Tenglar

Kvöldvaka verður haldin í Reykhólakirkju í kvöld og hefst kl. 20. Sungið verður saman við gítarleik Sóleyjar í Nesi, hlustað á ritningarlestur og hugvekju og beðið saman. Í beinu framhaldi af kvöldvökunni verður aðalsafnaðarfundur Reykhólasóknar með venjulegum aðalfundarstörfum. Þar verða reikningar sóknarinnar lagðir fram og ýmis önnur mál rædd. Rúsínan í pylsuenda fundarins er kosning í sóknarnefnd en þar er nú laust eitt sæti aðalmanns.
...
Meira
Kolbrún og Oddur.
Kolbrún og Oddur.
„Við megum alveg vera sæmilega sátt þó að mér finnist þetta fara heldur seinna af stað en í fyrra“, segir Kolbrún Pálsdóttir, hótelstýra í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit, aðspurð hvernig sumartraffíkin fari af stað þar á bæ. „Það þarf að hlýna betur, þá sprettur fólkið upp. Síðasta vika var mjög góð enda veðurblíða. Sjómannadagshelgina var bullandi traffík hjá okkur vegna sjómannadagsins á Patreksfirði. Sumarið leggst vel í okkur. Við erum með mjög góðar bókanir“, segir Kolbrún.
...
Meira
Að þessu sinni heppnaðist útungunin í arnarhreiðrinu margfræga í ónefndum hólma í Reykhólahreppi þar sem Arnarsetur Íslands er með vefmyndavél og þar er nú einum unga að vaxa fiður um hrygg. Vefmyndavél var fyrst sett við hreiðrið fyrir tveimur árum og þá komu arnarhjónin upp einum unga en á síðasta ári misheppnaðist útungunin og hjónin lágu á lengi eftir að ljóst var að um fúlegg væri að ræða.
...
Meira
Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi býður krökkum að taka þátt í íþróttaæfingum í sumar. Hrefna Karlsdóttir og Sigurdís Egilsdóttir hafa tekið að sér umsjón með æfingunum, sem verða tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, frá 9. júní til 14. júlí eða í ellefu skipti.
...
Meira
Vinafélag Dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum verður með kaffihússkvöld í húsnæði Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum í kvöld, miðvikudag, og hefst fagnaðurinn kl. 20. Fyrir utan kaffi, kakó og vöfflur er lofað söng og rífandi gleði. Leikfélagið Skrugga verður með leiklestur úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson.
...
Meira
Æðarfuglinn hefur löngum verið annálaður fyrir spekt gagnvart manninum og amstri hans. Það gildir vissulega um æðarkolluna sem gerði sér hreiður á bryggjukantinum við Staðarhöfn í Reykhólasveit. Þar hafa undanfarið þeir félagar Guðlaugur Theódórsson og Dalli (Guðjón D. Gunnarsson) verið að vinna við að setja niður flotbryggju ásamt landgangi og meðal tóla þeirra og tækja voru loftpressa og stór krani, en fætur hans má sjá á myndinni. Kollan lét umsvif þessi ekkert á sig fá og virtist ekki óttast þau hið minnsta og lá sem fastast á hreiðrinu.
...
Meira
1 af 3
Strandveiðarnar svokölluðu standa nú sem hæst og fjöldi báta gerður út í því kerfi um land allt. Einn er gerður út í Reykhólahreppi en það er Krummi í Árbæ af gerðinni Sómi 600, sem er í eigu Þórðar Jónssonar og Ásu Stefánsdóttur. Tveir eru í áhöfn og heita báðir Þórður, þeir Þórður bóndi í Árbæ og Þórður frændi hans Sveinbjörnsson. Annars má búast við því að aðrir komi þar líka við sögu eftir atvikum ásamt Þórði Jónssyni og jafnvel að hinir og þessir fari með í róður.
...
Meira
Fermingarathafnir verða hjá sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknarpresti á tveimur stöðum í Reykhólaprestakalli um helgina. Fimm börn fermast í Reykhólakirkju á morgun, laugardag, og hefst athöfnin kl. 13.30. Einn drengur fermist í Staðarhólskirkju í Saurbæ á sunnudag og hefst athöfnin kl. 15.
...
Meira
3. júní 2010

Tvíburasystur í Árbæ

Tvíburasysturnar í Árbæ.
Tvíburasysturnar í Árbæ.
Langalgengast er að kýr beri einum kálfi en stöku sinnum eru þeir tveir og þekkt eru dæmi um þríbura. Fyrir skömmu bar kýr í Árbæ í Reykhólahreppi tveimur kálfum sem báðir eru kvígur og hlutu nöfnin Sóley og Sólrún. Sóley er svolítið stærri og skjöldótt en Sólrún er rauð. „Þetta voru ágætlega stórir og pattaralegir kálfar“, segir Ása Stefánsdóttir í Árbæ. Annars munu tvíkelfingar ekki vera neitt sérstaklega vel séðir svona yfirleitt.
...
Meira
Sundmót Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) verður haldið í Grettislaug á Reykhólum þriðjudagskvöldið 8. júní og hefst kl. 18. Skráningar berist til Herdísar í síma 690 3825 eða Ingu Smára í síma 848 4964 fyrir mánudaginn 7. júní. Keppt er í öllum aldursflokkum.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30