Tenglar

Dagskrá Reykhóladaganna, sem standa frá föstudegi og fram á sunnudag, hefur verið borin í hvert hús í sveitarfélaginu. Þau sem að hátíðinni standa hafa beðið um að frekari upplýsingum og ábendingum verði komið hér á framfæri, umfram það sem fram kemur í hinni fjölfölduðu dagskrá. Tilkynning skipuleggjenda er á þessa leið:
...
Meira
Talsverður fjöldi umsókna um störf sveitarstjóra og skrifstofustjóra Reykhólahrepps hefur borist, en frestur til að sækja um rann út á miðnætti. Enn er þó hugsanlegt að fleiri berist í pósti en þær teljast gildar ef þær hafa verið póstlagðar í gær. Allmargar umsóknir hafa borist í tölvupósti. Tvær þær síðustu, sín um hvort starf, smullu inn fimm mínútum fyrir miðnætti. Meðal umsækjenda um starf sveitarstjóra er einn fyrrverandi alþingismaður. Að líkindum verða umsóknirnar ekki teknar til efnislegrar meðferðar fyrr en eftir komandi helgi að Reykhóladögum afstöðnum.
...
Meira
Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri.
Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri.
Reykhólaskóli verður settur á mánudag, 23. ágúst, kl. 8.30 um morguninn. Fyrst verður stutt skólasetning á sal skólans en eftir það fara hóparnir með umsjónarkennurum hver í sína stofu þar sem afhentar verða stundatöflur ásamt innkaupalistum. Kennsla hefst að því loknu. Innkaupalistar eru komnir inn á heimasíðu skólans.
...
Meira
Samtökin Landsbyggðin lifi og nokkrir íbúar á svæðinu boða fólk í Reykhólahreppi, Strandabyggð, Dalabyggð og nágrenni á málþing á morgun, laugardag. Það verður haldið í Leifsbúð í Búðardal og hefst kl. 15. Ragnar Stefánsson varaformaður samtakanna kynnir þau og síðan verða fyrirspurnir og umræður. Að því loknu verður fjallað um atvinnumál á svæðinu. Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum og Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi fræða gesti um störf sín og Halla Steinólfsdóttir segir frá stöðu mála í Dalabyggð.
...
Meira
Hjalli á Grund og bróðursonur hans Kristján Steinn á Porsche-traktornum.
Hjalli á Grund og bróðursonur hans Kristján Steinn á Porsche-traktornum.
1 af 3
Enn einn gamli glæsitraktorinn hefur bæst í dráttarvélasafnið á Grund, þar sem þeir bræður Unnsteinn Hjálmar og Guðmundur Ólafssynir eru óþreytandi í aðdráttum og uppgerð gamalla véla. Þetta er þýskur dieseltraktor af gerðinni Porsche, árgerð 1956, appelsínugulur að lit. Mótorinn er sérstæður að því leyti að hann er aðeins með einn strokk en með veglegt svinghjól til að jafna ganginn. Sagt er að appelsínuguli liturinn hafi verið á þessum traktorum til að þeir væru meira áberandi á þjóðvegum og hraðskreiðari farartæki ættu þess vegna auðveldara með að vara sig á þessum frekar hægfara ökutækjum. Á seinni árum er Porsche fremur þekkt fyrir öfluga sportbíla en traktora.
...
Meira
1 af 2
Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum á morgun, laugardaginn 14. ágúst kl. 14, og gott tækifæri fyrir íbúa Reykhólahrepps að kíkja yfir heiðina og sletta aðeins úr klaufunum, eins og segir í tilkynningu. Þá verður haldið í áttunda sinn Íslandsmeistaramót í hrútadómum - venjulega kallað hrútaþukl - en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Um kvöldið verður síðan haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á Hólmavík með sveiflukónginum Geirmundi Valtýssyni.
 ...
Meira
Reykhólahreppur auglýsir eftir sveitarstjóra og skrifstofustjóra á skrifstofu hreppsins. Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra rennur út 23. ágúst. Nánari upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til umsækjenda og annað sem máli skiptir er að finna í dálkinum Tilkynningar hér neðst til hægri á vefnum og jafnframt undir Laus störf í valmyndinni vinstra megin.
...
Meira
Bergsveinn Reynisson bíður rólegur meðan Bona Safir leggst að bryggjunni.
Bergsveinn Reynisson bíður rólegur meðan Bona Safir leggst að bryggjunni.
1 af 3
Flutningaskipið Bona Safir lagðist að bryggju í Reykhólahöfn í fyrrakvöld. Erindið var að lesta þörungamjöl til útflutnings. Skipið er í eigu sama fyrirtækis og á Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, sem stendur rétt við Reykhólahöfn. Það er að jafnaði notað sem þaraflutningaskip á vesturströnd Noregs. Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum fékk að nota ferð skipsins frá Noregi og í lestinni var að heita má heil verksmiðja til ræktunar og vinnslu á kræklingi. Til að vinna við búning verksmiðjunnar til flutnings fór Jón Ingiberg sonur Bergsveins til Noregs um daginn. Eins og Bergsveinn segir: „Hann var úti í Noregi um verslunarmannahelgina á meðan aðrir voru úti í Vestmannaeyjum.“ Bergsveinn Reynisson hefur lagt stund á kræklingarækt frá 2007, aðallega í Króksfirði en einnig í Gilsfirði.
...
Meira
Svona lítur verslunin út eftir yfirhalninguna.
Svona lítur verslunin út eftir yfirhalninguna.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum tók miklum stakkaskiptum fyrir skömmu þegar húsið var málað að utan, bæði veggir og þak. Áður var húsið dökkbrúnt en núna er það ljósgrátt. Þessa dagana er sami málningarverktaki að undirbúa málningu á þaki Reykhólakirkju auk þess sem hann hefur fengist við fleiri verkefni á Reykhólum að undanförnu.
...
Meira
Á fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag var Gústaf Jökull Ólafsson endurkjörinn oddviti til eins árs. Andrea Björnsdóttir var kosin varaoddviti til sama tíma. Af fimm hreppsnefndarmönnum gáfu aðeins tveir kost á sér við nýliðnar kosningar, þeir Gústaf Jökull og Sveinn Ragnarsson, og voru þeir báðir endurkjörnir. Nýir hreppsnefndarmenn eru Andrea Björnsdóttir, Eiríkur Kristjánsson og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir. Auglýst verður eftir sveitarstjóra en síðasti vinnudagur Óskars Steingrímssonar fráfarandi sveitarstjóra var á föstudag. Einnig verður auglýst eftir skrifstofustjóra hreppsins en Eygló Kristjánsdóttir hefur látið af því starfi vegna þess að hún hefur verið ráðin sveitarstjóri í Skaftárhreppi.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30