20. júní 2010
Vill að einn framboðslisti verði lagður fram
Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum hefur sent vefnum opið bréf þar sem hann hvetur eindregið til þess að fólkið sem hlaut kosningu til hreppsnefndar Reykhólahrepps í kosningunum sem nú hafa verið úrskurðaðar ógildar leggi fram einn lista sem verði sjálfkjörinn. Vilji kjósenda hafi í kosningunum komið fram með skýrum hætti og auk þess sparist við þetta miklir fjármunir. „Ég bið ykkur nú að sýna í verki að við höfum valið hæft fólk og leggja fram lista fyrir tilvonandi kosningar, þar sem þið eruð öll og í þeirri röð sem þið voruð kosin í“, segir Dalli í bréfi sínu.
...
Meira
...
Meira