Tenglar

Kosningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps fara fram laugardaginn 24. júlí. Kjósa ber fimm aðalmenn og fimm til vara. Kjördeild verður á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a á Reykhólum. Kjörfundur hefst kl. 9 og lýkur honum kl. 18. Hreppsnefnd hefur gefið út kjörskrá og liggur hún frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá og með 14. júlí. Þetta kemur fram í auglýsingu frá kjörstjórn. Auglýsinguna í heild má sjá hér.
...
Meira
Eygló Kristjánsdóttir.
Eygló Kristjánsdóttir.
Eygló Kristjánsdóttir á Reykhólum hefur verið ráðin sveitarstjóri Skaftárhrepps og tekur við starfinu um miðjan næsta mánuð. Hún hefur gegnt starfi skrifstofustjóra Reykhólahrepps í átta ár eða frá því að hún fluttist að Reykhólum sumarið 2002. Eygló er viðskiptafræðingur að mennt en því prófi lauk hún fyrir tveimur árum eftir fjögur ár í fjarnámi. Sambýlismaður hennar er Bjarki Þór Magnússon smiður frá Seljanesi í Reykhólasveit og börn þeirra eru þrjú. Þau Bjarki Þór bjuggu í Reykjavík í rúman áratug áður en þau komu vestur og settust að á Reykhólum.
...
Meira
Gústaf Gústafsson.
Gústaf Gústafsson.
Gústaf Gústafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða frá 1. ágúst. Hann mun sinna verkefnum á sviði markaðssetningar Vestfjarða í samvinnu við hagsmunatengda aðila. Gústaf hefur margþætta reynslu af markaðsmálum og var markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands frá ársbyrjun 2006 til síðustu mánaðamóta. Hann byggði upp og var ábyrgur fyrir verkefnum eins og Mottumars og Bleika slaufan, sem allir landsmenn ættu að þekkja.
...
Meira
Kraftakarlar á fyrri Vestfjarðavíkingi.
Kraftakarlar á fyrri Vestfjarðavíkingi.
Fyrsta lotan í Vestfjarðavíkingnum, árlegri keppni sterkustu manna landsins, verður á Reykhólum á morgun, fimmtudag, og hefst baráttan kl. 16. Sú lota felst í keppni í kútakasti og Herkúlesarhaldi. Næstu tvo dagana verður síðan keppt í öðrum greinum á Hnjóti í Örlygshöfn, Látrum við Látrabjarg, Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði.
...
Meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar framkomnu frumvarpi til laga um uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60 um Reykhólahrepp. Bæjarstjórn lýsir sig sammála því sem fram kemur í greinargerð frumvarpsins þar sem segir: „Brýnasta verkefnið í vegamálum á Íslandi, vegagerð um Vestfjarðaveg, er í fullkomnu uppnámi og hefur svo verið um árabil. Þetta er ekki sökum fjárskorts. Á síðustu samgönguáætlun, sem gilti frá 2007 til 2010, var verulegu fjármagni, alls um 3 milljörðum kr., veitt til framkvæmda á leiðinni Svínadalur - Flókalundur. Í tillögu til þingsályktunar um nýja samgönguáætlun (2009-2012), sem liggur fyrir þinginu, er áhersla á vegagerð á þessu svæði, sem nær frá Þorskafirði að Þverá í Kjálkafirði.“
...
Meira
Enginn framboðslisti til hreppsnefndarkjörs í Reykhólahreppi barst fyrir lok skilafrests á hádegi í gær, að sögn Halldórs D. Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar. Samt er ekki öll nótt úti enn því að þegar enginn listi berst eða aðeins einn framlengist fresturinn um tvo sólarhringa eða til hádegis á morgun. Að sögn kunnugra verður þó að telja ósennilegt að listi berist úr þessu. Ef við það situr verða kosningarnar 24. júlí óbundnar persónukosningar eins og í kosningunum í lok maí sem úrskurðaðar voru ógildar.
...
Meira
Aðgerðahópurinn Áfram vestur hefur lagt til að uppbyggingu Vestfjarðavegar 60 frá Bjarkalundi að Þingeyri verði lokið á næstu fimm árum. Heimilt verði að afla fjár með skuldabréfaútgáfu til að kosta framkvæmdirnar. Aðrar framkvæmdir á Vestfjörðum verði eftir sem áður fjármagnaðar af vegafé. Þetta kemur fram í umsögn sem hópurinn hefur sent Alþingi vegna tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012. Kristinn H. Gunnarsson í hópnum Áfram vestur segir dæmi um að framkvæmdir hafi verið fjármagnaðar með skuldabréfaútgáfu. „Þetta var gert á sínum tíma þegar hringveginum var að ljúka á 8. áratugnum og ég held að einhverju leyti til þess að opna veginn um Djúpið á sama tíma.“
...
Meira
Úlfar Lúðvíksson sýslumaður.
Úlfar Lúðvíksson sýslumaður.
Úlfari Lúðvíkssyni sýslumanni á Patreksfirði hefur verið falið að gegna jafnframt því starfi tímabundið embætti sýslumannsins á Ísafirði frá og með deginum í dag til 30. júní 2011 eða í eitt ár. Var það tilkynnt í kjölfar þess að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ákvað að gera breytingar á skipan sýslumannsembætta m.a. með hliðsjón af nýsamþykktum breytingum á lögum um framkvæmdavald ríkisins í héraði. Með þeirri lagabreytingu var ráðherra heimilað að fela starfandi sýslumanni að gegna jafnframt öðru embætti sem losnar.
...
Meira
Tveir af undarlegustu mönnum landsins, þeir Rögnvaldur gáfaði og Gísli.
Tveir af undarlegustu mönnum landsins, þeir Rögnvaldur gáfaði og Gísli.
Mígandi hamingja á Hólmavík! Þannig hljóðar yfirskrift tilkynningar um Hamingjudaga á Hólmavík sem standa yfir núna frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Meðal þess sem finna má á Hamingjudögum eru Laglausi kórinn, léttmessa, hamingjuhlaup, hnallþórur, Furðuleikarnir og fiskur. Eftirfarandi kemur fram í tilkynningunni sem er frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttir, framkvæmdastjóra Hamingjudaga.
...
Meira
Börnin á leikskólanum Hólabæ á Reykhólum skruppu núna einn daginn í heimsókn að Hellisbraut 8 þar sem tímabundið hefur fjölgað í heimili. Þar eru nú auk kjarnafjölskyldunnar búsettir þrír undanvilltir grágæsarungar sem fundust í dúnleit og dæturnar á heimilinu tóku í fóstur, þær Solveig Rúna, Borghildur Birna og Hildigunnur Sigrún, en foreldrarnir Kolfinna Ýr og Eiríkur aðstoða eftir þörfum. Hugmyndin er að ala ungana þar til þeir verða orðnir nógu stórir til að bjarga sér sjálfir og sleppa þeim þá.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30