grunnskóla og upphafi framhaldsskóla. Þá eru sjálfsstyrking og samskipti rauður þráður í námskrá Grunnmenntaskólans. Ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur samþykkt að meta megi námskrána til allt að 24 eininga í framhaldsskólum en hver framhaldsskóli hefur þó í hendi sér hvað er metið inn hverju sinni.
...
Meira
Frá Teigsskógi. Mynd: Sævar Helgason.
Frá Teigsskógi. Mynd: Sævar Helgason.
Þrír þingmenn NV-kjördæmis hafa lagt fram lagafrumvarp um uppbyggingu á Vestfjarðavegi. Markmiðið er að stuðla að bættum samgöngum og umferðaröryggi. Í því felst að leggja veg frá Þórisstöðum í Þorskafirði, út með Þorskafirði vestanvert, um Teigsskóg og Hallsteinsnes, þvert yfir utanverðan Djúpafjörð vestur á Grónes og þaðan þvert yfir utanverðan Gufufjörð um Melanes og vestur fyrir Kraká, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Flutningsmenn eru Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson.
...
Meira
Frá „gömlu“ sýningunni á Reykhólum.
Frá „gömlu“ sýningunni á Reykhólum.
Eins og fram hefur komið er verið að vinna að undirbúningi nýrrar sameiginlegrar sýningar í safnahúsinu á Reykhólum, þar sem gerð verða skil hlunnindanytjum og bátasmíðum á Breiðafirði. Vegna þessa verkefnis er óskað eftir myndum og munum sem tengjast sjósókn og hlunnindanytjum, svo sem æðarfugli og sel og öðrum nytjaskepnum. Auglýst er eftir myndum sem hægt væri að fá lánaðar til skönnunar ásamt leyfi til notkunar í þessum tilgangi. Jafnframt væri gott að fá leyfi til að nota á sýningunni gripi sem tengjast viðfangsefninu þannig að hún megi verða sem veglegust.
...
Meira
Villisvín: Ófrýnilegt en kjötgott.
Villisvín: Ófrýnilegt en kjötgott.
Meindýraeyðirinn og rithöfundurinn Eyjólfur Guðmundsson hefur haft samband við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og lagt fram nýstárlegar hugmyndir sem hann telur að muni auka ferðamannastraum til Vestfjarða til muna. Eyjólfur sem hefur áhyggjur af fólksfækkun á svæðinu vill láta flytja kuldaþolna grasbíta hingað til lands og sleppa þeim villtum á Vestfjörðum. Þannig verði hægt að skapa störf í ferðamannaþjónustu, sem aftur komi í veg fyrir fólksfækkun. Dýrin sem hann telur að gætu aukið fjölbreytileika lífríkisins á Vestfjörðum og dregið að sér ferðamenn eru meðal annars lamadýr, villisvín, fasanar, sauðnaut og snæhérar.
...
Meira
Ein afleiðing mildrar veðráttu er mikill músagangur. Verstur var hann á Skáldstöðum. Húsið fylltist af músum. Engu breytti þó allt væri lokað, þær fóru gegnum heila veggi og hversu mörgum sem Ebbi náði komu „nýir hópar í skörðin“. Allt var reynt og lausnin fannst á endanum: Ebbi meig hringinn í kringum húsið. „Ég komst nú ekki allan hringinn í einni ferð“, sagði hann aðspurður.
...
Meira
Ilmurinn er indæll og bragðið eftir því.
Ilmurinn er indæll og bragðið eftir því.
Annað kvöld brestur á þorrablótið árvissa og vinsæla á Reykhólum. Að þessu sinni er sú nýlunda þar, að foreldrar og aðrir aðstandendur nemenda í 8.-10. bekk í Reykhólaskóla ætla að vera með sjoppu eftir að borðhaldi lýkur. Einnig verða til sölu heitar og kaldar samlokur. Þetta er gert í fjáröflunarskyni vegna Danmerkurferðar nemenda sem áformuð er í vor. Aldrei er að vita nema einhverjir finni til löngunar í eitthvað annað og meira þegar líður frá aðalmáltíðinni á blótinu. Sumir koma líka ekki fyrr en að loknu borðhaldi.
