Tenglar

Grettislaug á sumardegi.
Grettislaug á sumardegi.
Vinafélag Grettislaugar á Reykhólum heldur á sunnudag bingó í matsal Reykhólaskóla og hefst það kl. 16. Þema bingósins er matur og allir vinningar eru matarkyns. Hægt verður að kaupa gos og súkkulaði á staðnum. Spjaldið kostar aðeins kr. 500. Ekki verður posi á staðnum.
...
Meira
Af vefnum Undirföt.is.
Af vefnum Undirföt.is.
Konukvöld á vegum Kvenfélagsins Kötlu verður í Bjarkalundi annað kvöld, föstudag, og hefst kl. 20.30. Þema kvöldsins er slæður og mælst er til þess að allar konur mæti með slæður. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Veislustjóri verður Sigríður Klingenberg lífskúnster og spámiðill og mun hún spá fyrir þeim sem vilja í lokin. Anna Gunnarsdóttir stílisti og snyrtifræðingur kíkir í fataskápinn og ráðleggur hvernig hægt er að gera mikið úr litlu og kennir að binda slæður. Ein heppin verður lituð, klippt og förðuð. Elína Hrund yngri, eigandi hársnyrtistofunnar Spes-Hár, mun sjá um klippingu og litun með Bed Head vörum frá TIGI. Anna Gunnarsdóttir snyrtifræðingur farðar með vörum frá Forever Living.
...
Meira
3. nóvember 2010

Kræklingasúpa á súpufundi

Hinn mánaðarlegi súpufundur verður haldinn í húsnæði Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 18.30. Að þessu sinni verður Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum með fyrirlestur um kræklingaeldi. Á fundinum munu Magga og Beggi á Gróustöðum bjóða fundargestum upp á kræklingasúpu. Enginn aðgangseyrir.
...
Meira
2. nóvember 2010

Áttatíu umsóknir um styrki

Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðs og Jón Jónsson menningarfulltrúi.
Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðs og Jón Jónsson menningarfulltrúi.
Áttatíu umsóknir um styrki bárust Menningarráði Vestfjarða að þessu sinni en umsóknarfrestur rann út á sunnudag. Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, segir að um sé að ræða svipaðan fjölda umsókna og undanfarin ár. „Þetta er blanda af litlum verkefnum og stórum og skemmtilegum hugmyndum sem sprengikraftur er í og við erum glaðir með þátttökuna. Nú tekur við tími þar sem Menningarráðið fer yfir umsóknirnar, vegur og metur bæði verkefnin og umsóknirnar en þetta þarf að fara saman, þ.e. að verkefnin séu spennandi og umsóknirnar vel unnar. Ráðið tekur sér mánuð í þessa yfirlegu þannig niðurstöður verða sjálfsagt kynntar um næstu mánaðamót“, segir Jón og bætir við að Menningarráð hafi afhent vilyrði fyrir styrkjum við athöfn sem haldin hefur verið víðs vegar í fjórðungnum og fyrirhugað sé að halda þeirri hefð áfram.
...
Meira
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir.
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir.

Bjargey Kristrún Arnórsdóttir, Badda á Hofsstöðum, andaðist á miðvikudaginn, 27. október. Hún fæddist 16. maí 1930 á Tindum í Geiradal. Foreldrar hennar voru hjónin Arnór Einarsson og Ragnheiður Grímsdóttir bændur þar. Hún var yngst fjögurra systkina. Þau voru Grímur, sem var bóndi á Tindum, Einar verkfræðingur í Reykjavík, og Kristín saumakona í Reykjavík. Einnig áttu þau uppeldisbróður, Arnór Guðlaugsson, sem bjó í Kópavoginum. Þau eru öll látin. Bjargey ólst upp við sveitastörf, eins og gerðist á þeim tíma. Eftir barnaskóla, sem var farskóli, fór hún í héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp og þar nutu afburða námshæfileikar hennar sín vel. En hún kaus heldur að starfa heima í sveitinni sinni að því námi loknu en að stunda framhaldsnám. Meðal annars vann hún við barnaskólann á Reykhólum, sem nýlega var tekinn til starfa.

...
Meira
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Þorgeir Pálsson, hefur sagt upp störfum hjá félaginu og hefur náðst samkomulag milli hans og stjórnar um starfslok. Hann lætur af störfum í dag. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hefur af þessum sökum leitað til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga um tímabundna aðkomu að framkvæmdastjórn félagsins.
...
Meira
Frá fundinum. Mynd: vesturbyggd.is.
Frá fundinum. Mynd: vesturbyggd.is.
Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum krefjast þess að ríkið fari í langtíma fjárhagsáætlunargerð sem komi til móts við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Þetta kom fram á árlegum fundi sveitarstjórnarmanna með þingmönnum kjördæmisins sem haldinn var á Patreksfirði í fyrradag. Þar var fjallað sérstaklega um fjármál sveitarfélaga og mótmæltu sveitarstjórnarmenn niðurskurði á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Að fundi loknum héldu sveitarstjórnarmenn og þingmenn opinn íbúafund um atvinnumál á suðursvæði Vestfjarða, sem um 500 manns sóttu.
...
Meira
28. október 2010

Tónleikum slegið á frest

Vegna afar slæms útlits fyrir veður og færð hefur tónleikum sem Kvartett Camerata og MEG@tríó ætluðu að halda í Bjarkalundi annað kvöld og á Hólmavík á laugardag verið frestað um óákveðinn tíma. Hópurinn ætlaði að koma akandi frá Patreksfirði og Tálknafirði. Færð getur spillst á skömmum tíma og lítið eða ekkert ferðaveður verður víða um land, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
 ...
Meira
Samkvæmt tilkynningu sem borist hefur banna landeigendur rjúpnaveiði á eftirtöldum jörðum í Reykhólahreppi: Í löndum Hallsteinsness, Grafar, Þórisstaða, Múla, Skóga, Kinnarstaða, Berufjarðar, Skáldstaða og Gillastaða.
...
Meira
Kvartett Camerata og Meg@tríó halda tónleika í Bjarkalundi á föstudag kl. 20 undir yfirskriftinni Við erum að vestan. Á laugardag kl. 16 verða tónleikar í kirkjunni á Hólmavík. Kvartett Camerata skipa systurnar Mariola og Elzbieta Kowalczyk, tónlistarkennarar í Vesturbyggð, Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri í Vesturbyggð, og Trausti Þór Sverrisson, skólastjóri á Tálknafirði.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30