Tenglar

28. september 2010

Námskeið í sápugerð

Á námskeiðinu sem haldið verður í Búðardal á fimmtudagskvöld er greint frá því hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum við gerð sápu í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd en fleiri nefndar. Farið er yfir nokkrar glærur og að því loknu er sýnikennsla þar sem framkvæmt er það sem farið var yfir. Allir eiga að geta búið til eigin uppskriftir að námskeiði loknu og þátttakendur fá sápu með sér heim. Síðasti skráningardagur er í dag. Núna í morgun vantaði fjóra þátttakendur til þess að lágmarksfjöldi væri kominn á námskeiðið.
...
Meira
Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.
Reykhólahreppur óskar eftir starfsmanni við Grettislaug. Vinnutími aðra hvora viku. Laugin er opin mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 17 til 21 og laugardaga frá kl. 15 til 20. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára. Starfsmaður þarf að geta hafið vinnu sem fyrst.
...
Meira
Í síðustu viku barst Félagi áhugamanna um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum bréf frá stjórn Minjasafnsins að Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð, þar sem óskað er eftir viðræðum vegna framtíðarvarðveislu þeirra báta sem þar eru, en þeir eru ellefu talsins. Þetta er viðamikið verkefni sem unnið verður að nú á næstu vikum, eftir því sem fram kemur á vef félagsins. Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum á nú þegar yfir 20 báta og ef fer sem horfir verður þetta kærkomin viðbót í safnið hjá okkur, segir á vefnum. Þeir sem standa að stofnun Bátasafns Breiðafjarðar hafa nú þegar yfir að ráða sjö endurgerðum sjófærum bátum og sá áttundi fer á flot á Bátadögum næsta vor.
...
Meira
Afmælisbörnin Ingibjörg og Hafliði.
Afmælisbörnin Ingibjörg og Hafliði.
Ingibjörg Kristjánsdóttir og Hafliði Ólafsson í Garpsdal ætla að halda upp á sextugsafmælin sín á laugardag, 25. september. Ingibjörg varð 60 ára 18. september en Hafliði verður 60 ára 6. október. Þau vonast til að sjá sem flesta sveitunga og aðra vini til að samgleðjast þeim á þessum tímamótum. Afmælisfagnaðurinn verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi og hefst kl. 20 á laugardagskvöld.
...
Meira
Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag, mánudag: „Á fundi hreppsnefndar 9. september sl. var oddvita og varaoddvita falið að ganga til samninga við umsækjandann Gylfa Þór Þórisson (GÞÞ) um stöðu sveitarstjóra. Áður en frá samningi var gengið fékk hreppsnefnd upplýsingar um að bú GÞÞ hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta í lok apríl sl., en umsækjandi hafði ekki látið þessa getið í umsókn sinni. Af þessum ástæðum ákveður hreppsnefnd að afturkalla ákvörðun sína um að ganga til samninga við GÞÞ. Hreppsnefnd mun að nýju fara yfir allar umsóknir um starfið með það að markmiði að velja þann hæfasta sem kostur er á.“
...
Meira
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða verður haldinn í Bjarkalundi í Reykhólasveit sunnudaginn 3. október 2010 og hefst kl. 13. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum flytja erindi þær Hafdís Sturlaugsdóttir frá Náttúrustofu Vestfjarða og Theódóra Matthíasdóttir frá Náttúrustofu Vesturlands. Að loknum umræðum um erindi þeirra mun Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, kynna starfsemi fyrirtækisins. Að fundi loknum gefst fundarmönnum kostur á að skoða Þörungaverksmiðjuna undir leiðsögn Atla Georgs. Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem þeir eru í samtökunum eða ekki.
...
Meira
Markaður handverksfélagsins Össu í Króksfjarðarnesi verður opinn núna um helgina, 18.-19. september, kl. 14-18 báða dagana. Fyrir utan kaffisölu og vöfflur verður handverk, bækur og nytjahlutir í boði.
...
Meira
Erla Björk Jónsdóttir.
Erla Björk Jónsdóttir.
Erla Björk Jónsdóttir, Ásaheimum í Króksfjarðarnesi, hefur verið ráðin skrifstofustjóri Reykhólahrepps í stað Eyglóar Kristjánsdóttur sem fyrir skömmu var ráðin sveitarstjóri Skaftárhrepps. Erla Björk er uppalin á Drangsnesi í Strandasýslu en hefur einnig búið í Reykjavík, á Bifröst og Akranesi. Hún fluttist fyrst í Reykhólahrepp árið 2001 og bjó hér uns hún fór í nám á Bifröst árið 2004. Fluttist svo aftur í Reykhólahrepp í desember á liðnum vetri. Á fyrra skeiði sínu í Reykhólahreppi vann Erla Björk sem sölufulltrúi í Þörungaverksmiðjunni og annaðist reikningagerð, launaútreikninga og almenna bókhaldsvinnu.
...
Meira
Ögmundur Jónasson tekur við lyklavöldunum af Kristjáni L. Möller. Mynd mbl.is/Ómar.
Ögmundur Jónasson tekur við lyklavöldunum af Kristjáni L. Möller. Mynd mbl.is/Ómar.
Óvissa ríkir um framkvæmd átaks sem unnið er að um sameiningu sveitarfélaga eftir að Ögmundur Jónasson, nýr ráðherra sveitarstjórnarmála, sagði á fundum sveitarstjórnarmanna um helgina að hann væri ekki talsmaður þess að þvinga fram sameiningu. Fara skyldi að vilja íbúanna. Samstarfsnefnd á vegum ráðuneytis sveitarstjórnarmála og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í heilt ár unnið að undirbúningi tillagna um nýtt stórátak í sameiningu sveitarfélaga. Leitað hefur verið eftir hugmyndum heimamanna og ýmsar tillögur settar á flot. Kristján L. Möller hugðist fylgja málinu eftir með tillögu til Alþingis um áætlun um fækkun sveitarfélaga fram til næstu kosninga.
...
Meira
13. september 2010

Jóna Valgerður í Landsdómi

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Í Landsdómi sem er mjög til umræðu um þessar mundir á sæti einn íbúi í Reykhólahreppi, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps. Landsdómi er ætlað að fara með og dæma mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra. Í Landsdómi eiga sæti 15 dómendur. Hann var stofnaður fyrir 105 árum og hefur aldrei fram að þessu verið kvaddur saman.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30