Tenglar

Fyrsti súpufundurinn á Reykhólum verður haldinn á fimmtudag, 2. september, í húsnæði Hlunnindasýningarinnar við Maríutröð. Fyrirlesari kvöldsins verður Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar. Húsið verður opnað gestum kl. 18.30 en fyrirlesturinn hefst kl. 18.45. Verð kr. 800 á mann.
...
Meira
Byggðarhátíðin Reykhóladagar um síðustu helgi var sú viðamesta til þessa enda stóð hún ekki aðeins einn dag eins og verið hefur heldur spannaði frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir „einkaritari“ Bjarkar Stefánsdóttur formanns undirbúningsnefndar hefur tekið saman nokkra punkta um viðburði, aðsókn og úrslit í keppnisgreinum.
...
Meira
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Nú hallar sumri og styttri afgreiðslutími í versluninni Hólakaupum á Reykhólum tekur gildi í dag. Í sumar hefur verslunin verið formlega opin frá kl. tíu að morgni til kl. tíu að kvöldi alla daga vikunnar. Það segir þó ekki alla söguna vegna þess að í flestum tilvikum hefur Eyvi kaupmaður verið mættur og búinn að opna um eða upp úr sjö á morgnana. Frá og með deginum í dag verður verslunin opin frá mánudegi til laugardags kl. 10-18 og á sunnudögum kl. 14-17.
...
Meira
Fjallskilaseðill Reykhólahrepps haustið 2010 er frágenginn og hefur verið birtur á pdf-formi í reitnum Tilkynningar neðst til hægri hér á vefnum. Hann má einnig finna með því að smella hér. Jafnframt eru fundargerðir fjallskilanefndar 23. ágúst og 26. ágúst komnar í reitinn Fundargerðir neðst til vinstri hér á vefnum.
...
Meira
28. ágúst 2010

Litskrúðugir Reykhóladagar

Aðaldagur Reykhóladaganna er í dag og þéttskipuð dagskrá frá því fyrir hádegi og fram á rauðanótt. Mjög mikið er um skreytingar í einkennislitum einstakra svæða eins og núna var ákveðið að efna til. Sveitabyggðin í Reykhólahreppi fékk rauða litinn, Reykjabraut öll og Hellisbraut austur að Grettiströð appelsínugulan lit og Hellisbraut frá Grettiströð að Hólakaupum fjólubláan. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær á neðri hluta Hellisbrautar þar sem einkennisliturinn er appelsínugulur. Að vísu er ekki í öllum tilvikum beinlínis um skreytingar í tilefni hátíðarinnar að ræða. Jón Kjartansson var að slá á sláttuvél í réttum lit - hann skildi vélina síðan eftir við næsta hús fram yfir helgi og þar eru komnar á hana appelsínugular blöðrur. Guðmundur Ólafsson á Litlu-Grund átti leið um Hellisbrautina íklæddur sínum appelsínugula einkennisbúningi Orkubús Vestfjarða. Líklega hefur hann haft fataskipti og farið í fjólublátt þegar hann kom austur fyrir Grettiströð.
...
Meira
Eins og fram hefur komið var fólk í Reykhólahreppi hvatt til þess að bjóða gestum í súpu í tilefni Reykhóladaganna. Súpan verður til reiðu frá kl. 11.30 til kl. 13 á morgun, laugardag, og jafnvel lengur eftir því sem lögunin endist. Hafið í þeim tilvikum símasamband. Bjóðendur eru þessir: Lóa á Miðjanesi, Steinunn Rasmus og Solla á Hellisbraut 24, Begga á Hellisbraut 22, Dísa Sverris á Hellisbraut 8b og Áslaug á Mávavatni. Ef einhverjir skyldu hafa gleymst, látið þá endilega vita hér í athugasemdum. Verði ykkur að góðu!
...
Meira
Nú liggur fyrir hverjir sóttu um störf sveitarstjóra og skrifstofustjóra Reykhólahrepps. Tuttugu manns sóttu um stöðu sveitarstjóra og sex um starf skrifstofustjóra. Um stöðu sveitarstjóra sóttu:
...
Meira
1 af 2
Böðvar Jónsson hefur stundað og stundar enn landgræðslu í Skógum við Þorskafjörð, fæðingarstað séra Matthíasar Jochumssonar. Til þessa verks hefur hann með góðum árangri notað gamlar og úr sér gengnar heyrúllur. Núna hafði hann samband og óskar eftir meira af slíku, ef kostur er. Jafnframt sendi hann meðfylgjandi myndir sem skýrast af textanum hér fyrir neðan. Smellið á þær til að stækka. Böðvar segir frá framkvæmdinni og skrifar á þessa leið:
...
Meira
Einn af viðburðum Reykhóladaganna er gönguferð undir leiðsögn á laugardagsmorgun. Þátttakendur hittast hjá Litlu-Kleif, en þangað er ekið framhjá Stað og Árbæ áleiðis að Laugalandi. Þar tekur Björn Samúelsson leiðsögumaður á móti fólkinu og lagt verður af stað fótgangandi kl. 10. Gengið verður að Laugalandi og skoðað það sem fyrir augun ber. Áætlaður göngutími er tvær klukkustundir og tekið er fram að þetta sé ferð fyrir unga jafnt sem aldna.
...
Meira
Frá Reykhóladeginum 2009.
Frá Reykhóladeginum 2009.
Undanfarin ár hefur Reykhóladagurinn verið árviss viðburður undir lok ágústmánaðar. Að þessu sinni er nafnið á hátíðinni í fleirtölu, Reykhóladagarnir, vegna þess að dagskráin spannar allt frá föstudegi og fram á sunnudag. Byrjað verður síðdegis á föstudag með grillveislu í Hvanngarðabrekku þar sem allir eru velkomnir með sínar rollur á grillið. Að veislunni lokinni munu síðan gáfumanneskjur hreppsins leiða saman hesta sína eða kindur eða annan búfénað. Á laugardag verður stanslaus dagskrá frá morgni og fram á nótt en á sunnudag verður sitthvað við að vera í Mýrartungu, Króksfjarðarnesi og Djúpadal.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30