Tenglar

Dísa Guðrún Sverrisdóttir á Reykhólum varð amma í fyrsta sinn á laugardaginn þegar dóttir hennar Hulda Ösp Atladóttir ól manni sínum Baldri Guðmundssyni blaðamanni á DV myndarlegan dreng. Hann kom í heiminn snemma um morguninn 26. júní en meðfylgjandi mynd var tekin síðdegis sama dag. Hulda Ösp útskrifaðist sem lögfræðingur aðeins viku áður eða þann 19. júní. Síðan stefnir hún á meistaranám í lögfræði eftir áramótin.
...
Meira
Upprifjunarnámskeið í skyndihjálp, ætlað starfsfólki Reykhólahrepps, verður haldið í Reykhólaskóla mánudaginn 5. júlí. Það hefst kl. 10 og stendur til kl. 15. Kennari á námskeiðinu kemur frá Hólmavík. Skráning er hjá Dísu Sverrisdóttur, forstöðumanni Grettislaugar á Reykhólum, í síma 860 4488. Reykhólahreppur kostar námskeiðið og er það því þátttakendum að kostnaðarlausu.
...
Meira
Kjörstjórn Reykhólahrepps veitir viðtöku framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi, sem fram eiga að fara þann 24. júlí 2010, á heimili Halldórs D. Gunnarssonar í Króksfjarðarnesi laugardaginn 3. júlí kl. 10 til 12 árdegis. Þetta kemur fram í auglýsingu frá kjörstjórninni.
...
Meira
Fellihýsið sem um ræðir.
Fellihýsið sem um ræðir.
Lýst er eftir fellihýsi sem stolið var, í þeirri von að það finnist ef til vill á tjaldsvæðum landsins í sumar. Fellihýsið er af gerðinni Coleman Redwood og er 9 fet. Skráningarnúmerið er LP 415. Fellihýsið er með tvær misbreiðar rendur á hliðunum en þó er hurðin hvít með engum röndum. Framan á er grjótgrind sem er orðin svolítið sjúskuð og teipuð með silfurlitu teipi. Vagninn er með sólarsellu ofan á, vinstra megin að framan. Um það bil 2 cm breiður álrammi er allan hringinn utan um sólarselluna. Á beisli er statíf fyrir tvo gaskúta og svartur plastkassi undir rafgeymi. Fellihýsið er merkt DAISY stórum stöfum á hægri hlið fyrir framan hurðina en einnig vinstra megin að aftan. Seríunúmer vagnsins er 4CE60E17Y7289964.
...
Meira
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega á ákveðnum dögum hér á heimasíðu Reykhólahrepps (www.reykholar.is) en kosið verður á skrifstofu Reykhólahrepps á Reykhólum. Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450 2200. Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.
...
Meira
Flatey. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Flatey. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Starfsmenn fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE) í Bolungarvík hafa haft í nægu að snúast í vor og meira er framundan í sumar, en deildin kemur að verkefnum víða um land. Í þessum mánuði er unnið að rannsókn og skráningu vegna framkvæmda í Flatey á Breiðafirði auk þess sem deildin vinnur í sumar að skráningu fornminja og örnefna í Dalasýslu fyrir Breiðafjarðarnefnd. Þá verða gerðir könnunarskurðir í rústir vegna vegarlagningar í Steingrímsfirði. Deildin annast líka eftirlit og skráningu vegna framkvæmda við golfvöllinn í Grindavík. Í ágúst hefst skráning á minjum í Þjóðgarðinum á Þingvöllum en þetta er fyrsta ár verkefnisins sem mun líklega standa í nokkur ár.
...
Meira
1 af 4
Fyrri slætti á Seljanesi í Reykhólasveit lauk í fyrradag en túnin þar heyja eins og undanfarin ár þeir bændur á Stað á Reykjanesi, Eiríkur Snæbjörnsson og Kristján Þór Ebenesersson. Stefán Hafþór Magnússon á Seljanesi er kunnur fyrir að gera upp fornbíla og forntraktora og í tilefni sláttarloka voru gamlar dráttarvélar settar fyrir rúllubaggavél af nýjustu gerð. Ekki hefðu þeir þó haft afl til að draga hana og vinna með henni og passa heldur engan veginn við hana.
...
Meira
Uppkosning í sveitarstjórnarkosningum Reykhólahrepps hefur verið ákveðin laugardaginn 24. júlí 2010. Kjörstaður hefur verið ákveðinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Maríutröð 5 a, Reykhólum. Þetta kemur fram í auglýsingu frá hreppsnefnd og kjörstjórn Reykhólahrepps. Sérstök athygli skal vakin á því, að kosningarnar að þessu sinni verða ekki í Bjarkalundi eins og verið hefur.
...
Meira
Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Í fyrradag voru 26 ár frá því að Ferðamálasamtök Vestfjarða voru stofnuð. Það var 21. júní árið 1984 sem boðað var til stofnfundar samtakanna af undirbúningsnefnd sem starfað hafði saman frá því fyrr um vorið. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Ísafirði og á fundinn mættu um 30 manns víðs vegar af Vestfjörðum. Í tilefni afmælisins hefur Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, ritað samantekt um upphaf samtakanna og starf þeirra í liðugan aldarfjórðung.
...
Meira
Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.
Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.
Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi og Orlofsnefnd húsmæðra standa fyrir rútuferð (dagsferð) þriðjudaginn 29. júní ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað frá Samkaupum í Búðardal kl. 9.30 með viðkomu á Skriðulandi og í Króksfjarðarnesi. Ekið um nýja Arnkötludalsveginn í Sauðfjársetrið, þar sem verður leiðsögn um safnið, sem endar með léttum hádegisverði og harmonikuspili. Síðan ekið á Hólmavík og kirkjan skoðuð undir leiðsögn sóknarprests. Ekið um Selströnd að Drangsnesi þar sem farið verður í siglingu kringum Grímsey og síðan komið við í Kaupfélaginu sem er ekta gamaldags eins og kaupfélög eiga að vera. Þaðan ekin Nesströndin í Bjarnarfjörð þar sem skoðað verður Kotbýli kuklarans undir leiðsögn Magnúsar Rafnssonar hins fróða og endað á kaffiborði á Hótel Laugarhóli. Síðan yfir Bjarnarfjarðarháls í Steingrímsfjörð og komið heim í Búðardal um kl 20.30.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30