Vinafélag Grettislaugar með matarbingó á sunnudag
...
Meira
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir, Badda á Hofsstöðum, andaðist á miðvikudaginn, 27. október. Hún fæddist 16. maí 1930 á Tindum í Geiradal. Foreldrar hennar voru hjónin Arnór Einarsson og Ragnheiður Grímsdóttir bændur þar. Hún var yngst fjögurra systkina. Þau voru Grímur, sem var bóndi á Tindum, Einar verkfræðingur í Reykjavík, og Kristín saumakona í Reykjavík. Einnig áttu þau uppeldisbróður, Arnór Guðlaugsson, sem bjó í Kópavoginum. Þau eru öll látin. Bjargey ólst upp við sveitastörf, eins og gerðist á þeim tíma. Eftir barnaskóla, sem var farskóli, fór hún í héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp og þar nutu afburða námshæfileikar hennar sín vel. En hún kaus heldur að starfa heima í sveitinni sinni að því námi loknu en að stunda framhaldsnám. Meðal annars vann hún við barnaskólann á Reykhólum, sem nýlega var tekinn til starfa.
...