Tenglar

Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum hefur sent vefnum opið bréf þar sem hann hvetur eindregið til þess að fólkið sem hlaut kosningu til hreppsnefndar Reykhólahrepps í kosningunum sem nú hafa verið úrskurðaðar ógildar leggi fram einn lista sem verði sjálfkjörinn. Vilji kjósenda hafi í kosningunum komið fram með skýrum hætti og auk þess sparist við þetta miklir fjármunir. „Ég bið ykkur nú að sýna í verki að við höfum valið hæft fólk og leggja fram lista fyrir tilvonandi kosningar, þar sem þið eruð öll og í þeirri röð sem þið voruð kosin í“, segir Dalli í bréfi sínu.
...
Meira
Úrskurðarnefnd sem skipuð var til þess að fjalla um kærumál vegna kosninganna í Reykhólahreppi þann 29. maí hefur komist að þeirri niðurstöðu að þær skuli ógiltar og kosið verði til hreppsnefndar á nýjan leik. Fráfarandi hreppsnefnd mun starfa uns nýjar kosningar hafa farið fram. Ekki liggur fyrir hvenær þær verða.
...
Meira
Á leið til lands á Bátadögum 2009.
Á leið til lands á Bátadögum 2009.
Eins og hér hefur komið fram verða Breiðfirskir bátadagar haldnir þriðja sumarið í röð fyrstu helgina í júlí, föstudag til sunnudags 2.-4. júlí. Að þessu sinni er nýmæli vegna öryggismála að nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig fyrirfram og vel tímanlega. Koma þarf fram nafn báts, nafn formanns og fjöldi farþega í bát. Skráningin fer fram í netpósti hjá Hjalta Hafþórssyni.
...
Meira
Á brattann að sækja fyrsta spölinn upp brekkuna við Grettislaug.
Á brattann að sækja fyrsta spölinn upp brekkuna við Grettislaug.
Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá fer fram um land allt að þessu sinni á sjálfan kvenréttindadaginn 19. júní. Af því tilefni er hlaupið í ár tileinkað krafti og elju íslenskra kvenfélaga. Með samstöðu, áræðni og dugnaði hafa kvenfélagskonur á Íslandi hrint í framkvæmd ótal framfara- og velferðarmálum fyrir samfélagið. Hlaupið fer nú fram í 21. skipti.
...
Meira
Hátíðarhöldin í Reykhólahreppi á þjóðhátíðardaginn fara fram í Bjarkalundi með veglegri dagskrá, sem Lionsklúbburinn stendur fyrir að þessu sinni. Dagskráin hefst kl. 14 með því að fjallkonan kemur ofan úr Vaðalfjöllum og les ljóð. Á staðnum verða glæsileg leiktæki fyrir börnin.
...
Meira
Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar Reykhólahrepps frestast meðan fjallað er um kærumál íbúa í Flatey vegna sveitarstjórnarkosninganna. „Við fáum ekki umboð til að starfa fyrr en búið er að úrskurða í málinu. Sýslumaður skipaði þriggja manna nefnd sem tekur málið fyrir og ákvarðar í því. Mér skildist að niðurstaða þessarar nefndar ætti að liggja fyrir í dag. Eftir að úrskurður er kveðinn upp hefur kærandi vikufrest til að ákveða hvort hann kæri til ráðuneytis ef hann er ósáttur við úrskurðinn“, segir Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti Reykhólahrepps, aðspurður um stöðu mála.
...
Meira
Opnaður verður fjölbreyttur markaður í Króksfjarðarnesi kl. 16 á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á boðstólum verður handverk, nytjahlutir á borð við búsáhöld, fatnaður, skór og gamlar bækur. Þarna verður einnig vinnustofa handverksfólks og myndasýningar, kaffi á könnunni og leikjahorn fyrir börnin. Að þessu framtaki stendur Handverksfélagið ASSA í Reykhólahreppi ásamt fleirum. Félagið mun ekki aðeins selja vörur fyrir sitt félagsfólk heldur einnig aðra sem vilja. „Það verður allt mögulegt og ómögulegt á boðstólum í KK í Nesi“, segir í tilkynningu. „Ef þið viljið losna við eitthvað úr geymslunni eða föt og skó sem nýtilegt er, þá munum við selja það og gefa ágóðann til góðra málefna hér í sveitinni í lok sumars.“
...
Meira
Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.
Núna eru garðyrkjustörfin á fullu á Reykhólum sem annars staðar. Þar á meðal er Jón Kjartansson flokksstjóri með vaskan hóp ungmenna að störfum hjá Vinnuskóla Reykhólahrepps. Jón Atli Játvarðarson lætur ekki sitt eftir liggja og klippir endana af runnunum í garði sínum svo að brátt verður hann með endalausa runna.
...
Meira
Teigsskógur. Ljósm. Sævar Helgason.
Teigsskógur. Ljósm. Sævar Helgason.
Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem hefur það að markmiði að stuðla að bættum samgöngum og umferðaröryggi með uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60. Samkvæmt frumvarpinu skal leggja veg frá Þórisstöðum í Þorskafirði, út með Þorskafirði vestanvert, um Teigsskóg og Hallsteinsnes, þvert yfir utanverðan Djúpafjörð vestur á Grónes og þaðan þvert yfir utanverðan Gufufjörð um Melanes og vestur fyrir Kraká að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal þeirra er að framkvæmdaraðili skal rækta birkiskóg á Vestfjörðum við sambærilegar aðstæður og eru í Teigsskógi, a.m.k. til jafns að flatarmáli við þann birkiskóg sem raskast eða verður fyrir áhrifum við fyrirhugaða framkvæmd.
...
Meira
Úr Flatey á Breiðafirði. Mynd GG.
Úr Flatey á Breiðafirði. Mynd GG.
1 af 2
Hef verið á flakki síðustu viku, þar á meðal fórum við út í Flatey og vorum þar nokkra daga. Flatey hefur ákveðna sérstöðu í hugum margra. Flokkast undir rómantík, seiðmagnað andrúmsloft sem hefur komið fram í myndum og bókum. Í sjálfu sér er það fábreytnin sem verður til þess að maður nýtur þess sem eyjan hefur upp á að bjóða. Hvíldin felst í því að það er góður tími til þess að skríða jafnvel upp í aftur og lesa aðeins meira og fara svo aftur í stuttan göngutúr.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30