...
Meira
Nýsmíðin Vinfastur. Mynd: Gjóla.
Nýsmíðin Vinfastur. Mynd: Gjóla.
Hvernig er mörg þúsund ára saga bátasmíða á Norðurlöndum sögð á einum klukkutíma? Almennar sýningar á heimildamyndinni Súðbyrðingur - saga báts eru að hefjast og standa til 10. febrúar í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Fjórir menn smíða bát í húsnæði Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum. Fyrirmyndin er Staðarskektan, sem lengi fúnaði í grasi í Reykhólasveit en nú á safninu. Fylgst er með smíði bátsins frá kili, sem þróaðist frá eintrjáningi steinaldar, og svo upp - byrðingurinn, stefnið, borðstokkarnir, í gegnum söguna að seglunum og sjósetningu sem inniber ferðalagið á vit hins óþekkta, en líka aftur á bak til fortíðar smiðanna sjálfra, þegar þessir bátar voru notaðir og smíðaðir - heima. Bátssmíðin verður ekki aðeins að kvikmynd heldur verður kvikmyndin sjálf að báti sem smíðaður er utan um viðfangsefnið.
...
Meira

Tilskrif: „Mér var að detta í hug hvort væri ekki sniðugt að hafa hugmyndabanka á Reykhólavefnum þar sem fólk gæti komið hugmyndum sínum á framfæri. Þetta er notað í sumum fyrirtækjum þar sem fólk getur skrifað niður allt sem má betur fara og komið með lausnir á vandamálum. Vestfirðir voru í fimmta sæti yfir áhugaverða staði úti í heimi sem fólk vill heimsækja og þá væri nú sniðugt að nýta sér það. Fólk sem býr hér lumar kannski á snilldarlausnum til að trekkja að ferðamanninn og bara gera samfélagið okkar ennþá betra til að búa í. Þetta myndi stuðla að jákvæðum hugsanagangi og fólk myndi vera meðvitaðara um samfélagið sem það býr í“, segir Hlynur Stefánsson á Reykhólum í pósti til umsjónarmanns þessa vefjar.

...
Meira
Ingibjörg Birna sveitarstjóri.
Ingibjörg Birna sveitarstjóri.
„Þetta kom eins og reiðarslag, vinnubrögðin eru ótrúleg“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í samtali við fréttavefinn Pressuna. Ingibjörg Birna segir að fulltrúar hreppsins hafi farið fyrir fjárlaganefnd síðasta haust til að biðja um fjölgun í samanlagt 20 rými því að þörf væri á þeim, auk þess sem Barmahlíð yrði þá betri rekstrareining. „Við vorum með 14 rými og 2 til viðbótar á undanþágu, ég veit ekki hvernig á að reikna þau eftir skerðinguna sem nemur 15 prósentum. Rýmin hafa verið fullnýtt og mjög vel nýtt. Nú mun standa eftir óhagkvæm stofnun því að hún verður ekki rekin með færra starfsfólki.“
...
Meira
Um síðustu helgi kepptu lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og lið Menntaskólans við Hamrahlíð í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Svo vill til að mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í keppninni fyrir hönd FVA með einum eða öðrum hætti var héðan úr Reykhólasveit. Fulltrúar FVA í Morfísliðinu sjálfu voru Hekla Karen Steinarsdóttir, Litlu-Grund, Helga Haraldsdóttir, Sælingsdalstungu, og Jón Axel Axelsson, Akranesi. Liðsstjóri hópsins var Olga Þórunn Gústafsdóttir, Reykhólum. Fundarstjóri var Sigurdís Egilsdóttir, Mávavatni, og tímavörður Hrefna Karlsdóttir, Kambi.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30