Tenglar

Grettislaug á Reykhólum var opnuð í gær eftir árvissa yfirhalningu að vori. Fram að sumartíma verður opið eins og venjulega en núna um hvítasunnuhelgina er opið laugardag, sunnudag og mánudag kl. 14-20.
...
Meira
Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðsins og Jón Jónsson menningarfulltrúi afhentu styrkina.
Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðsins og Jón Jónsson menningarfulltrúi afhentu styrkina.
1 af 5
Fyrri styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða árið 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Skrímslasetrinu á Bíldudal sl. föstudag. Flutt var tónlist og haldin erindi, Skrímslasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og boðið upp á kaffi og vöfflur á eftir. Umsóknir til Menningarráðsins að þessu sinni voru 78 talsins en alls fengu 34 verkefni stuðning að upphæð 15 milljónir samtals. Þeim fækkaði þó um eitt áður en að úthlutun kom því einn styrkurinn var afþakkaður þar sem forsendur höfðu breyst og verkefnið ekki lengur framkvæmanlegt. Aftur verður auglýst eftir styrkumsóknum í haust.
...
Meira
Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og á vef Þjóðskrár. Með því að slá inn kennitölu kjósanda kemur upp nafn hans, lögheimili og sveitarfélag. Reykvíkingar og íbúar nokkurra stærstu sveitarfélaganna fá einnig upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir. Þjóðskrá sér um gerð kjörskrárstofna samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Á kjörskrá eiga að vera allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár 8. maí 2010 og fæddir eru 29. maí 1992 og fyrr.
...
Meira
Kátur hópur sjö kvenna frá Reykhólum og Búðardal undir merkjum Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) hélt í Mosfellsbæinn í síðustu viku til að taka þátt í öldungamóti Blaksambands Íslands - Mosöld. Aldurstakmark er 30 ár og því allir keppendur komnir til vits og ára (ef svo má segja). Alls tóku 125 lið þátt í mótinu af öllu landinu og keppt var í 10 deildum í kvennaflokki og 6 deildum í karlaflokki. Lið UDN er í 10. deild líkt og aðrir nýliðar og endaði keppni í 8. sæti af 10. Hópurinn hefur hist þó nokkrum sinnum í vetur, annað hvort á Laugum eða á Reykhólum, og spilað blak. Ákveðið var á síðasta hausti að stefna á mótið með sameiginlegt lið undir merkjum UDN.
...
Meira
Stjórn Sambands breiðfirskra kvenna lýsir miklum áhyggjum af þeim vanda sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Það er bæði vegna skuldastöðu heimilanna og hækkandi vöruverðs í landinu. Stjórn sambandsins hvetur stjórnvöld til að gera allt sem hægt er til að heimilin fari ekki á vonarvöl. Vaxandi og viðvarandi atvinnuleysi, sérstaklega meðal ungs fólks, er ískyggileg þróun. Að stór hópur fólks skuli sífellt leita á náðir hjálparstofnana til að hafa fyrir brýnustu nauðsynjum er óviðunandi. Stjórn sambandsins hvetur til þess að þegar verði unnið markvisst að því að lækka skuldir heimilanna, þar sem orðið hefur algjör forsendubrestur frá þeim áætlunum sem fólk hafði gert.
...
Meira
Frá Hamingjudögum á Hólmavík 2007. Ljósm. Jón Halldórsson.
Frá Hamingjudögum á Hólmavík 2007. Ljósm. Jón Halldórsson.
Fjáröflunartónleikar félagsmiðstöðvarinnar OZON á Hólmavík verða haldnir í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, miðvikudag. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 en þar stíga á svið ungir og bráðefnilegir hljóðfæraleikarar úr Tónskólanum á Hólmavík auk söngvara á öllum aldri. Fjöldi frábærra slagara er á dagskránni og ungir sem aldnir ættu að geta hlustað á eitthvað við sitt hæfi. Einnig verður keppt milli laganna sem bárust í samkeppnina um Hamingjulagið 2010 en bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin 2.-4. júli. Fólkið í salnum greiðir atkvæði og meirihluti ræður úrslitum.
...
Meira
Vinfastur leggur upp í reynslusiglingu frá Staðarhöfn á Reykjanesi.
Vinfastur leggur upp í reynslusiglingu frá Staðarhöfn á Reykjanesi.
Námskeið um viðhald og endursmíði gamalla trébáta verður haldið á Reykhólum dagana 27. og 28. maí. Á námskeiðinu verður fjallað um það hvernig íslenskir bátar voru viðaðir og gerð íslenskra báta. Hver eru heiti borða og áhalda sem voru um borð í vestfirskum bátum, hvaða verkfæri voru (og eru) notuð við smíði og endursmíði bátanna. Talað um báta frá söguöld til Stanleys og farið yfir seglasaum og sjóklæðagerð. Að loknum erindum verður frumsýndur leiðarvísir / mynd eftir Ásdísi Thoroddsen um smíði á breiðfirskum bát. Þar er sýnt frá því er báturinn Vinfastur var smíðaður á Reykhólum fyrir fáum árum, en hann er eftirmynd Staðarskektunnar sem svo er kölluð og kennd við Stað á Reykjanesi.
...
Meira
Stjórn Þörungaverksmiðjunnar hf., enskt hjáheiti „Thorverk", boðar til aðalfundar félagsins í næstu viku. Hann verður haldinn í fundarsal Þörungaverksmiðunnar á Reykhólum miðvikudaginn 26. maí kl. 16. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
...
Meira
Úr Skrímslasetrinu á Bíldudal.
Úr Skrímslasetrinu á Bíldudal.
Fyrri styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2010 fer fram í Skrímslasetrinu á Bíldudal á morgun, laugardaginn 15. maí, og hefst athöfnin kl. 15. Alls fá 34 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 75 þúsund til 1 milljón króna, samtals að upphæð 15 milljónir. Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 78 og var samtals beðið um rúmar 55 milljónir í verkefnastyrki en heildarsamtala fjárhagsáætlana vegna verkefna var þrisvar sinnum hærri.
...
Meira
Um næstu helgi, bæði á laugardaginn og sunnudaginn, verður Anna Björnsdóttir konditor með námskeið á Reykhólum í gerð kransaköku og hvernig á að gera marsípanblóm. Námskeiðið verður haldið í Reykhólaskóla og byrjar kl. 14. Þeir sem vilja taka þátt í námskeiðinu hafi samband í síma 896 6413.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30